Fréttablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 42
Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Viltu verða rekstrarfulltrúi? Nýtt tækifæri fyrir þig! Hagnýt viðskipta- og fjármálagreinabraut • Er langt síðan þú varst í skóla? • Hefur þig lengi langað að drífa þig í nám en ekki þorað? • Áttu slæmar minningar frá fyrri skólagöngu? Vel menntaðir og áhugasamir kennarar, góð aðstaða, mikil reynsla og afslappað andrúmsloft. Þessi braut veitir mörg tækifæri á vinnumarkaði og til frekara náms. Hagnýt viðskipta- og fjármálagreinabraut er þriggja anna braut með tengingu við vinnustaði. Aðaláhersla er lögð á viðskipta- og samskiptagreinar. Í lok námsins fá nemendur diploma sem rekstrarfulltrúi. Kennsla hefst í ágúst 2018. Nánari upplýsingar gefur Inga Karlsdóttir, fagstjóri í síma 594 4000/8244114 eða inga.karlsdottir@mk.is Skortur á svefni getur beinlínis verið banvænn, samkvæmt taugavísindamanninum og sálfræðingnum Matthew Walker, sem sinnir svefnrannsóknum við Kaliforníuháskólann í Berkeley. Hann gaf út sína fyrstu bók, „Why We Sleep“, í október síðastliðnum, þar sem hann dregur saman helstu niðurstöður nýlegra rannsókna á mikilvægi svefns og gefur leiðbein- ingar um hvernig á að fá betri svefn. NBA- og NFL-leikmenn, starfs- menn Pixar og margir fleiri hafa fengið svefnráðgjöf frá Walker og í bók sinni er Walker ekkert að skafa utan af því og segir einfaldlega að því styttra sem fólk sefur, þeim mun styttra verði líf þeirra. Það er áætlað að tveir af hverjum þremur fullorðnum einstaklingum fái ekki nægan svefn. Bæði Alþjóða- heilbrigðisstofnunin og Walker mæla með því að fólk miði við að sofa um átta tíma á hverri nóttu. Sjálfur heldur hann sig við átta klukkustunda svefnglugga, sem þýðir að hann er í rúminu í að minnsta kosti átta tíma á hverri nóttu, þó hluti af þeim tíma fari í að sofna og vakna. Hann segir að þetta haldi honum virkum og andlega og líkamlega heilbrigðum. Walker færir rök fyrir því að það geti skaðað heilsuna alvarlega og til lengri tíma að sofa bara sex eða sjö tíma á hverri nóttu og það geti jafn- vel í sumum tilvikum verið banvænt. Svefnskortur veikir kerfið Þegar maður hefur ekki sofið nóg er erfiðara fyrir líkamann að verjast veikindum, hvort sem það er kvef eða krabbamein. Svefnskortur minnkar birgðir líkamans af hvítum blóðfrumum sem eyða æxlis- og vírusfrumum og bara ein nótt af 4-5 klukkustunda svefni getur minnkað þessar birgðir um u.þ.b. 70%. Skortur á svefni gerir líkamann veikari fyrir krabbameini og hefur verið tengdur við ýmsar gerðir þess. Óreglulegur svefn bælir líka framleiðslu hormónsins mela- tóníns, sem getur líka aukið hættu á krabbameini og þess vegna flokkar Alþjóðaheilbrigðisstofnunin nætur- vinnu sem „líklegan krabbameins- vald“. Skortur á svefni gæti líka aukið hættuna á ýmsum krónískum veikindum. Ónógur svefn hefur verið tengdur við aukna hættu á alzheimer, offitu, heilablóðfalli og sykursýki, þó orsakasambandið sé ekki þekkt. Skortur á svefni breytir því hvernig insúlín virkar í líkamanum og hversu hratt frumur líkamans drekka í sig sykur. Ef maður sefur um það bil 4-5 tíma á nóttu í eina viku gæti þessi breyting leitt til þess að blóðsykurinn hækki svo mikið að læknir gæti greint mann með byrjunarstig sykursýki, segir Walker. Þessi hækkun á blóðsykri gæti þá þegar verið byrjuð að skaða hjarta, æðar og nýru. Rannsóknir í Japan hafa líka leitt í ljós að menn sem sofa minna en sex tíma á nóttu eru 400-500% lík- legri til að fá hjartaáfall en þeir sem hvílast vel. Walker segir að skertur svefn minnki líka viðbragðshraða, sem gæti útskýrt örlitla fjölgun á bíl- slysum sem verður í Bandaríkjunum þegar skipt er frá vetrartíma yfir í sumartíma á vorin. Hjartaáföllum fjölgar reyndar líka töluvert í kringum tímabreytingarnar, því margir missa af svefni og sá svefn- skortur eykur álag á hjartað. Ekki reyna að vera ofurmenni Walker segir að það sé vissulega til fólk sem er þannig byggt að það þoli minni svefn og þurfi ekki meira en sex tíma svefn. En þessir einstakling- ar eru svo fáir að þeir eru bara brot af einu prósenti af öllu fólki. Það er því ekki skynsamlegt að for- gangsraða öllu öðru á undan svefni. Vissulega kostar hann mikinn tíma, en það er hætta á að slæm heilsa kosti mun meiri tíma og stytti jafnvel lífið um einhver ár. Walker segir ein- faldlega að ef þú sefur ekki nóg deyir þú fyrr og að gæði lífsins sem þú ert að stytta minnki umtalsvert. Svefnskortur er heilsuspillandi Matthew Walker er taugavísindamaður og sálfræðingur sem rannsakar áhrif svefns á heilsu. Hann heldur því fram að skortur á svefni veiki ónæmiskerfið, skaði heilsuna og stytti lífið. Samkvæmt Matthew Walker hefur svefnskortur slæm áhrif á heilsuna og getur stytt lífið. NORDICPHOTOS/GETTY Það er ýmislegt í kerfi líkamans sem líður fyrir skort á svefni. NORDICPHOTOS/GETTY 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 . M A í 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U R 0 1 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F A 3 -8 D D 8 1 F A 3 -8 C 9 C 1 F A 3 -8 B 6 0 1 F A 3 -8 A 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.