Fréttablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 6
HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is Við hjálpum þér að bæta lífsgæðin Rexton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum og auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. VERSLUN Yfirgnæfandi hluti Íslend­ inga, 73,7 prósent, er andvígur því að leyfa sölu á sterku áfengi í matvöru­ verslunum. Tæp 55 prósent eru and­ víg sölu á léttu áfengi og bjór. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR. Í sömu könnun kemur fram að einungis 15,3 prósent eru hlynnt sölu á sterku áfengi í matvöruversl­ unum en um 35,8 prósent sölu á léttu áfengi og bjór. Stuðningur við sölu á léttu áfengi hefur aukist milli kannana hjá MMR en í febrúar í fyrra sögðust 33 prósent styðja slíka breytingu. Könnun MMR leiðir í ljós að and­ staða við sölu á sterku áfengi í versl­ unum eykst með auknum aldri. Þannig kváðust 56 prósent fólks á aldrinum 18 til 29 ára vera andvíg því, á meðan það hlutfall hjá fólki eldra 68 ára er 92 prósent. Stuðningsmenn Framsóknar­ flokks eru algjörlega á móti sölu á sterku áfengi í matvöruverslunum, eða 96 prósent. Andstaða var einn­ ig yfirgnæfandi hjá stuðningsfólki Flokks fólksins, Vinstri grænna og Samfylkingar. Mestan stuðning við leyfi til sölu á sterku áfengi í versl­ unum er að finna hjá stuðningsfólki Viðreisnar, Pírata og Sjálfstæðis­ flokks. Stuðningurinn fer þó hvergi yfir 40 prósent en er mestur hjá stuðningsmönnum Pírata, 38 pró­ sent. – khn Framsóknarmenn algjörlega á móti sölu áfengis í matvörubúðum Nærri þrír af hverjum fjórum Íslendingum vilja ekki vín í matvöruverslanir. TækNi Facebook vill frest til að áfrýja máli sem aktívistinn Max Schrems höfðaði gegn fyrirtækinu á Írlandi. Málið snýst um flutninga á gögnum fyrirtækisins um notendur Facebook frá Írlandi til Bandaríkjanna. Með þeim kemst Facebook fram hjá nýrri Evrópulöggjöf um persónuleg gögn. Dómari á Írlandi skaut málinu til Evrópudómstólsins. Í gær fór lög­ maður Facebook fram á að því yrði frestað svo hæstiréttur gæti tekið ákvörðun um hvort Facebook væri heimilt að áfrýja úrskurði dómara. Facebook flytur nú upplýsingar um milljónir notenda á hverjum degi til Bandaríkjanna. Vestan hafs eru lög um meðferð persónulegra gagna ekki jafn ströng og hin nýja Evrópulöggjöf. – þea Áfrýja máli um persónuvernd STjóRNmáL „Ég hefði klárlega birt niðurstöðu rannsóknarinnar,“ segir Þorsteinn Víglundsson, alþingis­ maður og fyrrverandi félagsmála­ ráðherra, um rannsókn sem hann setti af stað í ráðherratíð sinni, um starfshætti Braga Guðbrandssonar, þáverandi forstjóra Barnaverndar­ stofu, og kvartanir nokkurra barna­ verndarnefnda. Þeirri rannsókn lauk í lok febrúar þegar Ásmundur Einar Daðason hafði tekið við ráðu­ neytinu. Ásmundur Einar mætti á fund vel­ ferðarnefndar í gær og svaraði ávirð­ ingum um að hann hefði ekki sagt þinginu satt og rétt frá um niður­ stöðu fyrrgreindrar rannsóknar, en umfjöllun í Stundinni síðastliðinn föstudag varð til þess að ráðherra var boðaður á fund nefndarinnar. Rannsóknin sem um ræðir var sett af stað í ráðherratíð Þorsteins Víglundssonar í kjölfar formlegra kvartana nokkurra barnaverndar­ nefnda undan starfsháttum Barna­ verndarstofu, einkum Braga Guð­ brandssonar, þáverandi forstjóra stofnunnar, en kvartanirnar lutu meðal annars að óeðlilegum afskiptum Braga af málum sem voru til meðferðar hjá nefndunum. Málið var þá sett í formlegan farveg innan ráðuneytisins og tilteknir sér­ fræðingar beðnir að fara vandlega yfir það. Var þessi