Ljósið - 15.05.1917, Side 40

Ljósið - 15.05.1917, Side 40
38 LJÓSIÐ alt sitt sköpunarverk harla gott o. s. frv. Menn vita, að reynslan er bezti kennari. Mósesar guð rekur sig á það, að djöfullinn, sem var morðingi frá upphaíi, var í aldingarðinum Eden í högg- ormslíki. Þessum djöfli er ekki gefinn góður vitnisburður í ritningunni tyrir utan það, að hann er morðingi. 1 sköpunarverkinu er þessi gamli djöfull lygari, þjófur, ræningi og rógberi. Ritningin segir, að þegar hann tali lygi, þá tali hann af sínu eigin, því að hann sé höfundur lyginnar og allra lasta smiður. Nú bið ég séra Friðrik minn að sanna mér og öðr- um, að öll ritningin sé hreint guðs orð, þótt þessi ga'mli, vondi djöfull sé í bókinni! Þetta er barnagull enn i dag. Guðfræðingar vorra tíma sækja allar sínar svörtu helvítiskenningar inn í þetta gamla mannaverk, barna- gull Gyðinga og heiðingja. Börnum er kent, að guð sé alvitur og góður og hann miskunni sig yfir öll sin verk. Eg fullyrði, að það sé hámentuðum mönnum að kenna, en ekki saklausum smælingjum, öll þau ókristi- legheit og lögmálsbrot, sem eru framin í veröldinni. Djöfullinn, sem ritningin segir að hafi verið í högg- ormsmynd, — hann er nú í mest dýrkuðu mönnum ver- aldarinnar. Allar kristnar þjóðir eiga bæði gamla og nýja testamentið. Það er fyrirboðið í Mósesarlögum að deyða náung- ann og meiða hans líkama; eins er bannað þar að ræna, ljúga, stela og hafa hjáguði. Þó gera höfðingjar verald- arinnar allar skammir. Og kúga þeir ekki yfirleitt þá lítt mentuðu til að hlýða sér framar en sönnum guði vorum, Jesú Kristi? Þeir skeyta ekki neitt um sannleika, jöfnuð né réttlæti. Iiærleikurinn er hafður á vörunum í kirkjum hér; prestar í þjóðkirkjunni gera það. Sann- leikann kalla mentaðir herrar frelsara alla þjóða. Er nú ekki þessi blessaði sannleikur enn falinn í bókstafs- Qötrum blindrar trúar? Eg held, að séra Friðrik viti ei, hvað hann er að gera, er hann er að kenna börnum að trúa öllu heiðna bull- inu, sem er í ritningunni. I

x

Ljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.