Fréttablaðið - 28.03.2018, Blaðsíða 41
Vöktun alla leið
með Vodafone IoT
Með því að tengja hugbúnaðinn
betur út fyrir verksmiðjuna og út í
virðiskeðjuna í báðar áttir, til dæmis
inn í verslanir, við flutningafyrir-
tæki eða upprunann á hráefninu,
þá getum við spáð með nákvæm-
ari hætti fyrir um það hvað muni
breytast á degi tvö. Með þeim hætti
getum við hjálpað viðskiptavinum
við að finna út hvernig þeir ættu að
haga framleiðslunni með tilliti til
breyttra aðstæðna.
Hitt sóknarfærið felst í því að
færast nær viðskiptavinum í mat-
vöruverslunum og veita þeim upp-
lýsingar um gæði vöru þegar þeir
skanna strikamerki hennar í sím-
anum sínum. Við vitum hvaðan
varan kom og hvernig hún hefur
verið unnin og eins höfum við upp-
lýsingar um hvað þúsundir manna,
sem hafa keypt sömu vöru frá sama
uppruna, hafa gefið vörunni í ein-
kunn.
Ég starfaði hjá Microsoft í ell-
efu ár, meðal annars við Xbox og
Microsoft, áður en ég tók til starfa
hjá Marel. Síðustu tvö árin vann ég
með stórfyrirtækjum um allan heim
þar sem við vorum að reyna að nýta
gervigreind til þess að búa til virðis-
skapandi vörur.
Ég hóf störf hjá Marel síðasta
haust og áttaði mig þá á því hvað
tækifærið er einstakt. Það eru afar
fá fyrirtæki sem hafa svo mikla inn-
sýn í gögn sem hægt er að breyta í
verðmæti. Við búum yfir ógrynni af
gögnum um matvælaframleiðsluna
á heimsvísu og þegar við getum
tengt hugbúnaðinn út fyrir verk-
smiðjur komumst við í stöðu sem
enginn annar er í til þess að hafa
raunveruleg áhrif á gæði og fram-
leiðslukostnað matvæla.“
Kerfið þarf að vera öruggt
Verkefni Marel Innova eru eins mis-
munandi og þau eru mörg. Hjalti
segir að stærstu viðskiptavinirnir
eigi tugi verksmiðja og þá sé það
verkefni Innova að veita fyrirtækj-
unum yfirsýn yfir framleiðsluna í
öllum verksmiðjunum. „Auðvitað
skiptir það miklu máli að vélarnar
séu í góðu standi en það er ekki
síður mikilvægt að hugbúnaðurinn
geti haldið utan um allt framleiðslu-
ferlið, sem getur verið afar umfangs-
mikið hjá stærstu framleiðend-
unum.“
Hann segir að fyrirtækið sé að
miklu leyti að leysa flóknari vanda-
mál í gagnagreiningu en gert er í
bönkunum. „Við erum að vinna
með margfalt magn þeirra gagna
sem flæða inn í bankana á hverjum
degi. Umfangið hjá okkur gerir það
að verkum að kerfið þarf að vera
fyllilega öruggt. Kerfið má ekki
hætta að virka ef einhver vandi
kemur upp. Það þýðir ekkert. Í raun
þurfum við að setja kerfið upp líkt
og um bankakerfi væri að ræða, þar
sem við tryggjum að hver einasta
færsla er skráð og að kerfið fari ekki
á hliðina þótt það komi upp einhver
vandamál.“
Innova starfar – líkt og Marel – um
allan heim. Hjalti segir að aðeins
lítill hluti tekna komi frá Íslandi,
eða um eitt prósent veltunnar.
„Við eigum í viðskiptum í flestum
löndum heims þar sem finna má
einhverja hátæknimatvælafram-
leiðslu. Við höfum sett upp hugbún-
aðarkerfið okkar í um tvö þúsund
verksmiðjum. Þær voru um 1.800
talsins á síðasta ári þannig að segja
má að við séum að bæta við okkur
allt að einni verksmiðju á dag. Við
vinnum náið með viðskiptavin-
unum, hjálpum þeim að setja upp
kerfið og ráðleggjum þeim hvernig
þeir geti hámarkað framleiðnina.“
Sum lönd eftir á í tækninni
Flestir viðskiptavinir Marel Innova
eru í Evrópu og Bandaríkjunum en
félagið hefur auk þess haslað sér
völl í öðrum heimsálfum og einn-
ig í meira framandi löndum, líkt og
í Namibíu, Úrúgvæ og Brasilíu. „Í
Suður-Ameríku og Asíu eru mikil
tækifæri. Framleiðendurnir þar
eru aðeins eftir á í hátækni- og hug-
búnaðarvæðingunni. Um leið og
þeir fara að fjárfesta af meiri mæli
í sjálfvirkni og tækni skapast mikil
vaxtartækifæri. Í þessum heimsálf-
um felst verkefnið okkar aðallega
í því að aðstoða matvælaframleið-
endur við að tileinka sér tæknina á
meðan hlutverk okkar í Bandaríkj-
unum og Evrópu snýr meira að því
að gera verksmiðjur, sem búa þegar
við nútímatækni, hagkvæmari.
