Fréttablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 24
Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is Gullmjólk Gullmjólkin ætti að fást á öllum betri kaffihúsum ef marka má heilsufarsávinninginn sem neysla hennar hefur í för með sér. Túrm­ erik hefur reyndar verið lengi á sjóndeildarhring þeirra sem huga að heilsunni en í ár er það túrmeriklatte eða gullmjólk sem ræður ríkjum á öllum betri kaffi­ húsum en hún samanstendur af túrmerik, engifer, hunangi, kókos­ mjólk og svörtum pipar og kvað vera allra meina bót. Gullmjólkin á að draga úr bólgum, koma jafnvægi á efnabúskap líkamans og auka þrótt og hefur lengi verið þekkt í ayurveda­læknisfræðum. Nýofurfæði Nokkrar nýjar ofurfæðuteg­ undir verða áberandi í ár. Þessar matartegundir hafa verið þekktar í sumum heimshlutum um árabil, svo sem kassavarót, saðningaraldin eða jakaber sem á ensku kallast „jackfruit“ og munkaber sem heitir á ensku monk fruit en í Kína, þar sem ávöxturinn er upprunninn, kallast hann luo han guo. Kassavarót er af ætt rótargræn­ metis og ættuð frá sunnanverðri Afríku þar sem hún er mikið nýtt, bæði sem mjöl og kallast þá Ár gullmjólkur og munkaberja Tíska er ekki bara í fatnaði heldur koma á hverju ári ný heilræði og matartegundir sem eiga að bæta heilsu okkar og lengja lífið. Í fyrra voru það sérsamsettar skálar og eplaedik sem voru allra meina bót en í ár eru bæði nýir vinir og gamlir kunningjar á matseðlinum. Saðningarávöxt- ur eða jakaber er bæði hollur og góður valkostur við dýraafurðir. myNdir/Nordic­ photoS/Getty hitaeiningasnauður kaffiís slær að minnsta kosti tvær flugur í einu svölu höggi í sumar. Gullna mjólkin er bragðgóð, bólgu- eyðandi og bætir í brosið. Verkalýðsdeginum verður fagnað í Grindavík í dag eins og víðar, meðal annars með kaffisamsæti í íþróttamiðstöð sveitarfélagsins, Gjánni, á milli klukkan 15 og 17 en það er slysa­ varnadeildin Þórkatla sem sér um veitingar. Magnús Már Jakobsson, formaður Verkalýðsfélags Grinda­ víkur, flytur erindi á fundinum en félagið hefur nýlokið við funda­ herferð vegna undirbúnings viðræðna um kjarasamninga sem losna um næstu áramót. „Við hjá Verkalýðsfélagi Grindavíkur erum mjög ánægð með árangur funda­ herferðarinnar,“ segir Magnús og bætir við að þátttaka íbúa hafi verið góð á fundunum og skilað sér í sterkri kröfugerð. Meðal þess sem finna má í kröfu­ gerð félagsins eru kröfur um að áhrif verðtryggingar verði einnig til þess að verja skuldara en ekki eingöngu fjármagnseigendur, til dæmis með verðtryggingu launa. Þá vill félagið lengja fæðingarorlof, hærri húsnæðisbætur og opna á þann möguleika að landsmenn geti skipt beint við banka og fjár­ málastofnanir í öðrum löndum. Eins fer félagið fram á verulega hækkun á grunnlaunum með tilliti til styttingar vinnuvikunnar. „Ef það verður ekki sama krónutölu­ hækkun á öll laun þá viljum við 60­80% hækkun á lægstu laun. Við teljum að ekki sé hægt að ná samningum nema hið opinbera komi fram með breytingar á vaxta­ málum og í skattkerfinu og þá sér­ staklega með því að þrepaskipta persónuafslættinum. Það er ekki gott hvernig hlutirnir hafa breyst og launabilið er orðið ólíðandi og óþolandi.“ Félagsmönnum fjölgað mikið Verkalýðsfélag Grindavíkur hefur verið starfandi frá árinu 1937, eða í 81 ár, og voru félagsmenn 25 í fyrstu. Félagið hefur vaxið umtals­ vert og ekki síst á umliðnum árum. „Við höfum verið að sækja í okkur veðrið. Þegar við tókum við fyrir sex árum voru félagsmenn um 600 en þeir eru í dag um 1.200,“ segir Magnús sem vill engu að síður ekki þakka sér þann árangur. „Störfum hefur fjölgað mikið á svæðinu, aðallega í fiskvinnslu, og fyrirtæki almennt eru að bæta í. Hér fá allir vinnu sem vilja vinna og nánast eins mikla vinnu og þeir vilja. En það eru ekki margir á ofurlaunum í Grindavík, hér er virðing borin fyrir verkamanninum.