Ljósið - 15.05.1917, Síða 50
48
LJÓSIÐ
virt minna en lygi og refaslægð launaðra valdhafa nú-
tímans?
Heiðruðu vinir mínir, góðtemplarar! Mér finst ykkur
bera fult frelsi til þess að finna að því við löggæzluna,
að hún ekki verndi lög lands vors, en gætið þess, að
þótt slikt sé siðvenja, tizka, að láta atkvæðafjöldann
ráða, þá er slíkt heiðindómur og gyðingdómur, því að
með slíku afli sigruðu Gyðingar og heiðingjar, þá er
kristindómshöfundurinn Jesús var ráðinn af dögum;
það er það, sem yfirleitt viðgengst í veröldinni.
Hið stóra vald höfðingjanna er kúgari fjöldans alls
staðar í hinum þekta heimi. Guðsbarnafrelsið er fjötrað
af illa sjáandi, veraldlega sinnuðum mönnum, er hugsa
meira um sitt eigið gagn en jafnaðarfrelsi alþýðunnar.
Ég get ekki skilið það, að sá góði hirðir hafi verið
ónógur fræðari og frelsari allra þjóða. Að leitað sé frétta
af framliðnum á þann hátt, sem vitringarnir nú gera,
Einar Kvaran og Haraldur Níelsson, er og verður
aldrei annað en vantrúaralda, er rís hátt og brotnar á
bjargi kristindómsins. Þessir tveir herrar kunna ekki
og þora ekki að rita á móti mér í fjöllesin blöð. Þá
vantar brynju, hjálm og skjöld. Mál hafa þeir báðir,
mentun, laun og álit fjöldans.
Heiðruðu vinir mínir! Nú eru striðstímar, óstjórn í
hinum kristna heimi. Hér á voru kæra Fróni er hálært
höfðingjavald, sem alþýðan kann ekki að varast.
Yfirleitt verður hún að dansa nauðug, þar eð högg-
orma og refa slægð er hjá flestum valdhöfum nú meira
og minna. Lög drottins vors og herra eru brotin í Iandi
hér af þeim herrum, er lært hafa að falsa mál og fela
sannleika og frelsi drottins undir friðargæru. Höggormur,
úlfur og asni eru undir gyltum hjúpi, en innra er sin-
girni, dramb og valdþorsti — allar ódygðir, sem valdi
oft fylgja.
Það eru milli 20 og 30 ár, síðan ég fékk kristilega
köllun frá minum fræðara og frelsara, Jesú Kristi. Ég
hefi þvi siðan barist ótrauður og óttalaust fyrir þvi, að