Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.03.2018, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 28.03.2018, Qupperneq 24
Verðmætin sem tækni-fyrirtækið Marel skapar verða í aukn-um mæli til í hug-búnaðarhluta fyrir-tækisins, að sögn Hjalta Þórarinssonar, framkvæmda- stjóra Marel Innova, sem framleiðir samnefndan hugbúnað fyrir stærstu matvælavinnslur heims. „Einn viðskiptavinur okkar lýsti því svo að hann gerði ráð fyrir að 75 prósent af verðmætunum komi til vegna hugbúnaðarins en 25 prósent vegna vélbúnaðar í framleiðslu- línum. Það er ólíkt því sem áður var. Sérstaða Marels hefur ávallt falist í vélbúnaðinum en við getum náð forskoti – og breytt um leið hvernig matvælageirinn virkar – í hugbúnaðinum,“ segir Hjalti í við- tali við Markaðinn. Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, sagði í viðtali við Viðskipta- blaðið í febrúar í fyrra að félagið væri í auknum mæli að verða hug- búnaðarhús. „Áherslan síðustu tuttugu árin hefur verið lögð á að ná fram hagræði í verksmiðjunum. Áherslan næstu tuttugu árin verður á hagræðingu á skrifstofunni,“ sagði forstjórinn. Hjalti tekur undir þetta. „Það kom mér á óvart þegar ég flutti aftur til Íslands síðasta haust að Marel væri ekki þekkt hér á landi sem hug- búnaðarfyrirtæki. Ég held það séu ekki margir sem geri sér grein fyrir því að innan Marels er 170 manna geysisterkt hugbúnaðarteymi sem býr til mikil verðmæti og er í örum vexti. Ég myndi telja að Innova sé eitt af merkilegri hugbúnaðarþró- unarverkefnum í heiminum í dag,“ nefnir Hjalti. Hann tók við starfi framkvæmda- stjóra Innova síðasta haust eftir að hafa starfað í yfir 11 ár hjá tækni- risanum Microsoft í Seattle, þar sem hann leiddi meðal annars við- skiptaþróun fyrirtækisins á sviði gervigreindar. Hann stofnaði á námsárum sínum rétt fyrir síðustu aldamót Dímon hugbúnaðarhús ásamt Georg Lúðvíkssyni, sem stýrir nú Meniga, og Guðmundi Hafsteinssyni, sem leiðir vöru- þróun hjá Google Assistant, og var framkvæmdastjóri fyrirtækisins til ársins 2004. Marel hefur um nokkurt skeið verið í fararbroddi á heimsvísu í þróun hátæknibúnaðar sem not- aður er til vinnslu á kjöti, kjúklingi og fiski, allt frá slátrun til pökkunar. Á undanförnum árum hefur félagið lagt aukna áherslu á Innova-hug- búnaðinn. Með honum getur starfs- fólk verksmiðja stýrt vinnsluferlinu eftir upplýsingum sem kerfið aflar í rauntíma. Gerir hugbúnaðurinn starfsfólkinu þannig kleift að haga framleiðslunni á sem hagkvæmast- an máta og jafnframt að bregðast skjótt við vandamálum sem kunna að koma upp. Er talið að hvert pró- sentustig í bættri nýtingu geti árlega skilað milljónum dala í stórum verksmiðjum. Verkefnið að bæta framleiðni „Verkefni okkar,“ útskýrir Hjalti, „er að bæta framleiðni hjá matvæla- framleiðendum og tryggja rekjan- leika og gæði þeirra vara sem þeir framleiða. Þetta gerum við með því að tengja hugbúnað okkar við tugi ef ekki hundruð tækja á framleiðslu- gólfinu. Hugbúnaðurinn greinir, myndar, vigtar og verkar vöruna, hvort sem það er kjöt, kjúklingur eða fiskur, af nákvæmni og gerir þannig framleiðendum kleift að safna saman og greina gögn úr hverju skrefi framleiðslunnar. Hug- búnaðurinn tengist líka hlutum út fyrir verksmiðjuna, til dæmis skip- um, kjúklingabúum eða kjötverk- smiðjum, og getur þannig tryggt rekjanleika allt frá uppruna.