Fréttablaðið - 28.03.2018, Qupperneq 11
Því er krafan vegna net-
viðskipta einfaldlega sú að
tryggt verði að greiddur verði
virðisaukaskattur af öllum
vörum sem keyptar eru í
formi netviðskipta til lands-
ins, nema af þeim vörum
sem óumdeilanlega eru
undanþegnar skattskyldu.
Lítið framboð er á nýju hús-næði í Reykjavík. Um það er ekki lengur deilt. Það litla
sem hefur verið byggt á síðustu
árum eru fyrst og fremst lúxus-
íbúðir fyrir efnameira fólk. Við sem
skipum sæti D-listans í Reykjavík
viljum breyta þessu með því að
leyfa íbúðarbyggð á hagstæðum
og eftirsóttum stöðum í borginni.
Nýi Vesturbærinn
verður að veruleika
Við viljum leyfa byggingu hag-
stæðra íbúða við Örfirisey hjá
Grandanum við gömlu höfnina.
Í dag er engin íbúð leyfð en því
viljum við breyta. Þar munum við
byggja 1.000 íbúðir í fyrsta áfanga
og leggja áherslu á minni einingar,
frá 40 m2 með spennandi sam-
eiginlegri aðstöðu. Lausnir sem
þessar eru þekktar í London og
Stokkhólmi svo dæmi séu tekin,
en sárvantar hérlendis.
Íbúðirnar munu henta mjög vel
fyrir þá sem eru að gera sín fyrstu
kaup, en einnig þeim sem vilja
minnka við sig og vera í göngufæri
við miðborgina. Ætla má að þeir
sem byggju í Nýja Vesturbænum
myndu þurfa að nota bíl í minni
mæli. Til lengri tíma er unnt að
byggja upp 10.000 manna byggð í
Nýja Vesturbænum en þá þarf að
ráðast í vegtengingu við Sæbraut.
Byggðalega séð er mikilvægt að
bregðast við þeirri alvarlegu stöðu
sem miðborgin er komin í. Heil
9% íbúafækkun hefur verið þar
síðustu fimm árin. Airbnb og afar
hátt fasteignaverð hefur gert það
að verkum að margir hafa þurft
að flytja annað. Við viljum stöðva
þessa öfugþróun og gefa Reykvík-
ingum val með Nýja Vesturbænum.
Keldur
Keldnalandið liggur á besta stað
skammt frá Grafarvogi. Þangað er
kjörið að flytja stofnanir og fyrir-
tæki. Landið þar rúmar jafnframt
myndarlega íbúðarbyggð. Hvoru
tveggja myndi styrkja austurhluta
borgarinnar til muna. Í dag er of
stór hluti starfa í miðborginni og
umferðin öll í sömu átt eins og
þekkt er orðið.
Líklegt má telja að framtíðar-
svæði fyrir uppbyggingu sjúkrahúss
sé best komið í Keldnalandinu. Í
dag eru engin áform um að byggja
á Keldum. Við viljum breyta því
strax að loknum kosningum, semja
við ríkið og leyfa uppbyggingu með
breytingu á aðalskipulagi Reykja-
víkur.
Við viljum hlúa að austurhluta
borgarinnar með öflugri uppbygg-
ingu. Samhliða þessu munum við
fara í átak í samgöngumálum. Við
munum segja upp samkomulagi
um framkvæmdastopp við ríkið.
Leyfa og taka í notkun tafalaus
gatnamót. Og fækka þannig hættu-
legum ljósastýrðum gatnamótum
sem auka tafatímann í umferðinni.
Uppbygging á Keldum og mark-
vissar samgöngubætur munu gera
borgina betri fyrir okkur öll. Lítum
björtum augum á framtíðina og
förum saman í jákvæða og öfluga
uppbyggingu. Reykjavík á betra
skilið.
