Ljósið - 15.05.1917, Qupperneq 8
6
LJÓSIÐ
biskupinn sjálfui’, Jón Helgason, hefii' snúist eins og
vindhani á húsmæni; það sýna verk hans. Ekki vantar
masið um kærleikann. Gullkrossinn sómir sér vel á
svartri hempu.
Það hefir borist tiJ eyrna minna, að hún sé mjög
óheilbrigð — sú aðferð, sem ég hofi, að ráðast á persónur
i ti'úarbaráttu minni.
Ég hygg það rétt, og hetjuskapur minn í því er auð-
sær. Það eru ekki volaðir smælingjai', skáldið Einar
Kvaran og guðfræðingurinn Haraldur Níelsson, biskup
herra Jón Helgason o. s. frv.
Ég deili hart á vantrúaða lögbrotamenn drottins. Þeir
vitringar verða að heimskingjum. Lifandi, kristileg trú
er æðri en veraldlegt vísindafálm öndunga, er leita frélta
af framliðnum mönnum.
Alvizka og kærleikur meistara vors á himnum hefir
aldrei brugðist eða dáið píslardauða. Drottinn, vor guð,
lifir eilíflega til að fullkomna sitt mikla meistaraverk.
Vonzka og heimska mentaða heimsins er að ná topp-
máli. Veraldar og kirkju vald hrapar eins og skáldverk
munka um djöfulinn, er átti að gera uppreisn i himna-
ríki móti almætti skapara vors. Um heimsendi veit eng-
inn fremur en um upphaf allra hluta. Jörðin, sem vér
búum á, er lík smáfuglseggi í samanburði við alt sól-
kerfið, er stjörnufróðir menn sjá í sjónauka. Þó er jörð
vor ekki fullrannsökuð enn af jarðfræðingum vorum.
Trúin á einn guð, almáttugan, — hún er ekki jarðnesk
visindagrein.