Fréttablaðið - 09.04.2018, Blaðsíða 38
Bláhærður Pogba sneri Manchester-slagnum
Manchester United kom í veg fyrir að grannarnir í Manchester City fögnuðu Englandsmeistaratitlinum með 2-3 endurkomusigri í leik liðanna á laugardaginn.
fótbolti Í hálfleik benti ekkert
til annars en að Manchester City
myndi fagna Englandsmeistaratitl-
inum í leikslok, fyrir framan granna
sína í Manchester United. City var
2-0 yfir og það eina sem United gat
huggað sig við var að munurinn var
ekki meiri.
Leikurinn var jafn fram að fyrsta
markinu sem Vincent Kompany
skoraði með þrumuskalla eftir
hornspyrnu Leroys Sané á 25. mín-
útu. Fimm mínútum síðar sneri
Ilkay Gündogan listilega á Nemanja
Matic og skoraði framhjá David De
Gea. City fékk frábær færi til að auka
muninn á síðustu 15 mínútum fyrri
hálfleiks. Raheem Sterling slapp
tvisvar sinnum einn í gegn en hitti
ekki markið og Gündogan skallaði
beint á De Gea í upplögðu færi. Allt
kom þó fyrir ekki og staðan því 2-0
í hálfleik.
José Mourinho vann fyrir kaup-
inu sínu í hálfleik því United kom
ákveðið til leiks í seinni hálfleik. Og
aðalmaðurinn í endurkomunni var
leikmaður sem er reglulega gagn-
rýndur fyrir frammistöðu sína í
stóru leikjunum: Paul Pogba.
Svaraði fyrir sig
Frakkinn hefur verið mikið milli
tannanna á fólki að undanförnu.
Fréttir hafa borist af meintu ósætti
hans og Mourinhos og svo er fjöl-
mörgum umhugað um hárið á
Pogba. Daginn fyrir leik greindi Pep
Guardiola, knattspyrnustjóri City,
svo frá því að félaginu hefði boðist
að kaupa Pogba í janúarglugganum.
Pogba, sem var með bláa rönd
Leikmaður helgarinnar
Danny Welbeck var í aðalhlutverki þegar Arsenal bar
sigurorð af Southampton, 3-2, á Emirates í gær. Wel-
beck skoraði tvö marka Arsenal og lagði það þriðja
upp fyrir Pierre-Emerick Aubameyang.
Welbeck hefur ekki beint verið iðinn við kolann
síðan hann kom til Arsenal frá Manchester United
2014. Hann er kominn með fimm deildarmörk á
þessu tímabili sem er það mesta sem hann hefur
gert síðan hann gekk í raðir Arsenal. Welbeck
hefur einnig skorað samtals fjögur mörk í öðrum
keppnum í vetur.
Welbeck var valinn í enska landsliðið fyrir vin-
áttulandsleikina gegn Hollandi og Ítalíu og vonast
til að góð frammistaða á lokaspretti tímabilsins
skili honum í HM-hóp Englands.
Sigurinn í gær var sá sjötti í röð hjá Arsenal sem
virðist ætla að enda vel, enn eitt tímabilið. Skytturn-
ar eru komnar með annan fótinn í undanúrslit Evr-
ópudeildarinnar en sigur í henni gefur sem kunnugt
er sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. – iþs
Stóru málin
eftir helgina í enska boltanum
Stærstu úrslitin
Manchester United
sló fagnaðarlátum
Manchester City á
frest með 2-3 sigri
í stórleik helgar-
innar. Þetta var fyrsti
sigur United á Etihad síðan 2012.
United er nú svo gott sem öruggt
með 2. sæti deildarinnar en liðið
hefur ekki endað svo ofarlega
síðan 2013.
Hvað kom á óvart?
Newcastle gerði góða
ferð á King Power
völlinn og vann 1-2
sigur á Leicester.
Þetta var þriðji sigur
Newcastle í röð og
liðið er nú 10 stigum frá fallsæti.
Vel af sér vikið hjá Rafa Benítez
miðað við þann mannskap sem
hann er með í höndunum.
Mestu vonbrigðin
Chelsea komst yfir
gegn West Ham
á heimavelli en
náði ekki að landa
sigri. Lærisveinar
Antonios Conte hafa
aðeins unnið tvo af síðustu átta
deildarleikjum sínum og vonin
um Meistaradeildarsæti er nánast
að engu orðin. Mikil vonbrigði
fyrir Englandsmeistarana.
í hárinu að þessu sinni, minnkaði
muninn í 2-1 á 53. mínútu eftir lag-
lega sókn gestanna. Tveimur mín-
útum síðar jafnaði Pogba svo metin
með skalla eftir frábæra sendingu
frá Alexis Sánchez. Þetta voru fyrstu
mörk Pogba í ensku úrvalsdeildinni
síðan 18. nóvember á síðasta ári.
