Fréttablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 4
Veður Vestlæg átt í dag og dálítil él en suð- austanátt og rigning með köflum norðaustan til í fyrstu. Hiti breytist lítið. sjá síðu 24 Tilbúin í 1. maí Í tilefni af baráttudegi verkalýðsins í dag var starfsfólk VR í óðaönn að útbúa kröfuspjöld er ljósmyndari Fréttablaðsins leit inn á skrifstofur félags- ins í gær. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sem sést hér munda pennann, verður annar aðalræðumanna á útifundi á Ingólfstorgi eftir kröfu- göngu. Ragnar segist munu fjalla um kjarabaráttuna fram undan, aðgerðir á leigumarkaði og breytingar í verkalýðshreyfingunni. Fréttablaðið/Eyþór Viðskipti „Við afnemum alla afslætti og bjóðum upp á lægsta eldsneytis­ verð á landinu, án nokkurra skil­ yrða,“ segir Rakel Björg Guðmunds­ dóttir, markaðsstjóri Atlantsolíu. Verðstríð gæti verið í vændum en Atlantsolía mun frá og með deg­ inum í dag keyra niður verðið á bensíni og dísilolíu á afgreiðslustöð sinni í Kaplakrika í Hafnarfirði. Þá verður verðið nákvæmlega sama og það var í gær hjá Costco í Kauptúni. Bensínlítrinn fer úr 211,9 krón­ um, miðað við lítraverð í gær­ morgun, niður í 189,9 krónur sem gerir lækkun um 22 krónur eða 10,4 prósent. Dísillítrinn fer úr 204,3 krónum í 182,9 krónur, sem gerir lækkun um 21,4 krónur eða 10,5 prósent. Rakel bendir á að ólíkt Costco þurfi ekki að framvísa meðlima­ korti, allir séu velkomnir, stöðin í Kaplakrika sé opin allan sólarhring­ inn og hægt sé að greiða með dælu­ lykli Atlantsolíu eða greiðslukorti. Allir muni fá sama strípaða verðið. „Þetta er bara gert af samkeppnis­ ástæðum. Við höfum alltaf reynt að hafa það að stefnu okkar að bjóða samkeppnishæf verð og þetta er liður í því.“ Aðspurð hvort þetta svigrúm hafi alltaf verið til staðar og hvað hafi breyst segir Rakel í raun ekkert hafa breyst. „Við höfum alltaf reynt að vera á tánum og fylgjast með hvað er að gerast á markaðnum. Það er engum blöðum um það að fletta að það er samkeppnisaðili þarna í nágrenni við okkur, en það breytir ekki því að við teljum okkur hafa svigrúm til að bjóða öllum þetta verð, núna, Atlantsolía lofar lægsta eldsneytisverði Íslands Atlantsolía segir nágrönnum sínum í Costco stríð á hendur á stöð sinni í Kapla- krika. Afnema alla afslætti, krefjast engra meðlimakorta eða skráningar og lækka lítraverð á bensíni og dísil umtalsvert. Telja sig hafa svigrúm til lækkunar núna. atlantsolía keyrir niður eldsneytisverð sitt í Kaplakrika og boðar lægsta verð landsins. Er lifandi markaður, segir fulltrúi atlantsolíu. Fréttablaðið/StEFán Bensínlítrinn hjá Atlants- olíu mun kosta 189,9 krónur og dísillítrinn 182,9 krónur. Það er sama verð og Costco bauð á sinni stöð í Kauptúni í gær. stjórnmál „Ég harma það fyrir hönd Varðar og allra Sjálfstæðis­ manna í Reykjavík að viðkomandi útlendingur hafi fengið þessi skila­ boð frá flokknum í þessu símtali,“ segir Gísli Kr. Björnsson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, vegna fréttar í Frétta­ blaðinu í gær um að hringt hefði verið úr Valhöll til útlendinga og þeim sagt að þeir hefðu ekki kosn­ ingarétt nema þeir hefðu íslenskt ríkisfang. „Við auðvitað hvetjum alla útlendinga sem hafa búið hér nógu lengi til að hafa öðlast kosningarétt til að nota hann og kjósa í komandi kosningum,“ segir Gísli. Að sögn Gísla hefur málið verið rætt á flokksskrifstofunni og hann segir að búið sé að fara yfir það með þeim sem starfa í úthringingum. – aá Harmar ranga upplýsingagjöf úr Valhöll Heilbrigðismál Einn sjúklingur á bráðaöldrunarlækningadeild B4 á Landspítalanum í Fossvogi sýktist af nóróveiru í síðustu viku. Að sögn Stefáns Hrafns Hagalín, deildarstjóra samskiptadeildar spítalans, sýndu þrír sjúklingar einkenni sýkingar og tveir starfsmenn. Stefán, sem kallar þetta smávægi­ lega uppákomu, segir að gripið hafi verið til hefðbundinna aðgerða í kjölfar smitsins. Þær aðgerðir felast í einangrun og þrifum. Stefán tekur einnig fram að ekki hafi orðið frekari dreifing á veirunni. Að sögn Stefáns veit starfsfólk spítalans ekki til þess að gestir eða aðstandendur hafi smitast af veirunni eftir heimsóknir á deildina. Hann segir í því samhengi að erfitt sé að fylgjast með því vegna þess að hún er bráðsmitandi og víða hægt að ná sér í hana. Líkt og Stefán segir er nóróveiran bráðsmitandi og berst auðveldlega manna á milli. Á Vísindavefnum segir að hópsýkingar á sjúkrahúsum geti verið alvarlegt vandamál og því mjög mikilvægt að hindra útbreiðslu veir­ unnar innan sjúkrastofnana. Veiran getur smitast beint manna á milli við snertingu. Uppköst eru bráðsmitandi og eru líkur á að smit geti borist í lofti í kjölfar þeirra. – gþs Nórósýking á Landspítala Sýkingin kom upp á bráðaöldrunar- lækningadeild. Fréttablaðið/GVa á þessari stöð án meðlimagjalda eða sérstakrar skráningar. Þessi staðsetning, í Kaplakrika, er valin því hún er miðsvæðis með tilliti til stórhöfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. Vonandi er þetta góð viðbót og klárlega hagsbót fyrir neytendur.“ Costco hefur tekið drjúgan skerf eldsneytismarkaðarins til sín frá opnun með lægra verði en lengi hefur sést á Íslandi. Markar þetta upphafið að verðstríði og búast for­ svarsmenn Atlantsolíu við að önnur olíufélög fylgi þeirra fordæmi? „Þetta er lifandi markaður og mörgum breytum háður. Ég get ekki tjáð mig um það, en við erum spennt að sjá hvernig neytendur taka þessari nýjung okkar. Það verður að koma í ljós hvað sam­ keppnisaðilar okkar gera.“ mikael@frettabladid.is 1 . m a í 2 0 1 8 Þ r i ð j u D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 0 1 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F A 3 -6 1 6 8 1 F A 3 -6 0 2 C 1 F A 3 -5 E F 0 1 F A 3 -5 D B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.