Fréttablaðið - 28.03.2018, Síða 4

Fréttablaðið - 28.03.2018, Síða 4
Umboðsaðili Jeep - Þverholti 6 - 270 Mosfellsbær - s. 534 4433 - www.jeep.is www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16 ® ALLT SEM ÞÚ ÞARFT Í JEPPA LITLI BRÓÐIR GRAND CHEROKEE DÍSEL 2.0L 140 HÖ. EÐA 170 HÖ. 9 GÍRA SJÁLFSKIPTING ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF MEÐ 4 DRIFSTILLINGUM VERÐ FRÁ 5.490.000 KR. Select-TerrainTM fjórhjóladrif með 4 drifstillingum, árekstravörn, akgreinaaðstoð, leður/tau áklæði, hiti í stýri og framsætum, hraðastillir, snertiskjár, regnskynjari, LED ljós að framan og aftan,Bluetooth, leðurklætt aðgerðarstýri, varadekk í fullri stærð, 17” álfelgur o.fl. Einnig fáanlegur með 170 hö. bensínvél, sjálfskiptur. Bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. VERÐLÆKKUN Kostnaður og ríkisframlög 925.354.052 kr. kostar að reka sjúkrahúsið Vog en ríkið greiðir 695 milljónir 327.397.855 kr. kostar að reka meðferðarstöðina Vík en ríkið greiðir 219 milljónir 177.989.622 kr. kostar að reka göngudeildir en ríkið greiðir 0 kr. Heilbrigðismál „Það hefur alltaf verið bil og við höfum brúað það með okkar eigin fjáröflunum og sértekjum sem við höfum, en við getum það ekki núna. Þetta er orðið allt of mikið,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ. Samkvæmt nýrri greinargerð SÁÁ sem byggir á endurskoðuðu bók- haldi fyrir árið 2017 fjármagnar ríkið einungis 2/3 af heildarkostn- aði þeirrar starfsemi sem SÁÁ rekur á Vogi, Vík og á göngudeildum. Sam- kvæmt greinargerðinni er heildar- kostnaður við fyrrgreinda starfsemi rúmar 1,43 milljarðar króna. Fram- lag ríkisins nemur hins vegar 914 milljónum króna. Mismunurinn er rúmar 517 milljónir króna. „Þetta er alltaf stigversnandi. Í hruninu var þetta skorið niður mjög groddaralega og fyrstu tvö til þrjú árin þar á eftir. Svo hefur þetta ekkert gengið til baka. Það er alltaf sama upphæðin verðbætt en engu bætt við. Síðan hækkar allt annað,“ segir Arnþór. Hann bendir á að leguplássum fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga fækki sífellt á Landspítalanum. Máli sínu til stuðnings bendir hann á grein eftir Þórarin Tyrfingsson, fyrr- verandi yfirlækni á Vogi, þar sem fram kemur að sjúkrarúm á Land- spítalanum fyrir áfengis- og vímu- efnasjúklinga hafi verið 138 árið 1976, en 20 árið 2015. Sjúklingarnir séu í auknum mæli að leita til SÁÁ. Nú séð staðan þannig að yfir 500 manns séu á biðlista. „Við höfum aldrei séð svona tölu áður.“ Arnþór segir SÁÁ njóta mikils stuðnings á formi einkaframlaga og hið opinbera sé farið að ganga á lagið með það. „Það eru ekki mörg Söfnunarfé nýtist til að byggja upp en ekki til að bjarga ríkinu Framlög ríkisins til sjúkrahúss og göngudeildarþjónustu SÁÁ er rúmum 500 milljónum lægri en kostnaður- inn við að reka þjónustuna. Bilið er brúað með söfnunarfé. SÁÁ vill nota fé úr fjáröflunum til uppbyggingar og nýsköpunar í þjónustu sem skortir í samfélaginu en ekki til að niðurgreiða lögbundna þjónustu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, heimsóttu Vog og Vík í gær og kynntu sér starfsemina. Þau fengu líka upplýsingar um reksturinn. Fréttablaðið/Ernir almannaheillafélög sem njóta jafn mikils stuðnings og hafa jafn mikla velvild. Það er náttúrlega vegna þess að það eru margir sem hafa komið og fengið þjónustu hérna. Það er einhvern veginn eins og ríkið hafi þá gengið á lagið og hugsað, jæja – þetta eru svo miklir safnarar að við bara drögum okkar framlag út úr þessu. Í raun og veru er það það sem gerist.“ Í skýrslunni er bent á að meðan sértekjur og fjáraflanir SÁÁ renni að mestu leyti í niðurgreiðslur á lögbundinni heilbrigðisþjónustu sem veitt hefur verið í áratugi glatist tækifæri til sóknar. Fjáraflanir SÁÁ ætti fremur að nýta til uppbygg- ingar og nýsköpunar í þjónustu sem skortir í samfélaginu. jonhakon@frettabladid.is Það er alltaf sama upphæðin verðbætt en engu bætt við. Síðan hækkar allt annað. Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ sveitarstjórnarmál Sveitarfélög- um landsins fækkar um tvö eftir næstu sveitarstjórnarkosningar og verða þá alls 72. Íbúar Breið- dalshrepps og Fjarðabyggðar sam- þykktu sameiningu sveitarfélag- anna laugardaginn 24. mars og 11. nóvember síðastliðinn hafði verið samþykkt sameining sveitarfélag- anna Garðs og Sandgerðis. Íbúafjöldi í sameinuðu sveitar- félagi Garðs og Sandgerðis verður um 3.200. Íbúar Fjarðabyggðar eftir sameininguna við Breiðdalshrepp verða tæplega 5.000. Árið 1950 voru sveitarfélögin 229 og hefur þeim fækkað í nokkrum skrefum. Árin 1994 til 2006 var mikið um sameiningar og fækkaði sveitarfélögum þá úr 196 í 79 og síðan í 74 með síðustu sameining- um. – jhh Sveitarfélögum fækkar um tvö Dómsmál „Dómurinn var von- brigði og í raun þykir okkur hann ganga gegn gildandi rétti,“ segir Inga Sæland formaður, Flokks fólksins, um dóm sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar var íslenska ríkið sýknað af kröfu ellilífeyrisþega um greiðslu á rúmum 40 þúsund krónum auk vaxta. Forsaga málsins er sú að árið 2016 voru gerð mistök við breytingar á almannatryggingalögum. Vísað var í rangan staflið í einni grein laganna. Samkvæmt orðanna hljóðan var því óheimilt að draga greiðslur frá lífeyrissjóðum við útreikning á elli- lífeyri. Breytingarnar tóku gildi í upp- hafi árs 2017 en mistökin voru leið- rétt afturvirkt þann 1. mars 2017. Krafði konan ríkið um greiðslur samkvæmt lögunum eins og þau voru en ekki líkt og þau urðu síðar meir, eftir að mistökin höfðu verið leiðrétt. Hefði dómurinn fallið sækj- anda í vil hefði ríkið þurft að punga út um fimm milljörðum til annarra lífeyrisþega. „Það kemur á óvart að gildandi réttur sé jafn fótum troðinn og raun ber vitni í dómnum. Lögin voru svona og vilji löggjafans og önnur lögskýringarsjónarmið blikna í s a m a n b u r ð i vi ð gildandi rétt. Svona voru lögin í tvo mánuði og fólk hafði réttmætar væntingar ti l þess að fá greitt samkvæmt þeim,“ segir Inga. „Við munum áfrýja þessum dómi. Ef þetta verður ekki dæmt rétt hérna heima þá munum við leita til Mannréttindadóm- stóls Evrópu. Þetta snýst um ofríki valdhafanna gegn borgurunum í landinu.“ – jóe Munu tæma dómstigin hér heima og leita út ef þess þarf inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Kjaramál Læknafélag Íslands segir það ekki geta staðist að ódýrara sé fyrir heilbrigðisstofnanir að ráða heilsugæslulækna sem verktaka en sem launamenn, þvert á fullyrðing- ar framkvæmdastjóra Heilbrigðis- stofnunar Vesturlands. Vandséð er hvernig sú fullyrðing getur staðist nema læknum séu greiddar verk- takagreiðslur sem eru lægri en sem nemur launum samkvæmt kjara- samningi. Félagið hefur sent Svandísi Svav- arsdóttur heilbrigðisráðherra bréf vegna fullyrðinganna og óskað eftir fundi með ráðherra til að ræða málið. Mikilvægt er að félagið hafi sem gleggsta sýn yfir þá samninga sem tíðkast, umræðan bendi til þess að verið sé að greiða lægra fyrir þessi störf en eðlilegt þykir. Félagið hvetur jafnframt þá lækna sem starfa við verktöku að snúa sér til samtakanna áður en þeir semja við heilbrigðisstofnanir. – gþs Læknafélagið skoðar greiðslur til verktaka 2 8 . m a r s 2 0 1 8 m i ð v i K U D a g U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 2 8 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 5 5 -0 B C 0 1 F 5 5 -0 A 8 4 1 F 5 5 -0 9 4 8 1 F 5 5 -0 8 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 2 7 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.