Fréttablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 26
Frá 2010 hafa rúm- lega 320.000 Leaf verið seldir á 51 markaði. Auglýsingar: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Sími 512 5457 Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5800 www.frettabladid.is Bílar Umsjón blaðsins Finnur Thorlacius finnurth@frettabladid.is Þegar teknar eru saman tölur um vistvæna bíla sem seldir hafa verið hingað til á árinu sést að Hekla hefur selt 523 af sam- tals 827 slíkum bílum og nemur það 63,2% hlutdeild. Næst þar á eftir er Brimborg með 109 bíla og 13,2% hlutdeild og þá BL með 101 bíl og 12,2% hlutdeild. Askja hefur selt 81 slíkan bíl og er með 9,8% hlutdeild og Bílabúð Benna 8 og er með 1% hlutdeild. Þegar talað er um vistvæna bíla er átt við bíla sem ganga fyrir íslenskri orku/endur- nýjanlegum orkugjöfum eins og metani og rafmagni þar sem hægt er að stinga bílnum í samband. Einnig er forvitnilegt að skoða sölu bíla til einstaklinga það sem af er ári og undanskilja sölu til bíla- leiga, sem eru drjúgar er kemur að heildarsölu bíla þessi árin. Kemur þá í ljós að Hekla er með 23% hlut- deild og er hæst allra bílaumboða. Miklar vinsældir vistvænna bíla í ár Vinsældir vistvænna bíla, þ.e. metan-, raf- og tengiltvinnbíla frá Heklu, skýra að stórum hluta þennan góða árangur. Sést það ef til vill best í mikilli söluaukningu á Mitsubishi-bílum sem aðeins voru með 2,3% af sölunni á sama tíma í fyrra, en eru nú með 9,65% sölunnar. Vegur þar drýgst góð sala Mitsubishi Outlander PHEV tengiltvinnbílsins. Volkswagen er nú með 7,8% hlutdeild en var aðeins með 4,9% sölunnar í fyrra. Þar vegur góða sala Golf og Passat í tengiltvinnútgáfum og rafmagns- útgáfum þungt. Audi var með 1,3% í fyrra en 2,3% nú og þar vegur ágæt sala Audi A3 e-tron og Audi Q7 e-tron þungt. Skoda er með 3,7% nú en 3,4% í fyrra. Sem sagt vöxtur á milli ára í öllum merkjunum. Hekla með 63 prósent vistvænna bíla Fyrir skömmu tók björgunar-sveitin Kyndill í Mosfellsbæ í notkun nýjan og afar vel búinn bíl sem komast ætti yfir flestar hindranir sem björgunar- sveitarmenn mæta. Bíllinn, sem er Ford F-350, var fluttur inn af bílasölunni 100 bílum, er á stærstu dekkjum sem sést hafa undir svona bíl, en þau eru 54 tommur. Til þess að bera svo ógnarstór dekk voru settar hás ingar úr Unimog undir hann en um breytingarnar á bílnum sá Breytir og tók vinnan við bílinn hátt í hálft ár. Úthleypi- búnaður er tengdur við hásin- garnar og er honum stjórnað, líkt og mörgu öðru í bílnum, með iðnaðartölvu. Loftpúðafjöðrun bílsins er einnig stjórnað með henni, sem og skriðstilli bílsins og ljósabúnaði öllum. Nýtt rafkerfi er í bílnum og sá Eiríkur í Stýringu um uppsetningu þess og tengingu við iðnaðartölvuna. Tekur yfir 500 lítra eldsneytis Í bílnum eru nokkrir aukaelds- neytis tankar og tekur bíllinn í heild yfir 500 lítra af olíu. Í bílnum er 6,7 lítra vél sem skilar yfir 500 hest- öflum til allra hjólanna. Pallur bíls- ins er upphitaður með