Fréttablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 28
Búist er við því að minnsti bíllinn, þ.e. T-Roc R, muni fá sömu 310 hestafla 2,0 lítra vélina og er í Golf R. Margir þekkja til Volks­wagen Golf R, sem telst enginn venjulegur Golf með sín 310 hestöfl og mögnuðu akstursgetu. Hann er sem stendur líka eina bílgerð Volkswagen sem ber stafinn R í endann. Það mun breytast hressilega þetta árið því einar þrjár aðrar bílgerðir Volkswagen munu fá þessa krafta­ bílameðferð. Það verða bílarnir Tiguan, T­Roc og Arteon. Bæði Tiguan og T­Roc eru jepplingar, en Arteon er stærsti fólksbíllinn sem Volkswagen smíðar í dag. Búist er við því að minnsti bíllinn, þ.e. T­Roc R, muni fá sömu 310 hestafla 2,0 lítra vélina og er í Golf R. Tiguan R fær hugsanlega 2,5 lítra og fimm strokka vélina frá Audi sem finna má í Audi RS3 og skilar þar 400 hestöflum. Þá er talið að Arteon geti fengið nýja 6 strokka vél Volkswagen með for­ þjöppu sem verður langt norðan við 400 hestöflin. Hugsanlega gæti sú vél einnig dúkkað upp í nýja Touareg­jeppanum, sem fengi þá einnig R­stafinn í endann. Það er því runnið upp skeið kraftabíla hjá Volkswagen og fetar móður­ merkið þar kunnuglega slóð undirmerkisins Audi sem hefur verið að fjölga mjög slíkum bílum á undanförnum árum og mun enn bæta við. Volkswagen Tiguan R, T-Roc R og Arteon R PSA Peugeot Citroën keypti bílaframleiðandann Opel/Vauxhall í fyrra frá General Motors, en viðvarandi 20 ára taprekstur hafði verið á Opel og GM hafði hreinlega gefist upp á eignarhaldinu og öllu uppsafnaða tapinu. Því ætti fáum að koma á óvart að PSA hyggist taka hressi­ lega til í Opel og það snertir æski­ legan starfsmannafjölda þess. Fyrir lok ársins 2020 vill PSA fækkun upp á 3.700 starfsmenn hjá Opel, en nýlegar ráðstafanir þar sem eldra starfsfólki Opel er boðið að hætta fyrr en við áætluð starfslok hafa nú þegar orðið til þess að störfum hefur fækkað um 2.000. PSA vill þó gera gott betur og losna við hátt í 2.000 aðra starfs­ menn. Í áætlunum PSA varðandi Opel er kveðið á um að hagnaður verði farinn að myndast af starf­ semi fyrirtækisins árið 2020 og því verður leitað allra ráða til að skera niður kostnað við smíði á Opel­bílum. Þar er stærsti liðurinn fólginn í launakostnaði. Opel/ Vauxhall seldi 935.000 bíla í fyrra og minnkaði salan um 50.000 bíla frá árinu áður. Markaðshlutdeildin í Evrópu féll um 0,52% á milli ára og hefur minnkað úr 12,64% á árinu 1993, er best gekk hjá Opel, í 6,04% nú og hefur hún aldrei verið minni. PSA vill reka 3.700 starfsmenn Opel Margir nýir og mjög athyglis­verðir bílar standa nú á pöllunum á bílasýning­ unni í Peking, en bílamarkaðurinn í Kína er langstærsti bílamarkaður heims og svo til allir bílaframleið­ endur heims leggja höfuðáherslu á góða sölu bíla sinna þar. Einn af þeim sem mesta athygli fá nú í Peking er þessi Mercedes­Maybach Ultimate Luxury rafmagnsbíll frá Mercedes Benz sem ber hið virðu­ lega merki Maybach, en þarna fer eins konar „fólksbíll á stultum“ sem höfða á til efnuðustu bílkaupenda heims. Vissulega er þarna um að ræða tilraunabíl en Benz­menn segjast þó ætla að framleiða þennan bíl. Þarna fer bíll hlaðinn lúxus og nýjustu tækni sem Benz getur boðið. Mercedes Benz hefur ekki beint verið að fela áform sín um að setja á markað ofurjeppa sem bera mun Maybach­merkið. Jeppinn verður byggður á sama undirvagni og GLS­jeppinn, en yfirbyggingin verður allt önnur, eins og hér sést. Það óvenjulegasta við þennan tilvonandi jeppa er að hann verður hreinræktaður rafmagnsbíll og það verða engar aumingjarafhlöður í bílnum, en hann mun skarta 738 hestöflum sem send