Ljósið - 15.05.1917, Síða 33
L J Ó SIÐ
31
kristna þjóðina, sem ekki veit nú, hverju trúa á. Þjóðin
og fulltrúar hennar eru sundurþykkir. Hvorki kirkjan
né rikið þekkja sannleikann fremur en Gyðingar og
heiðingjar, sem ekki þektu sinn vitjunartíma. Guðfræð-
ingar Gyðinga héldu sig gera guði þægt verk, er þeir
lugu dauðasök upp á spámanninn frá Nazaret.
Guðfræðingar þessa lands halda sig gera rétt að stein-
þegja við dagsönnum orðum mínum, hvort sem ég
hrópa til þeirra í ljóði eða lesmáli. Gömul hjátrú og
vantrú á almætti drottins er svo rótgróin í sálum þjóð-
klerka vorra, að þeir halda fast í ljóta, óholla fræði frá
heiðingjum og Gyðingum. Gleðiboðskapurinn, sem Jesús
færði öllum heimi, er ekki skurn, heldur kjarni, — sálu-
hjálparmeðal handa öllum, sem læknast þurfa. Gömul
lygi og hjátrú læknar aldrei heiminn, er við lifum i.
Prófessor í guðfræoi Haraldur og séra Friðrik eru
báðir ónýtir þjónar drottins vors og herra. Báðir eru
þeir slíkir óvitar að byggja frelsi guðsbarna á dauðri
bókfræði frá fornheimi og miðaldamönnum. Séra Har-
aldur er »yfirspentur spíritisti«, fullyrðir, að englar hafi
sungið og talað við fæðing spámannsins frá Nazaret.
Dauðir eiga að rísa upp úr gröfum sínum og tala
við lifandi mennv Blessaður prófessorinn hyggur sig
geta stækkað söfnúð sinn með »spíritista«-glamri sínu.
»Seint lýllist sál presta vorra«, sumra hverra; við vax-
andi laun vex aura- og metorðagirndin. Enn sækjast
drottins þjónar i voru landi eftir hækkandi launum,
metorðum og háum sætum.
Það vantar ekki, að mentaðir guðfræðingar vorir pré-
diki um kærleika guðs í kirkju sinni. En sjúga þessir
menn ekki út hús ekkna og föðurlausra barna fyrir
óholla, gamla guðfræði, er þeir ekki geta varið með viti
og þroskaðri skynsemi? Þessir tveir prestar svari fyrir
sig. Séra Friðrik, barnafræðarinn góði, — hann er betur
að mínu skapi, þótt blindtrúaður sé.
Eg tel það rangt að fela sannleikann í umbúðum.
Orð drottins á eigi að vera undir mælikeri. Frelsari