Fréttablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 22
Ég er að ljúka BA-gráðu í ensku og er þessa dagana önnum kafin við að skrifa lokarit- gerðina mína sem fjallar um Harry Potter. Ég gef mér þó tíma til að líta upp úr bókunum og tek stutt frí frá skriftum til að dansa með Háskóla- dansinum. Það heldur geðheils- unni í lagi að taka fram dansskóna og stíga nokkur spor. Ég er með kvíðaröskun og á stundum dálítið erfitt með að róa mig niður. Þess vegna finnst mér svo gott að dansa og hreyfa mig,“ segir Ingibjörg Ásta Tómasdóttir glaðlega. Efla dans innan Háskólans Þegar Ingibjörg Ásta er spurð nánar út í Háskóladansinn kemur í ljós að um er að ræða félagsskap sem er starfræktur innan Háskóla Íslands og hefur verið um nokkurt skeið. Tilgangur félagsins er að efla dansíþróttina innan háskóla- samfélagsins með því að bjóða upp á fjölbreytt dansnámskeið og einnig með alþjóðlegu samstarfi við önnur dansfélög. „Háskóladansinn er hugsaður fyrir háskólanema en þeir sem eru enn í framhaldsskóla eða hafa aldr- ei farið í háskólanám eru auðvitað líka velkomnir. Þetta er ótrúlega gaman og algjört fjör. Við höfum lært að dansa hina ýmsu dansa, svo sem blús, boogie-woogie, capoeira, lindy hop, sving og rock’n’roll og West Coast Swing. Svo höfum við verið í samstarfi við Salsa Ísland og lært að dansa salsa hjá þeim,“ segir Ingibjörg Ásta brosandi. Innt eftir því hvort nauðsynlegt sé að hafa bakgrunn í dansi segir Ingibjörg Ásta það alls ekki nauð- synlegt. „Háskóladansinn er jafnt fyrir þá sem hafa aldrei á ævinni dansað og þá sem hafa einhvern bakgrunn í dansi. Margir sem hafa enga reynslu af dansi hafa orðið alveg forfallnir dansarar og geta ekki hætt, þeim finnst svo gaman. Sjálf æfði ég samkvæmisdansa frá því ég var fjögurra ára og þar til ég varð þrettán ára. Ég varð því miður að hætta að æfa því ég hafði ekki neinn dansherra,“ greinir Ingibjörg Ásta frá. Hún hætti þó ekki alveg að dansa heldur tók dans í vali í grunn- og framhaldsskóla. „Svo hef ég alltaf dansað heima hjá mér, jafnvel bara við útvarpið. Öll fjöl- skyldan mín hefur verið í dansi og þegar ég frétti af Háskóladansinum vissi ég strax að það væri eitthvað fyrir mig,“ segir hún. Nemendur kenna dans Danskennslan byggist á jafningja- fræðslu og segir Ingibjörg Ásta danskennarana ýmist vera nem- endur við Háskólann eða fyrr- verandi nemendur sem hafa náð góðum tökum á dansi. „Ég hef ekki aðeins lært nýja dansa, ég hef líka kynnst fullt af skemmtilegu fólki, enda er þetta frábær félagsskapur sem heldur mér alveg gangandi. Margir erlendir skiptinemar sækja danskvöldin reglulega svo þetta er fjölbreyttur hópur,“ segir Ingibjörg Ásta og bætir við að dansinn sé líka frábær líkamsrækt og góð leið til að halda sér í formi. „Mér finnst ekkert æðislegt að fara í ræktina en það er ótrúlega gaman að fara í dans. Við tökum alveg á því og fáum mikla útrás með því að dansa,“ segir hún. Spurð hvernig kynjahlutfallið sé segir Ingibjörg Ásta að óneitan- lega væri gaman að fá fleiri stráka út á dansgólfið. „Oftast eru fleiri stelpur á dansnámskeiðunum en svo koma kvöld þar sem strákarnir eru í miklum meirihluta. En jú, við viljum endilega fá fleiri stráka í lið með okkur.“ Dansað í sumar Háskóladansinn heldur úti nám- skeiðum sem hefjast að hausti og vori og senn lýkur vornámskeiðinu þetta árið. Hvert námskeið tekur tíu vikur, að sögn Ingibjargar Ástu. „Við ætlum að halda áfram að dansa í sumar og verðum með danskvöld þrisvar í viku. Á þriðjudagskvöldum hittumst við á Hressó og dönsum West Coast Swing. Á miðvikudagskvöldum dönsum við lindy hop á Petersen svítunni í Gamla bíói og svo dönsum við sving og rock’n’roll á Sólon á sunnudagskvöldum. Stundum er byrjendakennsla áður en danskvöldin hefjast en um leið og maður hefur fengið góðan grunn getur maður í raun dansað hvað sem er,“ segir hún að lokum. Nánari upplýsingar má finna á facebook.com/haskoladansinn. Ingibjörg Ásta og Jack Threlfall Hartley taka nokkur spor í aðalbyggingu Háskóla Íslands. MYND/EYÞÓR Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@frettabladid.is Ég hef ekki aðeins lært nýja dansa, ég hef líka kynnst fullt af skemmtilegu fólki, enda er þetta frábær félags- skapur sem heldur mér alveg gangandi. Ingibjörg Ásta Tómasdóttir Framhald af forsíðu ➛ Það heldur geð- heilsunni í lagi að taka fram dansskóna og stíga nokkur spor. Ég er með kvíðaröskun og á stundum dálítið erfitt með að róa mig niður. Þess vegna finnst mér svo gott að dansa og hreyfa mig. Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@frettabladid.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@ frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumenn: Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 512 5457 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433 | Frábær hóptilboð Sjáðu öll tilboðin okkar á www.kinahofid.is Opið alla daga vikunnar frá kl. 11:00 - 22:00 Kínahofið veitingahús l Nýbýlavegi 20 l 200 Kópavogi www.kinahofid.is l Sími 554 5022 TILBOÐ 4 réttir + súpa dagsins aðeins 1.690 kr.* SVÍNAKJÖT MEÐ TOFANSÓSU KJÚKLINGUR MEÐ SATAYSÓSU NÚÐLUR MEÐ GRÆNMET DJÚPSTEIKTAR RÆKJUR MEÐ SÚR/SÆTRI SÓSU *tekið með heim – 1.990 kr. ef borðað er á staðnum. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 . M A Í 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U R 0 1 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F A 3 -7 F 0 8 1 F A 3 -7 D C C 1 F A 3 -7 C 9 0 1 F A 3 -7 B 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.