Fréttablaðið - 24.02.2018, Page 74

Fréttablaðið - 24.02.2018, Page 74
Æðislegt karamellupoppkorn. Hvernig væri að poppa í kvöld og betrumbæta það með karamellu? Æðislega gott nasl með sjónvarpinu. 1 bolli smjör 2 bollar púðursykur ½ bolli síróp 1 tsk. salt ½ tsk. matarsódi 1 tsk. vanilludropar 1 full skál af poppkorni Poppið poppkornið eins og venju- lega og setjið í stóra skál. Bræðið smjörið í potti og bætið sykrinum út í og hrærið. Þá er síróp sett saman við og loks salt. Hrærið stöðugt. Látið malla í 4 mínútur án þess að hræra. Takið af hitanum og bætið matarsóda og vanilludropum saman við. Hellið blöndunni yfir poppið og hrærið létt. Setjið poppið á tvær bökunarplötur og inn í 95°C heitan ofn. Hrærið í á fimmtán mínútna fresti en poppið á að vera í ofninum í eina klukkustund. Takið úr ofn- inum og látið kólna áður en poppið er brotið niður í bita. Poppkorn með karamellu Úr myndinni Sami Blood sem sýnd er á Norrænu kvikmyndahátíðinni. Norræna kvikmyndahátíðin Nordic Film Festival stend-ur yfir um helgina og fram á þriðjudag í Norræna húsinu. Á hátíðinni eru sýndar myndir frá Norðurlöndunum og gefst því kjörið tækifæri til að kynna sér hvað er helst á seyði í kvikmynda- gerð frænda okkar og frænka. Meðal mynda á hátíðinni má nefna Sami Blood sem fjallar um samíska stúlku á fjórða ára- tugnum sem stendur frammi fyrir því að þurfa að hafna uppruna sínum til að vera gjaldgeng í sænsku samfélagi. Þá má einn- ig nefna heimildarmyndirnar Craigslist Allstars frá Finnlandi sem fjallar um stefnumótamenn- ingu á netöld og Skyldu þeir koma í nótt? sem fjallar um unglings- stúlku af afgönskum uppruna sem bíður brottvísunar frá Danmörku. Nánari dagskrá hátíðarinnar má finna á heimasíðu Norræna hússins, nordichouse.is. Norræn kvikmyndahátíð hefur verið haldin í Norræna húsinu frá árinu 2012. Markmið hátíðar- innar er að kynna breitt úrval vandaðra kvikmynda, heimildar- mynda og stuttmynda frá Norður- löndunum. Samstarfsaðilar hátíðarinnar eru sendiráð Norðurlandanna á Íslandi, Norðurlönd í fókus og veitingarstaðurinn Aalto Bistro. Frítt er inn á hátíðina. Allar mynd- irnar eru með enskum texta. Frí- miða er hægt að nálgast á tix.is. Frítt inn á norræna kvikmyndahátíð í Norræna húsinu Eggjakökur eru einfaldar í framkvæmd og henta í öll mál. Hér kemur ein ljúffeng úr smiðju matarbloggsins Gulur, rauður, grænn & salt. 400 g forsoðnar kartöflur, skornar í sneiðar 2 msk. ólífuolía 1 rauðlaukur, saxaður 70 g parmaskinka, klippt í litlar sneiðar 100 g spínat Basilbúnt, saxað 200 g plómutómatar, skornir í sneiðar 1 rauð paprika, skorin Fetaostur, hreinn 5 egg 1/2 bolli matreiðslurjómi 2 hvítlauksrif, pressuð 1/2 bolli rifinn parmesan ostur 1/4 bolli rifinn ostur Hitið ofninn í 200°C. Steikið lauk við meðalhita í 3 mín. Bætið par- maskinkunni út í og steikið í aðrar 3 mín. eða þar til skinkan er orðin gyllt. Bætið þá út í spínati og steikið þar til mjúkt. Blandið laukblönd- unni, tómötum, basil og papriku saman. Raðið helmingnum af kartöflunum í ofnfast mót. Hellið laukblöndunni yfir. Dreifið fetaosti yfir. Endurtakið með afganginum af kartöflunum og laukblöndunni. Léttþeytið egg og rjóma saman í skál. Bætið hvítlauk út. Hellið blöndunni yfir ofnfasta mótið. Stráið osti og parmesan yfir. Bakið í 30-35 mín. eða þar til eggin eru full- elduð. Látið standa í 5 mínútur. Eggjakaka með parmaskinku 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 4 . F e B R ÚA R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 2 4 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 1 1 2 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 0 D -6 C 5 8 1 F 0 D -6 B 1 C 1 F 0 D -6 9 E 0 1 F 0 D -6 8 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 1 2 s _ 2 3 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.