Nýi Vesturbærinn
og Keldur
Eyþór Arnalds
í 1. sæti D-listans
í Reykjavík
Janúar 2018. Varlega ber ég hálf-uppþornaða jólatréshræið eftir gangi íbúðarinnar í heiðarlegri
tilraun til að rekast ekki í allt of
mörg húsgögn. Það gengur illa.
Gangurinn er eins og skógarstígur.
Treð trénu fram á sameiginlega
ganginn, inn í lyftuna, niður í bíla-
kjallarann. Tylli trénu við bílinn.
Sný mér við og virði fyrir mér langa
slóð fölnaðs barrs og affallinna trjá-
greina.
Ég er ekki subbukall og kæri mig
ekki um illt umtal nágranna. Sér-
staklega þar sem vegsummerkin
eru með þeim hætti að sökin væri
augljós. Ég fer upp, næ í kúst og fæjó
(kúst og fæjó) ásamt litlum plast-
poka og fjarlægi vegsummerkin.
Reyni að klóra barrið upp úr gólf-
teppinu á stigaganginum áður en ég
ákveð að kannski, kannski sé ryk-
sugan málið. Næ í hana, held lyft-
unni opinni og ryksuga hana líka.
Tréð kemst ekki í skottið á
Focusnum. Ég þarf að taka út barna-
bílstólinn og leggja niður sætin.
Þannig kemst það. Barrinu rignir
yfir innviði bílsins. Ég keyri af stað.
Lyktin er þó í það minnsta sæmileg.
Ég keyri á Sorpu. Leiðin er 4
kílómetrar. Líkt og þúsundir Reyk-
víkinga keyri ég á Sorpu með upp-
þornaða jólatréð mitt. Fleygi því í
risastóra hrúgu dauðra jólatrjáa.
Gramsa svo í bílnum í heiðarlegri
tilraun til að sópa upp hinar fjöl-
mörgu leifar af trénu, reyni að koma
þeim í stóru hrúguna en þær fjúka
bara út eftir planinu.
Keyri svo heim. Ryksuga bílinn
að innan. Það er alltaf skemmti-
legt. Ryksuga loks íbúðina. Og þá
er ég búinn.
Einu sinni gátu Reykvíkingar sett
tréð út á lóðarmörk og það var sótt.
Satt að segja virkaði það þægilegra,
skilvirkara og umhverfisvænna en
núverandi fyrirkomulag. Eigum
við ekki bara að fara að gera þetta
aftur?
Sækjum árans jólatrén
facebook.com/slodavinir
Við snúum við!
www.slodavinir.is
Þó snjór sé enn til fjalla og frost í jörðu er þíða víða á
láglendi og jörð viðkvæm. Þess vegna hvetjum við öku-
menn jeppa, fjórhjóla og vélhjóla og annarra ökutækja
að sýna ríka aðgæslu þegar ferðast er um vegi og
slóðir lands ins nú þegar vorið lætur sjá sig.
Ef burðarlag vegar eða slóða er of blautt til að
bera ökutækið, þá er aðeins einn kostur í boði:
Að snúa við.
Ferða- og útivistarfélagið Slóðavinir
Tréð kemst ekki í skottið á
Focusnum. Ég þarf að taka
út barnabílstólinn og leggja
niður sætin. Þannig kemst
það. Barrinu rignir yfir inn-
viði bílsins. Ég keyri af stað.
Lyktin er þó í það minnsta
sæmileg.
Pawel
Bartoszek
í 2. sæti á lista
Viðreisnar í
Reykjavík
Við viljum hlúa að austur-
hluta borgarinnar með
öflugri uppbyggingu. Sam-
hliða þessu munum við fara í
átak í samgöngumálum.
Á Íslandi jafnt sem annars stað-ar vex netverslun nú hröðum skrefum. Sífellt stærri hópur
neytenda kýs að haga viðskiptum
sínum með þessum hætti, ekki síst
yngra fólkið, s.k. aldamótakynslóð
(e. Millennials eða Generation Y).