verða til allra hjólanna. Samtals eru rafhlöðurnar 80 kWh og drægi bílsins á fjórða hundrað kílómetrar. Bíllinn verður mjög snarpur með allt þetta afl og hámarkshraðinn takmarkaður við 250 km/klst. Með jeppanum mun fylgja 350 kW hraðhleðslustöð þar sem hlaða má hann allt að 60% hleðslu á aðeins 5 mínútum. Ekki fylgir sögunni hvenær Mercedes Benz ætlar að koma með þennan bíl á markað. Það bendir til þess að ekkert verði til sparað við frágang bílsins, enda ekki annað hægt ef hann á að bera Maybach­merkið. Bíllinn er ekki með bekk aftur í heldur eru 4 eins sæti í honum svo að ekki ætti að fara verr um aftur­ sætisfarþegana en framsætisfarþega og hefur Mercedes Benz örugglega haft bílamarkaðinn í Kína þar í huga þar sem ofurríkir bílkaup­ endur þar í landi láta iðulega aka sér í rándýrum bílum sínum og sitja makindalega aftur í. Mercedes-Maybach Ultimate Luxury í Peking Bifvélavirkjar Renault hjá BL við Sævarhöfða luku nýlega vottunarprófi sem Renault hélt hér á landi í þjónustu og viðhaldi á einstökum einingum í bílarafhlöðum Kangoo og Zoe. Af sama tilefni afhenti franska fyrir­ tækið BL að gjöf nauðsynlegan og sérhæfðan viðhaldsbúnað sem notaður er í þjónustunni sem fer fram í afmörkuðu og lokuðu rými við Sævarhöfða vegna strangra öryggiskrafna. BL er á meðal fyrstu fyrirtækjanna utan Frakklands sem Renault vottar í þessu skyni og er Ísland þriðja landið utan heima­ landsins sem Renault heimilar að sinni viðhaldi á rafhlöðum í bílum fyrirtækisins. Að sögn Símonar Ólafssonar, tæknistjóra hjá BL, eru bílaraf­ hlöður mjög háspenntar og því afar mikilvægt að fylgja ströngum verkferlum, bæði er varðar vinnuaðstöðu og klæðnað auk þess sem einungis eru notuð tiltekin verkfæri sérsniðin að vinnunni. „Ég get nefnt sem dæmi að hlífðar­ fatnaður og hanskar þurfa að þola eitt þúsund volta spennu. Vinnan þarf að vera afmörkuð og lokuð frá öðrum starfsstöðvum og þú mátt ekki vera með neitt glingur á þér sem leitt getur straum. Einn starfsmaður má heldur ekki sinna þessum verkefnum. Af öryggis­ ástæðum þurfa þeir alltaf að vera tveir,“ segir Símon. Mjög fátítt er að rafhlöður bili alvarlega en Símon segir við­ hald og eftirlit með rafhlöðunum eðlilegt ferli eins og með alla aðra hluti sem eru í stöðugri notkun. „Einstakar einingar í þeim geta dalað eða gefið sig án þess að þess verði mjög vart við notkun bílanna. Það er hluti af ábyrgðar­ þjónustu okkar við framleiðendur að hafa eftirlit með rafhlöðunum í samræmi við þeirra fyrirmæli og verkferla,“ segir Símon. Nú þegar hafa aðrir bifvélavirkjar hjá BL sem þjónusta Nissan, Hyundai og BMW lokið sams konar prófum og eru alls um tíu manns hjá BL með vottun frá bílaframleiðendum til að sinna þjónustu við háspenntar bíla rafhlöður. BL er vottaður viðhaldsaðili á bílarafhlöðum Rafhlaða úr Nissan Leaf. Mercedes-Maybach Ultimate Luxury var frumsýndur í Peking í síðustu viku. Höfuðstöðvar Opel í Rüsselsheim í Þýskalandi. BL er á meðal fyrstu fyrir- tækjanna utan Frakklands sem Renault vottar í þessu skyni og er Ísland þriðja land- ið utan heima- landsins sem Renault heimilar að sinni viðhaldi á rafhlöðum í bíl- um fyrirtækisins. Að sögn Símonar Ólafssonar, tækni- stjóra hjá BL, eru bílaraf- hlöður mjög háspenntar og því afar mikilvægt að fylgja ströngum verk- ferlum, er varðar vinnu- aðstöðu, klæðnað og verkfæri. 1 . M A í 2 0 1 8 Þ R I Ð J U D A G U R4 B í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð Bílar 0 1 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F A 3 -7 A 1 8 1 F A 3 -7 8 D C 1 F A 3 -7 7 A 0 1 F A 3 -7 6 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.