Ljósið - 15.05.1917, Síða 26
24
LJÓSIÐ
Þióðin sundruð því er nú
þrældómi af sterkum.
Herrar lærðir hafa trú
á heiðnum myrkraverkum.
GrudsríkMiemiingm.
Hún er frá sannkristna réttlætisprédikaranum, Jesú
frá Nazaret. Vér köllum hann meistara vorn og herra.
Líka köllum vér hann drottin vorn og herra, lækni lifs-
og sálarmeina og fleira. Sannur maður var Jesús, en
þeir, sem ofsóttu hinn mikla spámann, — þeir voru
viltir, mentaðir, dramlátir heiðingjar og Gyðingar, sem
voru of veraldlega sinnaðir, skildu ekki þá andlegu lífs-
speki, sem Jesús færði öllum heimi. Gyðingar þráðu að
fá heimsfrægan, sigursælan herkonung, sem gæti frelsað
þá kúguðu þjóð undan yíirráðum Rómverja. Guðfræð-
ingar vorra tíma ættu að vita og skilja, að mest villan
og trúarbragðaílækjan er af því sprottin, að sú nýja
kenning herra vors er bygð á heiðindómi og Gyðing-
dómi, sem voru aðaltrúarbrögð hins austlæga heims.
Það á alls ekki að valdbjóða oss trú á sannan guð,
— því síður að valdbjóða oss kirkjusögur og æfintýri
(skáldskap) frá fornþjóðum. Guðsriki á að þroskast i
sálum vorum og það kristilega frelsi, sem gerir oss að
mönnum, er viljum stunda hvers annars heill.
Staka.
Sanna málsins eilift afl
illa sigrar lýgi.
Nú við lærða teflir tafl
trúr Messías nýi.