Fréttablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 40
Kia vinnur nú að þróun stórs jeppa sem verður talsvert stærri en Sorento-jeppinn sem Kia hefur boðið til langs tíma og mun hann fá nafnið Telluride. Yfirleitt er það svo að bílar sem smíðaðir eru upp úr tilrauna- bílum sem vel hefur verið tekið breytast samt svo mikið að vart er hægt að finna skyldleikann á milli þeirra, en þannig verður það ekki í tilfelli Telluride-jepp- ans. Hann á að verða svo til alveg eins og tilraunabíllinn sem fyrst var sýndur árið 2016 á bílasýningunni í Detroit. Miðað við þessa mynd af jeppanum er það fagnaðarefni því að hann er einstaklega vel útlítandi. Kia hefur reyndar sagt að útlitið frá tilraunabílnum gefi tóninn fyrir fleiri framtíðarbíla Kia. Telluride-jeppi Kia verður með sæti fyrir fjóra og því eiga þrír farþegar að rúmast í þriðju sætaröðinni. Hugsanlega verður þó í boði viðhafnarútgáfa jeppans með sjö sæti þar sem í annarri sætaröð verða aðeins tvö aðskilin lúxussæti, en heil sætaröð fyrir aftan þau. Búist er við því að 3,3 lítra V6-vélin sem finna má í Kia Stinger verði í boði í jeppanum, en vafa- laust fleiri vélarkostir. Í Stinger er þessi vél 370 hestöfl. Ekki er ljóst hvenær Kia stefnir á að koma með Telluride á markað en heyrst hefur að hann muni fá systurbíl frá Hyundai sem fá muni nafnið Palisade. Það er ekki að spyrja að Kia og Hyundai, vart er til sá bíll frá öðru fyrirtækinu sem ekki er til með öðru nafni og lítt breyttu sviði með nafni hins merkisins. Kia Telluride eins og tilraunabíllinn Kia Telluride verður átta sæta stór jeppi. Margir bílaframleiðendur framleiða sérstakar bíl-gerðir sem eingöngu eru ætlaðar fyrir Kínamarkað. Sá nýjasti til að bætast í þann hóp er Skoda sem ætlar að framleiða lítinn jeppling í sameiginlegri verksmiðju Volkswagen og Skoda í Sjanghæ í Kína. Þessi jepp- lingur er minni en nýi Skoda Karoq jepplingurinn sem kynntur var hérlendis fyrir skömmu. Skoda er ekki búið að gefa upp hvert nafnið á þessum jepplingi verður, en heyrst hefur að nafnið Kamiq verði ofan á. Ef svo verður er það þriðja nafnið á jeppum/jepplingum Skoda sem byrjar á stafnum K og endar á stafnum q. Af myndum að dæma fer hér býsna laglega teiknaður jepp- lingur, en samkvæmt fyrstu upp- lýsingum frá Skoda verður hann fremur einfaldur að innan, enda mun hann ekki kosta nema um 1,4 milljónir króna í Kína. Aðalvélin í boði verður 110 hestafla og 1,5 lítra bensínvél og bíllinn verður líklega í boði bæði beinskiptur og með DSG dual-clutch sjálfskiptingu. Kína er stærsti markaður Skoda- bíla og í fyrra seldi framleiðandinn 325.000 bíla þar í landi. Smár Skoda jepplingur aðeins fyrir Kína Bílaumboðið Askja hefur gert þjónustusamning við Bíla-geirann í Reykjanesbæ. Með þessum samningi er Bílageirinn nú orðinn viðurkenndur þjónustuaðili fyrir Kia-bíla á Suðurnesjum. Mikill vöxtur hefur verið í sölu Kia-bíla á Suðurnesjum á síðustu árum en frá árinu 2011 hefur K. Steinarsson í Reykjanesbæ selt rúmlega tvö þúsund Kia-bíla á svæðinu. ,,Við erum afar ánægð að ganga til sam- starfs við Bílageirann sem er nú annað þjónustuverkstæðið á Suður- nesjum sem eigendur Kia-bifreiða geta leitað til. Það er ávallt mikilvægt að bíleigendur leiti til viðurkenndra aðila með alla þjónustu, svo engin hætta sé á að upp komi vandamál með ábyrgð. Það er mikilvægt að bíleigendur kynni sér það verð og þá þjónustu sem í boði er hjá viðurkenndum aðilum því auk þess að bjóða upp á viðurkennda varahluti frá við- komandi bílaframleiðanda eru þeir í flestum tilvikum ekki dýrari heldur en óháð verkstæði og oft á tíðum ódýrari,“ segir Óskar Páll Þorgilsson, þjónustustjóri Öskju. Bílageirinn þjónustar Kia BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 E N N E M M / S ÍA / N M 8 7 0 4 8 N is s a n X - t ra il o g Q a s h q a i R E T A IL 4 x 3 0 m a rs NISSAN SPORTJEPPAR TILBÚNIR Í FERÐALAG MEÐ ÞÉR NISSAN QASHQAI Verð frá: 3.550.000 kr. Staðalbúnaður í Qashqai m.a.: • Leiðsögukerfi með Íslandskorti • Nissan Connect 7" snertiskjár • LED dagljósabúnaður • Tveggja svæða miðstöð með loftkælingu • Þokuljós að framan • Bakkmyndavél • D-laga leðurstýri með aðgerðahnöppum Staðalbúnaður í X-Trail m.a.: • Leiðsögukerfi með Íslandskorti • Hljómkerfi með 6 hátölurum • 17" álfelgur • 7" snertiskjár • Regnskynjari • Þokuljós að framan • Skyggðar rúður að aftan • D-laga leðurstýri með aðgerðarhnöppum NISSAN X-TRAIL Verð frá: 4.790.000 kr. Nánari upplýsingar á nissan.is • Skyggðar rúður að aftan • Stopp/start búnaður • 17" álfelgur • Hraðastillir • Regnskynjari á framrúðu • Hiti í framrúðu • Tveggja svæða tölvustýrð miðstöð með loftkælingu • Neyðarhemlun • Akreinavari • Skynjar umferðaskilti og birtir á upplýsingaskjá • Armpúði á milli sæta 1 . M a í 2 0 1 8 Þ R I Ð J U D a G U R12 B í l a R ∙ F R É T T a B l a Ð I Ð Bílar 0 1 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F A 3 -9 2 C 8 1 F A 3 -9 1 8 C 1 F A 3 -9 0 5 0 1 F A 3 -8 F 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.