Fréttablaðið - 28.03.2018, Blaðsíða 10
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Kjartan Hreinn
Njálsson
kjartanh@frettabladid.is
Sama hvert
svar rúss-
neskra
yfirvalda
verður við
aðgerðum og
þrýstingi þá er
það fyrir öllu
að rússneska
þjóðin verði
ekki látin
gjalda fyrir
gjörðir leið-
toga sinna.
Nýskipan fjármálakerfisins stendur fyrir dyrum. Trúlega verða hér aðeins tveir bankar, og jafnvel eitt erlent útibú, ef bönkum verður leyft, eins og
hingað til, að veita alhliða fjármálaþjónustu. Fjármála-
ráðherra verður ráðandi í öðrum bankanum og erlendir
fjármálamenn í hinum. Hætt er við að þetta fákeppnis-
kerfi mótist um of af stjórnmálum í annan endann og
erlendri stjórn í hinn.
Báðir þessir bankar verða svo kerfismikilvægir að þeir
njóta ríkisábyrgðar, jafnvel þótt stjórnmálamenn og
bankastjórar afneiti því meðan vel gengur. Almenningur
verður látinn taka öll vandræði á sig.
Þessum vanda verður að mæta strax.
Tryggja verður sérgreiningu fjármálafyrirtækja, eða
fullnægjandi aðgreiningu ef leyft verður að hafa ólík svið
innan sama fjármálafyrirtækis. Ákvarða verður að meiri-
hluti stjórnarmanna búi á Íslandi. Tryggja verður fjarlægð
frá flokkshagsmunum. Vanda verður ákvæði um eigið fé,
lausafé og þjóðhagsvarúð sem bönkum verður ætlað að
lúta. En einnig verður að girða utan um þessa þætti hvern
um sig: a) innlán og sparnað einstaklinga og fjölskyldna;
b) neytendalán; c) íbúðalán; d) námslán; e) byggðalán;
f) greiðslu- og uppgjörskerfi.
Raunhæfar hömlur verður að setja gegn arðsókn af
öllum þessum síðastnefndum þáttum og gera kröfur um
þjónustu, gæði og starfshætti. Annaðhvort verður að
kveða á um fullkomna aðgreiningu fjármálafyrirtækja,
þannig að sparisjóður sé sér og fjárfestinga- og fyrirtækja-
banki sér og svo framvegis, eða a.m.k. tryggja stjórnunar-,
fjárhags- og áhættuaðgreiningu. Tryggingasjóður spari-
fjár verður að vera sér og tryggingasjóður fjárfesta sér.
Efla ber sjálfstæði Bankasýslu ríkisins og tryggja
fjarlægð frá flokkshagsmunum. Sambærilegt á við um
kosningu bankaráðs Seðlabankans og val í peninga-
stefnunefnd. Styrkja verður Fjármálaeftirlitið, herða tök
þess og fjölga heimiluðum aðgerðum. Ákvarða verður
um hlutverk Samkeppniseftirlits og Neytendastofu.
– En auðvitað hrópar það á alla að það vantar spari-
sjóð, án arðsóknar, sem hafi allt landið að starfssvæði og
einbeiti sér að því að þjóna heiðarlegu fólki á heiðarlegan
hátt.
Nýtt bankakerfi
Hætt er við
að þetta fá-
keppniskerfi
mótist um of
af stjórnmál-
um í annan
endann og er-
lendri stjórn í
hinn.
Jón Sigurðsson
fv. skólastjóri
Segðu bless við sköfuna og hitaðu bílinn
með Webasto bílahitara – Webasto bílahitari
-8°
-6°
-7°
0_StH_ANZ_Snow_99,3x99,5_Island.indd 4 27.10.17 14:2
21° Tilfinning
BÍLASMIÐURINN HF
BÍLDSHÖFÐA 16
SÍMI: 567-2330
www.bilasmidurinn.is • bilasmidurinn@bilasmidurinn.is
Taugaeitursárásin í Salisbury fyrr í þessum mánuði var ekki aðeins til-ræði við fyrrverandi gagnnjósnara Breta hjá rússnesku alríkislögreglunni (FSB), heldur ósvífin og fordæmalaus árás gegn íbúum Evrópu. Tæplega
fjörutíu manns urðu fyrir barðinu á Novichok-
taugaeitrinu þegar því var sleppt í hjarta smá-
bæjarins. Eitrið er, samkvæmt rússneskum vís-
indamönnum, það banvænasta sem þróað hefur
verið, og var það framleitt í tonnavís á seinni hluta
síðustu aldar í Sovétríkjunum.