Sem dæmi geta verkefni okkar í
Suður-Ameríku falist í einföldum
hlutum á borð við að mæla hita-
stig og halda utan um það sem fer
í gegnum verksmiðjur. Á sama tíma
vinnum við að því í Bandaríkjunum
að tengja saman fjöldann allan af
matvinnsluvélum í tugum flókinna
verksmiðja.“
Viðskiptavinir Innova séu þannig
afar mislangt á veg komnir í tækni-
væðingunni. Hjalti segir þó ávinn-
inginn af tækninni það mikinn að
á endanum verði framleiðendur
að stíga markviss skref í þá átt.
Auk þess geri stjórnvöld í mörgum
ríkjum, sér í lagi í Evrópuríkjum og
Bandaríkjunum, strangar kröfur til
rekjanleika og gæða matvæla. „Ef
framleiðendur vilja selja vörur inn
á markaði þessara ríkja verða þeir
að uppfylla þessar kröfur. Hug-
búnaðurinn okkar getur hjálpað
þeim að lækka þröskuldinn. Til þess
að bregðast við ströngum kröfum
neytenda og stjórnvalda hefur lausn
margra minni matvælaframleiðenda
falist í því að vera yfirteknir af stærri
framleiðendum til þess að ná fram
stærðarhagkvæmni. En með okkar
hugbúnaði geta þessi fyrirtæki náð
fram hagkvæmni án þess að vera
seld til stærri fyrirtækja og missa
þannig sérstöðuna sem felst í því að
vera „lókal“-framleiðandi.“
Mannauðurinn veitir forskot
Hjalti nefnir að Marel hafi ákveðið
samkeppnisforskot þegar komi
að mannauði, enda eigi fyrirtækið
auðvelt með að ráða til sín hæfi-
leikaríkt fólk sem hefur þekk-
ingu á matvælageiranum. Það sé
ólíkt mörgum tæknifyrirtækjum,
til dæmis í Kísildalnum, þar sem
starfsfólk þekkir lítið til geirans.
„Hér á landi þekkir fólk sjávarútveg
og matvælageirann. Það hefur alist
upp við sjóinn og skilur hvað það
er erfitt að ná í afurðina og vinna
hana. Auk þess hafa margir hér á
landi starfað í bönkum við að greina
gögn. Þekkingin er því tvímælalaust
fyrir hendi.“
Spurður um samkeppnina á
mörkuðum svarar Hjalti því til að
hún sé hörð en að Innova sé að
mörgu leyti í einstakri stöðu. „Það
sem mörg hugbúnaðarfyrirtæki,
sem fara inn á markaðinn, skortir er
að þau hafa ekki þessa tengingu við
framleiðslutækin eins og við. Og það
sama má segja um vélbúnaðarfram-
leiðendurna sem eru í samkeppni
við Marel. Þeir búa ekki við eins
sterka hugbúnaðardeild og Marel.
Það er þessi samblanda af vélbún-
aði og hugbúnaði sem veitir Marel
og Innova einstakt samkeppnisfor-
skot. Við ætlum okkur að nýta það.“
Auk þess nefnir Hjalti að afar fáir,
ef nokkrir, keppinautar Innova hafa
starfað við hlutanetið allt frá árinu
1994.
Halda utan um alla kjötframleiðslu í Úrúgvæ
Viðskiptavinir Innova eru ekki
aðeins matvælaframleiðendur.
Sem dæmi starfar fyrirtækið
með stjórnvöldum í Úrúgvæ. „Við
hjálpum stjórnvöldum þar í landi
við að halda utan um alla kjöt-
framleiðslu í landinu,“ segir Hjalti.
„Við vinnum þá með hverjum
og einum framleiðanda og
tryggjum að gögnin frá þeim skili
sér með réttum hætti til stjórn-
valda. Kjöt er gríðarlega verðmæt
útflutningsvara í Úrúgvæ og
skiptir því miklu máli að úrúg-
væsk stjórnvöld geti sýnt fram
á rekjanleika kjötsins. Nýverið
sömdu þau um útflutning til Kína,
en stór ástæða þess að samningar
náðust var að rekjanleiki kjötsins
er, þökk sé Innova-hugbúnað-
inum, mun meiri en í mörgum
öðrum ríkjum.“
Hér á landi þekkir
fólk sjávarútveg og
matvælageirann. Það hefur
alist upp við sjóinn og skilur
hvað það er erfitt að ná í
afurðina og vinna hana.
markaðurinn 9M I Ð V I K U D A G U R 2 8 . M A R s 2 0 1 8
2
8
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:3
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
5
5
-3
D
2
0
1
F
5
5
-3
B
E
4
1
F
5
5
-3
A
A
8
1
F
5
5
-3
9
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
6
4
s
_
2
7
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K