„Ég og allir vitum að hann átti
nokkra leiki þar sem hann spilaði
ekki eins vel og hann getur. En hann
er að bæta sig. Ég var ánægður með
frammistöðu hans gegn Swansea og
í dag voru hann, Nemanja Matic og
Ander Herrera frábærir í 90 mínút-
ur,“ sagði Mourinho eftir leikinn.
Á 69. mínútu kom sigurmark
United. Sánchez tók þá aukaspyrnu
og sendi boltann inn á vítateiginn
á Chris Smalling sem skoraði með
góðu skoti.
Sluppu með skrekkinn
City þjarmaði að United það sem
eftir lifði leiks. Ashley Young slapp
á einhvern óskiljanlegan hátt við
að fá á sig vítaspyrnu, De Gea varði
meistaralega frá Sergio Agüero og
Sterling skaut í stöngina af stuttu
færi. En inn vildi boltinn ekki og
United fagnaði sigri. Hann kemur
ekki í veg fyrir að City-menn verði
Enska úrvalsdeildin
Staðan
Úrslit 33. umferðar 2017-18
Everton - Liverpool 0-0
Stoke - Tottenham 1-2
Mame Biram Diouf - Christian Eriksen 2.
Leicester - Newcastle 1-2
Jamie Vardy - Jonjo Shelvey, Ayoze Pérez.
Brighton - Huddersfield 1-1
Jonas Lössl, sjálfsmark - Steve Mounie.
Rautt spjald: Davy Propper, Brighton.
Watford - Burnley 1-2
Roberto Pereyra - Sam Vokes, Jack Cork.
Bournemouth - C. Palace 2-2
Lys Mousset, Joshua King - Luka Milivojevic,
Wilfried Zaha.
West Brom - Swansea 1-1
Jay Rodriguez - Tammy Abraham.
Man. City - Man. Utd. 2-3
Vincent Kompany, Iklay Gündogan - Paul
Pogba 2, Chris Smalling.
Arsenal - So’ton 3-2
Danny Welbeck 2, Pierre-Emerick Auba-
meyang - Shane Long, Charlie Austin.
Chelsea - West Ham 1-1
César Azpilicueta - Javier Hernández.
FÉLAG L U J T MÖRK S
Man. City 32 27 3 2 90-24 84
Man. Utd 32 22 5 5 63-25 71
Liverpool 33 19 10 4 75-35 67
Tottenham 32 20 7 5 64-27 67
Chelsea 32 17 6 9 54-31 57
Arsenal 32 16 6 10 61-43 54
Burnley 32 13 10 9 31-28 49
Leicester 32 11 10 11 48-45 43
Everton 33 11 8 14 38-53 41
Newcastle 32 10 8 14 33-41 38
B’mouth 33 9 11 13 41-53 38
Watford 33 10 7 16 42-59 37
Brighton 32 8 11 13 29-43 35
West Ham 32 8 10 14 40-58 34
Swansea 32 8 8 16 26-45 32
Huddersf. 33 8 8 17 26-54 32
C. Palace 33 7 10 16 33-52 31
S’oton 32 5 13 14 31-50 28
Stoke 33 6 9 18 30-63 27
West Brom 33 3 12 18 26-52 21
Okkar menn
Íslendingar í efstu tveimur
deildunum í Englandi
Everton
Gylfi Þór Sigurðsson
Lék ekki með Everton í
markalausu jafntefli við
Liverpool vegna meiðsla. Hefur
misst af síðustu þremur leikjum.
Cardiff City
Aron Einar Gunnarsson
Lék allan leikinn þegar
Cardiff tapaði 0-1 fyrir
Wolves. Náði í víti sem nýttist ekki.
Reading
Jón Daði Böðvarsson
Lék fyrstu 72 mínúturnar
í 1-0 heimasigri á Preston.
Lagði sigurmarkið upp.
Aston Villa
Birkir Bjarnason
Var í byrjunarliði Aston
Villa og lék allan tímann í
3-1 tapi fyrir Norwich á útivelli.
Bristol City
Hörður B. Magnússon
Gat ekki tekið þátt í 2-0
tapi Bristol City fyrir Mill-
wall vegna hnémeiðsla.
Chris Smalling og Paul Pogba skoruðu mörk Manchester United í sigrinum á Manchester City, 2-3, á Etihad á laugardaginn. Þeir félagar voru í vandræðum í fyrri hálfleik en vöknuðu til lífsins í þeim seinni, líkt og allt United-liðið. -
Burnley
Jóhann Berg Guðm.
Er meiddur og var fjarri
góðu gamni þegar Burnley
vann Watford, 1-2. Þetta
var fjórði sigur Burnley í röð.
9 . a p r í l 2 0 1 8 M Á N U D a G U r14 S p o r t ∙ f r É t t a b l a ð i ð
0
9
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:2
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
6
1
-3
F
F
4
1
F
6
1
-3
E
B
8
1
F
6
1
-3
D
7
C
1
F
6
1
-3
C
4
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
8
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K