Ljósið - 15.05.1917, Síða 54
52
LJÖSIÐ
sem brjóta kjarna boðorða drottins vors, er vill, að
menn, sínir frelsingjar, noti bæði mat og drykk. Brauð
og vín var blessað af honum, sem færði oss kjarna boð-
orðanna frá Sínaífjalli. Kjarni tiu boðorðanna er, að vér,
vinir hins sanna manns, elskum guðdóminn á himnum
yfir alla hluti fram og náungann eins og sjálfa oss. Það
er almenningi kunnugt orðið, að menn, sem eru nafn-
kristnir, æðstu valdhafar þjóðanna, brjóta boðorð sanna
mannsins frá Nazaret og hafa ekki nokkura guðlega né
kristilega heimild til að þröngva og kúga almenning til
að halda sín lagaboð, er þeir brjóta sjálfir fyrir vitun-
um á almenningi. Það er ljóst og sannanlegt, að hér í
borginni, Reykjavik, eru vínbannslögin brotin af sum-
um alþingismönnum vorum, líka af sumum heiðruðum
starfsmönnum opinberra stofnana. Þessum lærðu lög-
brotamönnum er hlíft. Þeir eru ekki sektaðir eða settir í
járn og dregnir af launuðum lögreglumönnum í fanga-
klefa. Ég veit, að sumir lögregluþjónar hafa drukkið á-
fengi svo, að fleiri vita en ég, einnig háttvirtir reglu-
boðar. Þessu er ekki bót mælandi. Það er svívirðing
fyrir löggjafarvaldið i heild sinni, að þetta er satt.
Það er ekki rétt, að lærisveinar drottins neiti því, að
Jesús Kristur sé guð, faðir og herra kristinna manna. —
Barnarétturinn er vor, en ekki þræla hins heiðna lög-
gjafa Gyðinga, er leiddi þá á graslausa eyðimörk, þar
sem fólkið dó kvalafulliim dauða. Góður hirðir var ekki
morðinginn Móses! Hann braut sína löggjöf, og bróðir
hans, Aron prestur, lét þrælana ginna sig til að gera
gullkálfinn úr því gulli, er lygarinn Móse laug út úr
rika fólkinu, sem léði gull- og silfurker til veizluhalds-
ins, er landráðamaðurinn, töfravitringurinn Móses, ógn-
aði Faraó konungi með. Mósesar andi var rammheiðinn.
Messiasar andi rétt kristinn. Oss, frelsingjum drottins, ber
að elska þann góða anda, en hata hinn. Það er min
kenning.
Það er mergur guðspjalla vorra, að rétt kendur gleði-
boðskapur drottins, vors heilsugjafara, — hann eigi að út-
skúfa heiðindómi og gyðingdómi. Ný saga á að mynd-