Fréttablaðið - 09.04.2018, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.04.2018, Blaðsíða 16
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Réttirnir eru allir mjög ein-faldir og þægilegt að elda þá. Hins vegar eru þeir mjög góðir og henta fyrir alla. Lambið svíkur ekki en meðlætið getur auðvitað verið eins og hverjum og einum finnst best. Aspas með parmaskinku Hér er æðislegur forréttur með aspas og þurrskinku. Berið gjarnan fram niðursoðnar perur með réttinum. 10 aspasstönglar 5 sneiðar af parmaskinku eða serrano Jómfrúrolía pipar Niðursoðnar perur Stillið bakarofninn á 200°C. Skerið hverja sneið af skinku til helminga og rúllið í kringum aspasinn. Leggið í eldfast mót, vætið með olíu og piprið. Athugið að taka neðsta hlutann af aspasinum, þann sem er harður. Bakið í 10 mínútur, snúið við og bakið áfram í 10 mínútur. Það má líka grilla aspasinn á úti- grilli og vefja skinkunni eftir á. Einnig má búa til hollandaise-sósu og hafa með. Það er þó óþarfi og mjög gott að hafa niðursoðna ávexti. Lamb með púrtvínssósu Lambafillet er afbragðsmatur og hentar vel um helgar þegar allir vilja slappa af eða bara þegar mann langar að gera vel við sig. Hér er spariútgáfa með púrtvíns- sósu. Svo má auðvitað grilla kjötið á útigrilli í góðu veðri. 800 g lambafillet Salt og nýmalaður pipar 1 hvítlauksrif 8 einiber 2 kvistir timían Smjör 300 g kantarellusveppir Kartöflu- og sellerímús 400 g kartöflur 400 g sellerírót 150 g sýrður rjómi 1 msk. smjör Salt og pipar Rjómi Púrtvínssósa 1 gulrót 1 laukur Sveppir 1 kvistur timían 1 dl púrtvín 3 dl rjómi Kjötsoð 1 msk. smjör Nuddið salti og pipar á lambið, merjið einiber og timían og veltið kjötinu upp úr blöndunni. Brúnið kjötið í smjöri og olíu á heitri pönnu með hvítlauk og timían. Setjið síðan í 160°C heitan ofn í 10-12 mínútur. Látið kjötið hvíla í minnst 15 mínútur áður en það er skorið í sneiðar. Skrælið og skerið kartöflur og sell- erírót í bita og sjóðið. Takið vatnið frá og bætið sýrðum rjóma út í. Maukið allt saman og bætið salti, pipar, smjöri og rjóma saman við. Kartöflu- og sellerímúsin er borin fram heit með kjötinu. Fyrir sósuna: Skerið gulrót og lauk smátt og steikið í olíu ásamt sveppastönglunum sem voru skornir af þeim sem taldir voru upp með kjötinu og timían. Bætið púrtvíni saman við og rjóma. Sjóðið niður um þriðjung í um það bil 10-15 mínútur. Sigtið soðið og bætið smjöri úti sósuna. Berið fram með kjötinu ásamt kartöflu- músinni, steiktum sveppum og ef til vill soðnu grænmeti. Ostakaka í glasi með ferskum berjum Þetta er fljótlagaður eftirréttur og mjög góður. Uppskriftin miðast við fjóra. 80 g haframjöl 40 g bráðið smjör 3 msk. sykur 1,5 dl rjómi 75 g rjómaostur Smávegis sítrónusafi 3 msk. sykur 2 msk. flórsykur 1 tsk. vanilludropar 400 g fersk ber Brjótið kexið niður með því að setja það í plastpoka og berja létt á það. Setjið í skál og blandið saman við smjörið. Blandið öllu öðru sem upp er talið í uppskriftinni (nema berjunum) í skál. Hrærið vel saman. Skolið berin og setjið þau í aðra skál og sykrið yfir þau. Takið fram fjögur falleg glös, setjið berin neðst, síðan rjómaostblönd- una og loks kexið. Skreytið með ferskri mintu. Ljúffeng veislumáltíð heima Páskar eru hátíð matar og sætinda og þótt þeir séu nýbúnir má alveg halda veislu. Það er gaman að elda eitthvað virkilega gott og njóta með fjölskyldunni, hvort sem það er heima eða í sumar- bústaðnum. Hér er hugmynd að þriggja rétta veislumáltíð sem boðar vorkomu og grill. Lambakjötið svíkur ekki, hvort sem það er eldað úti á grilli eða í ofninum. Einfaldur eftirréttur með berjum. Aspas með parmaskinku og perum. FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Föstudaginn 13. apríl mun Fréttablaðið gefa út sérblaðið GRÆNN LÍFSSTÍLL Í blaðinu verða umhverfismál á ýmsum sviðum í brennidepli. Ætlunin er að benda bæði fyrirtækjum og almenning á fjölmörg skref sem auðvelt er stíga í átt að grænum lífsstíl. Einfaldar breytingar á daglegum venjum sem geta haft afar mikil og góð áhrif á okkar nær umhverfi með samhentu átaki almennings og fyrirtækja. Á meðal efnistaka blaðsins er… Endurvinnsla – pappír, plast, rafhlöður og ýmis spilliefni Kolefnisjöfnun – hvernig geta fyrirtæki og heimili kolefnisjafnað á auðveldan hátt? Orkugjafar framtíðarinnar – Metan, vetni eða rafmagn? Hvað mun knýja farartækin okkar í framtíðinni Maturinn og umhverfið – hvernig geta framleiðslufyrirtæki lágmarkað umhverfisáhrifin og hvernig geta stuðlað að umhverfisvænni framleiðslu? Nán ri upplýsi ar um blaðið veitir Ólafur H. Hákonarson markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 512 5433 / olafurh@frettabladid.is 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . A P R í L 2 0 1 8 M Á N U DAG U R 0 9 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 6 1 -5 D 9 4 1 F 6 1 -5 C 5 8 1 F 6 1 -5 B 1 C 1 F 6 1 -5 9 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 8 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.