Fréttablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 58
Nördið Samviskusama nördið gerir allt eftir bókinni í prófum og mælir Frétta- blaðið sérstaklega með að allir tileinki sér þann lífsstíl. Snemma að sofa Nördið fer eldsnemma að sofa og vaknar fyrr til að lesa. Það er bara svo mikið betra fyrir heilann og heldur manni sem skýrustum. Drekka mikið vatn Reglulegar vatnspásur eru mikil- vægur hlekkur í prófa-rútínu nörds- ins. Ofþornun er ekki góð fyrir ein- beitinguna og það er gott að vera vel vökvaður. Góður plús er að tíðar ferðir til að ná í vatn vinna á móti of löngum setustundum. Hollt snakk Það er mikilvægt að vera með hollt snakk við höndina – rófur, gulrætur eða annað rótargrænmeti er alveg tilvalið til að maula við lesturinn og það getur líka virkað sem stressbani að vera að tyggja eitthvað. Jafn og þéttur lærdómur Að hafa glósað vel og lesið jafnt og þétt yfir önnina kemur í veg fyrir stress og veldur því að maður fer inn í prófatörnina með ágætis þekkingu á efninu þannig að próf- lesturinn er í raun bara létt upp- rifjun. Ekkert koffín eða sykur Kaffivíman er bara plat og sam- viskusamur námsmaður ætti alls ekki að stóla á hana. Góður átta tíma svefn er mun betri en skyndi- orkan sem sykur og koffín veita manni. Göngutúrar Það er hollt að standa upp við og við og skella sér í stuttan göngutúr. Ferskt loft og aukið blóðflæði er meðal þeirra þátta sem göngu- túrinn bætir auk þess sem það er mjög gott að hugsa á göngu. TöffariNN Það er fátt meira töff en að vera alveg sama og „krönsa“ bara rétt fyrir próf. Lífið er of stutt til að vera sífellt að hugsa um skólann. „All-nighter“ Besta leiðin til að tvöfalda tímann fram að prófi er að sleppa því að sofa. Það að liggja meðvitundarlaus uppi í rúmi er ekkert nema tímaeyðsla sem væri mikið betur nýtt í að lesa yfir heilan áfanga. Sjúkrapróf Annað gott bragð til að næla sér í auka klukkustundir er að skrá sig í sjúkrapróf og vera áhyggjulaus aðeins lengur. Fá glósur Það er mikilvægt að kynnast mesta nördinu á námskeiðinu við byrjun annar og rækta sambandið nægjanlega til að geta fengið glósurnar frá nördinu. Góðar glósur (frá einhverjum öðrum) eru gulli betri. Orkudrykkir, ekki kaffi Kaffi veldur niðurgangi, svitakófi og skjálfta í of miklu magni. Það er miklu betra að sturta í sig sykr- Nú standa yfir próf og það er ansi erfiður tími. Þetta er hægt að tækla á margvíslegan hátt og hér má sjá tvö sjónarhorn á þetta tímabil auk almennrar ráðgjafar um hina ýmsu fylgikvilla prófatíðarinnar ógurlegu. VörN gegN prófljóTuNNi Það kannast allir við hið hræði- lega fyrirbæri prófljótuna. Hér eru nokkur brögð til að bægja henni í burt. Fjarlægðu ljótuna stafrænt Skelltu öllum myndum í gegnum svona 40 filtera eða hreinlega bara í fótósjopp og lagaðu ljótuna. Maski Það virðist vera í tísku að nota maska – vertu með maska allan sólarhringinn og enginn sér ljótuna auk þess sem þú vinnur gegn áhrifum hennar á meðan. Engar myndir Það er alveg hægt að segja fylgj- endunum frá gangi mála án þess að andlitið komi við sögu. Til dæmis er opin bók á borði eða kaffibolli alveg fínasta mynd- efni sem segir „próf“ án þess að myglaða andlitið þitt komi við sögu. „Pro tip“ – leggja bókina yfir andlitið og taka mynd. Safna skeggi Próf er góður tími til að safna þykku alskeggi. Það felur allan ljótleika og einnig segir gott skegg að þú sért ekki að hugsa um annað en verkefnið sem þú átt fyrir höndum, sem er alveg pínu töff. Tæklaðu prófatörnina með stæl HVerNig lifir maður prófaTörN af? l Verðlauna sig eftir hvern áfanga. l Lesa einn kafla og fá sér nammi eða horfa á einn þátt. l Skella sér í sund eftir hvert einasta próf til að sveita stressinu út. l Hafa eitthvað til að hlakka til eftir prófin – til að mynda ferðalag eða eitthvað skemmtilegt. Tilhlökkunin heldur þér á lífi í gegnum törnina. l Ganga í gegnum kirkjugarða til að verða meðvitaðri um að í raun skiptir þetta engu máli og að þú verður dauð/ur áður en þú veist af. uðum orkudrykkjum sem innihalda auk koffíns og sykurs gífurlegt magn af gvarana og einhverjum fleiri geggjuðum efnum. Gefast upp Það er mjög mikilvægt að kunna að gefast upp. Þegar þú sérð að þú ert aldrei að fara að ná að læra nógu mikið fyrir prófið er æðruleysið besta vopnið. stefanthor@frettabladid.is 1 . m a í 2 0 1 8 Þ R I Ð J U D a G U R32 l í f I Ð ∙ f R É T T a B l a Ð I Ð Lífið 0 1 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F A 3 -8 3 F 8 1 F A 3 -8 2 B C 1 F A 3 -8 1 8 0 1 F A 3 -8 0 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.