Ljósið - 15.05.1917, Side 53

Ljósið - 15.05.1917, Side 53
LJÖSIÐ 51 Það er ekki mögulegt að kristna neina þjóð, hvorki smáa né stóra, með argasta gyðingdómi, sem var verri en heiðindómur á þeim tíma, er réttkristni píslarvottur- inn Messías færði öllum heimi friðarboðskap síns kær- leiksríka alföður, er veröldin og hennar elskendur ekki vilja þekkja. Reynslan sýnir það, að bókmentir og ver- aldleg vísindi kristna eklci heiminn. Bókleg mentun, veraldarvísindi, eru nú á hæsta stigi í þýzka ríkinu og brezka ríkinu. Og þó eru þau 10 boð- orð Mósesar brotin öll af hans valdaþyrstu, mentuðu, dýrkuðu lærisveinum. Mentaði heimurinn vill, að börn verði réttkristin með því að þjóna bæði lyginnar höf- undi og höfundi sannleikans. Heiðindómsandinn er djöf- ull og morðingi frá upphafi, en andi kristna mannsins er drottinn vor. Þó er hann smáður og lítils metinn, ef um veraldlega hagsmuni er að ræða. Eg væri hræsnari, ef ég segði, að æðstu völd rikis og kirkju í þessu landi væru nægilega vel kristin. Guði sé lof, að ég þori að segja satt. Yfirvöld vor eru gyðingleg, fordildarfull og óheilbrigð í skoðunum. Menningin getur ekki þrifist með slíkri eftirstæling stórþjóðanna, eins og hér á sér stað. Ríkissjóðui'inn er í höndum valdhafa svo margra og misvandaðra, að vandræði hafa leitt af. Sama er um bankana. Skriffinskan vex og lögbrotum fjölgar árlega; engum má trúa, því að hver hilmir yfir annars bresti. Flestir vilja maka krókinn og lifa óþörfu nautnalifi. Sannir verkamenn borga oft mest þeim, er drotna ranglega yfir fénu og gera sér vini af ranglega fengnum mammoni. Það er kristileg skylda kennimanna drottins að virða sannleikann, frelsara þjóða og einstaklinga. Þeir eiga því að brjóta til mergjar hið þunga bibliumál og færa börnunum hreinan kjarna. Að vorri frjálsu þjóð er hér bannað að kaupa og neyta víns — það er þrælahaft, sett á oss, frelsingja drottins, og enginn stafur fyrir slíku lagaboði í nýja- testamenti voru; óþörf mannaboð eru kúguð upp á frjálsa þjóð vora af illa kristnum fulltrúum þjóðarinnar, 'i

x

Ljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.