Þessi þróun mun ekkert gera nema
halda áfram á næstunni, aðeins á
mun meiri hraða en hingað til.
Nýjar áskoranir fyrir alla
Breytingar sem þessar hafa í för
með sér nýjar áskoranir fyrir versl-
unar- og þjónustufyrirtæki. Sam-
keppnin tekur á sig nýjar myndir, en
í netverslun er samkeppnin fyrst og
fremst alþjóðleg og þannig þvert á
landamæri ríkja. Þó að samkeppnin
sé alþjóðleg er engu að síður mikil-
vægt að allir aðilar á markaði, standi
jafnt að vígi, hvar sem þeir eru stað-
settir í heiminum.
Þessar breytingar hafa nefnilega
ekki aðeins í för með sér áskoranir
fyrir fyrirtækin sem keppa á þessum
markaði. Áskorunin er ekki síðri
fyrir tollayfirvöld, en þeim ber
að tryggja að greidd séu lögboðin
gjöld af viðskiptum sem fara fram
með þessum hætti og þannig stuðla
að heilbrigðri samkeppni hvað inn-
heimtu gjalda varðar.
Netverslun eykst
hröðum skrefum
Á sl. ári voru um 550.000 sendingar
til einstaklinga sem keypt höfðu
vöru í netviðskiptum tollafgreiddar
hér á landi. Var þar um 60% aukn-
ingu að ræða frá árinu 2016 og
óhætt er að fullyrða að þessi tala
fer hækkandi með hverju ári. Sam-
kvæmt lögum eru eingöngu send-
ingar sem eru annað hvort gjafir
eða þar sem verðmæti innihaldsins
er 2.000 kónur eða minna undan-
þegnar virðisaukaskatti.
Eins og staðan er núna má full-
yrða að stór hluti sendinga komi
til landsins án þess að greidd séu
af þeim lögboðin opinber gjöld,
fyrst og fremst virðisaukaskattur.
Ríkissjóður verður þar með af veru-
legum skatttekjum, sem miðað við
umfangið hljóta að nema hundr-
uðum milljóna króna. Þess utan
er póstþjónusta í Kína, þaðan sem
stærstur hluti þessara sendinga
kemur, niðurgreidd af stjórnvöldum
þar í landi sem augljóslega vegur
þungt í alþjóðlegri samkeppni.
Allir sitji við sama borð
Eins og öllum má ljóst vera er sam-
keppnisstaða íslenskrar netversl-
unar mjög þröng við þær aðstæður
sem hér er lýst, svo ekki sé fastar
kveðið að orði. Aftur á móti er sam-
keppni mikilvægur hlekkur í að
efla innlenda starfsemi og stuðla að
framþróun á þeim mörkuðum þar
sem samkeppni ríkir. Hins vegar er
mikilvægt að tryggja að aðilar sitji
við sama borð er viðkemur opinber-
um kröfum og samspil við leikreglur
á samkeppnismarkaði. Því er krafan
vegna netviðskipta einfaldlega sú að
tryggt verði að greiddur verði virðis-
aukaskattur af öllum vörum sem
keyptar eru í formi netviðskipta til
landsins, nema af þeim vörum sem
óumdeilanlega eru undanþegnar
skattskyldu.
Þar sem hér fara saman hags-
munir hins opinbera og hagsmunir
íslenskrar verslunar, er þetta svo
sjálfsagt mál, að það ætti ekki einu
sinni að þurfa að nefna það.
Samkeppnisstaða
íslenskrar netverslunar
Andrés
Magnússon
framkvæmda-
stjóri Samtaka
verslunar og
þjónustu
S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 11M i ð V i k u D A G u R 2 8 . M A R S 2 0 1 8
2
8
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:3
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
5
5
-1
F
8
0
1
F
5
5
-1
E
4
4
1
F
5
5
-1
D
0
8
1
F
5
5
-1
B
C
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
6
4
s
_
2
7
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K