Leiðtogar Evrópusambandsins tóku undir með
breskum yfirvöldum að afar líklegt væri að árásin
væri á ábyrgð stjórnvalda í Rússlandi, og í gær
voru 140 rússneskir útsendarar og diplómatar, í 25
löndum, gerðir brottrækir.
Voðaverkið í Salisbury er auðvitað ekki það
eina sem skiptir máli í þessum efnum. Hafa ber
í huga ólöglega innlimun Krímskaga í Rússland,
tilraunir til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í
Bandaríkjunum árið 2016, umfangsmiklar og ríkis-
studdar tölvuárásir, að ógleymdu banatilræðinu
við Alexander Lítvínenko, fyrrverandi starfsmann
FSB og breskan ríkisborgara, árið 2006 þar sem
stórhættulegt geislavirkt efni var notað (pólóníum
210).
Fyrir utan þessar árásir á fullveldi ríkja, eins og
Úkraínu og Georgíu, og tilraunir til að grafa undan
trausti stofnana á Vesturlöndum, ásamt aðgerðum
til að raska hinu lýðræðislega ferli sem myndar
grundvöll samfélags okkar, þá hafa rússnesk yfir-
völd orðið uppvís að kerfisbundnum mannrétt-
indabrotum sem eru allt of mörg til að tíunda hér.
Vonandi er sú linkind sem þjóðarleiðtogar hafa
sýnt rússneskum yfirvöldum á enda. Brottrekstur
140 diplómata er öflugt svar og sömuleiðis eru við-
brögð íslenskra yfirvalda yfirveguð, viðeigandi og
umfram allt uppbyggileg þar sem áhersla er lögð
á að halda samskiptaleiðum milli Rússlands og
Íslands opnum.
Sama hvert svar rússneskra yfirvalda verður
við aðgerðum og þrýstingi þá er það fyrir öllu
að rússneska þjóðin verði ekki látin gjalda fyrir
gjörðir leiðtoga sinna. Michael Nevin, sendiherra
Bretlands á Íslandi, komst svona að orði í Frétta-
blaðinu í gær:
„Við eigum ekkert sökótt við rússnesku þjóð-
ina, sem getur verið stolt af afrekum sínum […]
En við deilum öll skyldu til að andæfa metnaði
ráðamanna í Kreml til að kljúfa og veikja alþjóða-
samfélagið. Í hvert sinn sem rússneska ríkiskerfið
brýtur alþjóðalög, eflist hættan sem af því stafar.“
Tímabærar
aðgerðir
Vilja á HM
Í mótmælaskyni við aðgerðir
Rússa í Bretlandi munu íslenskir
ráðamenn horfa á heimsmeist-
aramótið í knattspyrnu í imba-
kassanum. Þetta var tilkynnt í
fyrradag. Hálf broslegt var að
fylgjast með utanríkisráðherra
gera grein fyrir aðgerðunum.
Sagði hann meðal annars að
svona yrði þetta að óbreyttu
máli. Líkt og við var að búast
brugðust Rússar ókvæða við
enda viðbrögð Íslendinga algjör-
lega úr hófi fram. Grey Rússarnir
þurfa núna sjálfir að sjá um að
sporðrenna sínum kavíar og
vodka. Þá Guðna og Gulla lang-
aði hvort sem er ekki neitt að
fara á þetta asnalega HM.
Álagið
Það að vera þingmaður er tíma-
frekt og oft á tíðum vanþakklátt
starf. Sem betur fer geta þing-
menn þó huggað sig við það að
hlunnindin og fríin eru yfirleitt
ágæt. Þingmenn eru núna komn-
ir í tveggja vikna páskafrí og í
maí bíður þeirra tveggja vikna
frí vegna sveitarstjórnakosninga
sem fram undan eru. Fundað
er viku inn í júní en þá tekur
við þriggja mánaða sumarfrí
sem þó er styttra í ár en fyrri ár.
Ástæðan er hátíðarfundur vegna
fullveldisafmælis en sá fundur
er um miðjan júlí. Vonandi er að
það komi ekki í veg fyrir að þeir
geti slakað örlítið á og haft það
náðugt.
joli@frettabladid.is
2 8 . m a r s 2 0 1 8 m I Ð V I K U D a G U r10 s K o Ð U n ∙ F r É T T a B L a Ð I Ð
SKOÐUN
2
8
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:3
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
5
5
-2
E
5
0
1
F
5
5
-2
D
1
4
1
F
5
5
-2
B
D
8
1
F
5
5
-2
A
9
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
6
4
s
_
2
7
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K