Fréttablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 18
ára s. 511 1100 | www.rymi.is Brettatjakkar Kynningarverð: 43.179 kr. m/vsk gæði... ending… ánægja. skoðaðu úrvalið á Weber.is Verkfæralagerinn Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Verkfæri í miklu úrvali ViAir 12V loftdælur í miklu úvali. METABO Bútsög KS216 Verðmætaskápar Jeppatjakkur 2.25t 52cm. 16.995 frá 4.995 17.995 VIÐ SÉRHÆFUM OKKUR Í ASÍSKRI MATARGERÐ. HOLLUR OG LJÚFFENGUR MATUR. Vietnamese restaurant Laugavegi 27 og Suðurlandsbraut 8 sími: 588 6868 pho.is Fótbolti Sara Björk Gunnarsdóttir ritaði nafn sitt í sögubók íslenskrar knattspyrnu á sunnudaginn þegar hún varð fyrsta knattspyrnukonan til þess að tryggja sér sæti í úrslita- leik Meistaradeildar Evrópu. Sara Björk og félagar hennar hjá Wolfs- burg lögðu Chelsea að velli, 2-0, í seinni leik liðanna í undanúrslitum keppninnar og þýska liðið vann viðureignina samanlagt 5-1. Sara Björk skoraði eitt þriggja marka Wolfsburg í fyrri leiknum. Hún hefur alls skorað sex mörk í Meistaradeildinni í vetur sem er afar vel af sér vikið í ljósi þess að hún leikur sem djúpur miðjumaður. Auk þess að skora sex mörk í Meistara- deildinni hefur Sara Björk skorað fjögur deildarmörk og tvö mörk í þýska bikarnum. „Það er yndisleg tilfinning að vera komin í úrslitaleikinn í þess- ari gríðar lega sterku keppni. Við duttum út í átta liða úrslitum á síð- ustu leiktíð og vorum staðráðnar í að gera betur í ár. Við töpuðum einmitt fyrir Lyon, andstæðingum okkar í úrslitaleiknum, í fyrra, en ég tel okkur vera með betra lið núna. Þetta verður hörkuleikur þar sem bæði liðin eiga jafnan möguleika á að fara með sigur af hólmi,“ segir Sara Björk í samtali við Fréttablaðið. „Mér finnst mjög gaman að hafa náð að leggja meira af mörkum í markaskorun liðsins en á síðasta keppnistímabili. Það hefur svo sem ekkert breyst hvað varðar hlutverk mitt í liðinu. Ég er áfram að spila sem djúpur miðjumaður, en ég er að koma mér oftar í betri stöður og klára færin betur í ár en í fyrra. Ég skoraði tvö mörk í öllum keppnum í fyrra og setti mér það markmið að skora fimm mörk í ár. Ég er komin með 12 mörk í öllum keppnum og held að það sé bara nokkuð gott fyrir djúpan miðjumann,“ segir Sara Björk. Hún verður að öllum líkindum fyrsti íslenski knattspyrnumaður- inn til að koma við sögu í úrslita- leik Meistaradeildar Evrópu. Eiður Smári Guðjohnsen komst næst því að stíga inn á stóra sviðið þegar hann var ónotaðar varamaður Barcelona þegar liðið vann Man- chester United í úrslitaleik Meist- aradeildarinnar árið 2009. Það verður skammt stórra högga á milli hjá Söru Björk og liðsfélögum hennar hjá Wolfsburg í maí. Liðið trónir á toppi þýsku deildarinnar með 43 stig. Wolfsburg er komið í úrslitaleik þýska bikarsins þar sem liðið mætir Bayern München laugardaginn 19. maí. Þá mætir liðið Lyon í úrslitaleik Meistaradeildar- innar fimmtudaginn 24. maí. „Þetta verður klárlega stærsti leik- ur sem ég hef spilað á ferlinum. Mig hefur dreymt um að leika þennan leik allt frá því að ég var lítil stelpa. Þetta verður ofboðslega gaman þegar þar að kemur. Nú verðum við hins vegar að setja einbeitinguna á deildina þar sem við stefnum að því að verja titilinn. Við gætum farið langt með að tryggja þýska meistaratitilinn með sigrum í næstu þremur deildarleikjum,“ segir Sara Björk. „Það væri ofboðslega þægilegt ef við yrðum búin að landa titlinum fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeild- inni og það er klárlega markmiðið. Fram undan eru hins vegar erfiðir leikir í deildinni og við verðum að hafa okkur allar við til þess að halda toppsætinu. Við erum einnig komnar í bikarúrslit þannig að það er fullt af spennandi og skemmti- legum leikjum fram undan. Það er búið að vera mikið álag á leik- mannahópnum undanfarið og verður áfram. Við erum sem betur fer með stóran hóp og getum dreift álaginu án þess að það komi niður á gæðum liðsins,“ segir Sara Björk enn fremur um komandi tíma hjá Wolfs- burg. hjorvaro@frettabladid.is Þetta verður stærsti leikurinn á ferlinum Sara Björk Gunnarsdóttir verður líklega fyrsti íslenski leikmaðurinn til að spila úrslitaleik í Meistaradeild Evrópu. Sara Björk hefur verið á skotskónum fyrir Wolfsburg á leiktíðinni, en fram undan eru mörg spennandi verkefni hjá liðinu. Sara Björk á ferðinni í leiknum gegn Chelsea á sunnudaginn. Landsliðsfyrirliðinn lék allan tímann í 2-0 sigri Wolfsburg sem vann einvígið 5-1 og tryggði sér þar með sæti í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. NordiCphotoS/GEtty Mig hefur dreymt um að leika þennan leik allt frá því að ég var lítil stelpa. Sara Björk Gunnarsdóttir 1 . m a í 2 0 1 8 Þ R i Ð J U D a G U R16 S p o R t ∙ F R É t t a b l a Ð i Ð 0 1 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F A 3 -5 7 8 8 1 F A 3 -5 6 4 C 1 F A 3 -5 5 1 0 1 F A 3 -5 3 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.