Webasto- miðstöð. Líklega er leitun að bíl sem er betur búinn en þessi nýi björgunarsveitarbíll Kyndils, en ef einstaklingur hefði fjárfest í slíkum bíl með öllum þeim breytingum og viðbótum sem í honum eru hefði það kostað langt yfir 30 milljónir króna, jafnvel yfir 40 milljónir. Björgunarsveitir njóta niðurfell- ingar ýmissa gjalda svo þessi bíll er ekki svona dýr fyrir Kyndil. Kyndill fær kostagrip Eftirspurn eftir rafbílum frá Nissan jókst um 10% á síðasta fjárhagsári sem lauk 31. mars. Mest er ásóknin í aðra kynslóð Leaf sem kynntur var fyrr á árinu, aðallega í Japan, Bandaríkjunum og Evrópu. Eins og á meginlandinu verður almenningur hér á landi einnig var við hina miklu eftirspurn eftir „græna bílnum“ því hjá BL bíða yfir 200 viðskiptavinir eftir að fá nýjan Leaf afhentan og hefur bíla- verksmiðja Nissan í Bretlandi ekki undan að framleiða bílinn. 15 prósenta aukning Að því er fram kemur í tilkynningu frá Nissan Europe á fyrirtækið von á að eftirspurnin fari vaxandi eftir því sem líður á árið og fleiri markaðir taka við hinni nýju kynslóð Leaf sem er gjörbreyttur frá fyrri kyn- slóð. Meðal markaða sem hefja sölu á nýjum Leaf síðar á árinu eru Suður-Ameríka, Eyjaálfa og Asía. Á árinu 2017 keyptu 54.541 Nissan Leaf, 15% fleiri en 2016 þegar seldir voru 47.423 bílar. Frá 2010 hafa rúmlega 320.000 Leaf verið seldir á 51 markaði. Nýja kynslóðin hefur nú þegar unnið til fjölda verðlauna, m.a. fyrir háþróaðan öryggisbúnað til aukinnar verndar fyrir farþega og gangandi vegfarendur. Þá var Leaf nýlega kosinn „Grænasti bíllinn 2018“ hjá World Car Awards. Fleiri gerðir fá rafmótor Nissan Motor ætlar að stórauka framleiðslu á bílum með rafmótor, meiri ökuaðstoð og háþróaðri snjalltækni. Markmiðið er að um mitt ár 2022 verði búið að afhenda eina milljón slíkra nýrra bíla, bæði 100% rafbíla og bíla með rafmótor og annan aflgjafa. Bæði Renault og Mits ubishi munu njóta góðs af áætlun Nissan. Von er á átta nýjum 100% rafbílum sem byggðir verða á grundvelli tækninnar í Leaf en einnig öðrum sem verða sérstak- lega sniðnir að þörfum markaðanna í Kína og Japan. Þá er einnig von á aldrifnum sportjeppa í ætt við hugmyndabílinn IMx Kuro sem kynntur var í Genf í mars. Nissan gerir ráð fyrir að 40% nýrra bíla fyrirtækisins í Japan og Evrópu verði rafdrifnir árið 2022 og að hlut- fallið verði komið í 50% árið 2025. Í Bandaríkjunum gerir fyrirtækið ráð fyrir að hlutfallið verði 20-25% árið 2025 en 35-40% í Kína. Vaxandi eftirspurn eftir rafbílum Nissan Volkswagen e-Golf og Golf GTE hafa selst vel á árinu. Er á stærstu dekkjum sem sést hafa undir björgunarsveitar- bíl, 54 tommu. Í bílnum eru nokkrir aukaeldsneytistankar og tekur bíllinn í heild yfir 500 lítra af olíu. 1 . m a í 2 0 1 8 Þ R I Ð J U D a G U R2 B í l a R ∙ F R É T T a B l a Ð I Ð Bílar 0 1 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F A 3 -8 D D 8 1 F A 3 -8 C 9 C 1 F A 3 -8 B 6 0 1 F A 3 -8 A 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.