rannsókn nýhafin þegar stjórnarskiptin urðu. Á fundinum var ráðherra sérstak­ lega inntur eftir því hvort einhver efnisleg niðurstaða rannsóknar eða minnisblöð hefðu legið fyrir í ráðu­ neytinu um málið þegar ráðherra kom á fyrri fund sinn í nefndinni vegna málsins, en hann hafði, á þeim fundi, neitað því að gögn af því tagi væru til. Ásmundur Einar gerði grein fyrir því að til grundvallar niðurstöðunni sem nefndin hefði nú fengið, hefðu legið minnisblöð en gat ekki svarað með skýrum hætti af hverju hann hefði ekki nefnt þau minnisblöð fyrr. Þá var hann ítrekað spurður um leynd yfir niðurstöðu rann­ sóknarinnar og óskað var eftir að þeirri leynd yrði aflétt. Þorsteinn segist ekki skilja hvers vegna þessi leynd hvíli yfir niður­ stöðu rannsóknarinnar. „Ráðuneyti barnaverndarmála hefur eftirlits­ skyldu gagnvart Barnaverndar­ stofu. Og þarna eru barnaverndar­ nefndir að kvarta formlega undan starfsháttum Barnaverndarstofu gagnvart nefndunum og þess vegna ber ráðuneytinu skylda til að rann­ saka það og leiða til lykta,“ segir Þorsteinn og bætir við: „Það sem vekur mesta furðu í þessu máli er að ráðuneytið hafi einfaldlega ekki birt niðurstöðu þeirrar rannsóknar. Það var opin­ bert að þessi athugun hefði farið í gang. Umkvartanir nefndanna voru opinberar og þetta er auð­ vitað athugun sem snýr að starf­ semi opinberrar stofunnar og á ekkert að vera að fara í felur með það. Auðvitað þarf að gæta að trún­ aðarupplýsingum og öðru slíku en það eru fullkomlega eðlilegir starfs­ hættir að mínu viti að birta niður­ stöðuna.“ Á fundi velferðarnefndar í gær boðaði ráðherra óháða rannsókn á málinu og sagðist hann hafa lagt fram ósk við forsætisráðherra um að slík rannsókn færi fram. Hann gerði þó ekki grein fyrir því að hverju hin óháða rannsókn ætti að beinast. „Ráðherra verður auðvitað að svara til um hvort hann treystir ekki niðurstöðu eigin ráðuneytis og vill þar af leiðandi óháða rannsókn eða hvort hann vilji óháða rannsókn á því hvernig unnið var úr málum eftir að rannsókninni lauk, sem er auðvitað sjálfstætt mál,“ segir Þor­ steinn. Ekki náðist í Ásmund Einar við vinnslu fréttarinnar. adalheidur@frettabladid.is Óþarfi að leyna niðurstöðunni Fyrrverandi ráðherra furðar sig á að niðurstaða rannsóknar um starfshætti forstjóra Barnaverndarstofu sé ekki birt opinberlega. Vill að félagsmálaráðherra svari hvort boðuð óháð rannsókn beinist að starfsmönn- um ráðuneytisins og eigin embættisfærslu. Ráðherra sagður margsaga um tilvist minnisblaða og gagna. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra sat fyrir svörum hjá velferðarnefnd Alþingis í gær. FréttAblAðið/Eyþór fjáRSjóðSLEiT Starfsleyfi sem Umhverfisstofnun veitti breska fyrir­ tækinu Advanced Marine Services til að opna flak þýska togarans SS Minden rann út í gær. Skip frá AMS fór á vettvang í nóv­ ember í fyrra til að opna skipið og ná í skáp sem fyrirtækið telur geyma gull. Fyrir tækið tilkynnti hins vegar í miðjum í klíðum að hætt væri við aðgerðina vegna veðurs. Engar til­ kynningar um framhald hafa borist Umhverfisstofnun eða Landhelgis­ gæslu Íslands. SS Minden liggur á ríflega 2,2 kílómetra dýpi um 120 sjó­ mílur undan Íslandsströndum. – gar Fjársjóðsleyfið rann út í gær rannsóknarskipið Seabed Construc- tor við Íslandsstrendur. MyND/lHG 1 . m a í 2 0 1 8 Þ R i ð j U D a G U R4 f R é T T i R ∙ f R é T T a B L a ð i ð 0 1 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F A 3 -7 5 2 8 1 F A 3 -7 3 E C 1 F A 3 -7 2 B 0 1 F A 3 -7 1 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.