Ljósið - 15.05.1917, Síða 21
LJÓSIÐ
19
Sannleikur er guðleg gjöf.
Gæt að máli þínu.
Heldur jafnan hel og gröf
herfanginu sínu.
Hér ég ei af hólmi renn.
Hjátrú enginn þjóni.
Of þröngt yrði’, ef allir menn
aftur gengju, á Fróni.
Fræðin þin.er forn og röng,
Friðrik sæll, lofaður!
Ei til vítis grafðu göng.
Gáðu -að því, maður!
Logið er í kirkju kór;
kalla ég það lýti.
Sannur guð ei frægur fór
fjandans til í víti!
Þú bindur þig við bókstafinn,
bliði, kæri vinur!
Afargamall afguð þinn
er nú máttarlinur,
Jesús gaf mér þrek og þor.
Þau orð góð mín sjáið!
Herrann Jesús, hirðir vor,
hefir aldrei dáið.
Það áttu skilja, elskan mín!
ósatt þó börn læri,
sæl mun lifa sálin þín,
séra Friðrik kæri!
í ritningu, elskan mín!
ekki neitt þú botnar.
*2