“ Spurður um það hvort Grind­ víkingar fari í kröfugöngu á alþjóð­ legum baráttudegi verkamanna segir Magnús það hafa verið rætt innan félagsins en ákveðið að fara ekki í göngu allavega í ár. „Það hefur ekki verið hefð fyrir kröfu­ göngum í Grindavík þannig að líklega þarf að ræða það frekar og kanna áhugann hjá bæjarbúum. En við höfum verið að fá á milli 300 og 600 manns í kaffi til okkar á verkalýðsdaginn og gerum ráð fyrir álíka fjölda í ár.“ Ásamt baráttukaffinu í Gjánni hefur verið hefð fyrir því að halda 1. maí hátíð í Grindavíkurkirkju og verður engin undantekning gerð á því í dag. „Þar verður boðið upp á Gleðistund með Dýrunum í Hálsaskógi en það er Leikfélag Keflavíkur sem sér um þann hluta dagskrárinnar. Svo verða þarna hoppukastalar og pylsupartí,“ segir Magnús og bætir við að herlegheitin við kirkjuna hefjist klukkan 11. Virðing borin fyrir verkamanninum Fundaherferð Verkalýðsfélagsins í Grindavík fór vel fram og margt var um manninn. Þarna er magnús fyrir miðri mynd. Verkalýðsfélag Grindavíkur held- ur baráttukaffi í íþróttamiðstöð bæjarins, Gjánni, í tilefni af alþjóð- legum baráttu- degi verkamanna. tapíóka og eins og kartöflur. Kass­ avarótin er mjög harðger og vex við ólíklegustu aðstæður en er líka afskaplega nýtileg þar sem hún er almennt ekki bragðsterk og tekur því vel í sig annað bragð. Sterkjan í rótinni gerir hana góða til pappírs­ gerðar auk þess sem hún er notuð í ýmiss konar snyrtivörur og sem bindiefni fyrir töflur í lyfjaiðnaði og jafnvel er hægt að framleiða úr henni eldsneyti. Saðningaraldin er stærsti ávöxtur í heimi. Hver ávöxtur, sem er í raun ber af mórberja­ trjám, getur vegið allt að 40 kíló. Saðningaraldin er bragðgott og tekur einnig vel við kryddi svo það er kjörið í grænmetisrétti og sem staðgengill kjöts fyrir þá sem hugsa málin þannig. Munkaberin eru nefnd eftir munkum sem fyrstir ræktuðu þau fyrir 800 árum í Kína og Taílandi. Munkaberin eru sérdeilis andoxandi, bólgueyðandi og virka hemjandi á vöxt krabbameins­ fruma en þó eru þau aðallega nýtt sem sætuefni þar sem þau eru 250 sinnum sætari en sykur og henta því vel fyrir sykursýkisjúklinga sem og þá sem vilja sætt bragð en ekki sykur. endurkomið ofurfæði Hnetusmjör hefur fengið upp­ reisn æru eftir nokkur mögur ár og verður víða á matseðlinum, bæði í formi eftirrétta og orkustanga. Góðgerlagotterí Það er óþarfi að fjölyrða um holl­ ustu góðgerla en fram til þessa hefur helst verið hægt að innbyrða þá í samhengi við mjólkurvörur sem hefur alls ekki hentað öllum. Nú er hægt að fá góðgerlaflögur, góðgerlakex og góðgerlamorgun­ korn en það borgar sig að lesa innihaldslýsingarnar vel því heildarhollustan getur farið fyrir lítið ef önnur innihaldsefni eru af óhollara taginu. Kalóríusnauður koffeinís Rannsóknir sýna að heilinn hefur ekkert nema gott af því að fá svona 350 milligrömm af koffeini dag­ lega. Og nú er hægt að fá koffein­ skammtinn í ýmsu formi, jafnvel í hitaeiningasnauðum ís en ís með fáum hitaeiningum er heitasta málið í hitanum í sumar. Vatn Já, vatnsdrykkja er sígild og þraut­ reynd aðferð til heilsubótar. Og þær ánægjulegu fregnir berast nú frá Bandaríkjunum að 12 prósent fullorðinna og 19 prósent barna hafi látið af gos­ og djúsþambi og velji nú vatn í staðinn. Skál! 4 KyNNiNGArBLAÐ FÓLK 1 . m A í 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U R 0 1 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F A 3 -9 2 C 8 1 F A 3 -9 1 8 C 1 F A 3 -9 0 5 0 1 F A 3 -8 F 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.