“ Hjalti útskýrir að þó svo að Marel sé hvað þekktast fyrir vélbúnað, sem notaður er á öllum stigum framleiðslulínunnar, þá hafi fyrir- tækið ávallt framleitt hugbúnað. „Það var hugbúnaður í fyrstu vog- unum sem tryggði að þær gæfu rétt gildi úti á ólgusjó. En frá árinu 1994 hefur Marel séð sér hag í því að tengja saman alla framleiðslu- línuna þannig að hægt sé að ná fram meiri hagkvæmni og rekjan- leika. Það ár – mörgum árum áður en fólk fór að tala um hlutanetið (e. Internet of Things) – tengdi fyrir- tækið saman 150 tæki í verksmiðju í Suður-Afríku. Það er það sem við gerum. Við tengjum saman tæki í verksmiðjum og veitum þannig framleiðendum heildaryfirsýn yfir framleiðslulínuna. Það hjálpar þeim að tryggja að vigtin sé rétt, nýting hráefnisins hámörkuð og gæðin góð í öllu ferlinu. Í dag má finna hugbúnað okkar í um tvö þúsund verksmiðjum um allan heim. Allir stærstu mat- vælaframleiðendur heimsins eru í viðskiptum við okkur. Vöxturinn hefur verið gríðarlegur og starfa nú um 170 manns við sölu, þjónustu og þróun hjá okkur. Við stefnum að því að tvöfalda starfsmannafjöldann í hugbúnaðarþróun á þessu ári. Við ætlum að sækja fram af krafti. Þörfin í matvælageiranum á þjónustu eins og Marel Innova getur boðið upp á, það er að tengja saman vélbúnað og hugbúnað, er mikil. Bæði hafa kröfur neytenda og stjórnvalda til rekjanleika og gæða vara aukist verulega og þá finna framleiðendur þörf fyrir að geta framleitt með sem minnstum tilkostnaði. Ef við getum aðstoðað viðskiptavini okkar við að ná fram meiri hagkvæmni gætum við þann- ig haft veruleg áhrif á heimshag- kerfið.“ Segir tækifærið einstakt Aðspurður segir Hjalti sóknar- færi Innova tvíþætt. „Annars vegar felast þau í því að veita viðskipta- vinum okkar meiri innsýn í fram- leiðsluna. Við hyggjumst fjárfesta verulega á þessu ári í gervigreind, skýjaþjónustu og vélrænu gagna- námi (e. machine learning) þannig að viðskiptavinir okkar geti fengið betri innsýn í gögnin og að þeir skilji betur hvað það er í fram- leiðsluferlinu sem hefur áhrif á gæði vörunnar. Mörg framleiðslufyrirtæki, sér í lagi í fiskiðnaðinum, þurfa að bregð- ast hratt við breyttum aðstæðum. Þau fá kannski inn pantanir á fyrsta degi, framleiða á öðrum degi og afhenda vöruna á þriðja degi. Þeirra viðskiptavinir vilja margir breyta pöntunum sínum á öðrum degi og það getur skapað mikinn vanda og aukið kostnað fyrirtækjanna. Eins getur veðrið breyst frá degi til dags og verð lækkað á mörkuðum, svo dæmi séu tekin. Allt þetta getur leitt til þess að pantanir breytast. Búnaðurinn í tvö þúsund verksmiðjum Framkvæmdastjóri Marel Innova segir félagið hafa tækifæri til þess að komast í stöðu sem ekkert annað félag er í til þess að hafa raun- veruleg áhrif á gæði og framleiðslukostnað matvæla í heiminum. Verðmætin sem Marel skapar verði í meiri mæli til í hugbúnaðarhluta félagsins. Samkeppnisforskot felist í mannauðinum hér á landi enda hafi Íslendingar mikla þekkingu á matvælageiranum og fiski. Hjalti Þórarinsson tók við starfi framkvæmdastjóri Marel Innova síðasta haust eftir að hafa starfað í yfir áratug hjá Microsoft í Bandaríkjunum þar sem hann leiddi meðal annars viðskiptaþróun tækni- risans á sviði gervigreindar. Hann segir tækifæri Innova einstakt til að hafa raunveruleg áhrif á gæði og framleiðslukostnað matvæla í heiminum. Sóknarfærin séu fjölmörg. FréttaBlaðIð/anton BrInk Kristinn Ingi Jónsson kristinningi@frettabladid.is Sérstaða Marels hefur ávallt falist í vélbúnaðinum en við getum náð forskoti – og breytt um leið hvernig matvælageirinn virkar – í hugbúnaðinum. 2 8 . m a r s 2 0 1 8 m I Ð V I K U D a G U r6 Markaðurinn 2 8 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 5 5 -3 D 2 0 1 F 5 5 -3 B E 4 1 F 5 5 -3 A A 8 1 F 5 5 -3 9 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 6 4 s _ 2 7 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.