Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Qupperneq 7
4. maí 2018 fréttir 7 þjófnaði. Hann afplánaði tvisvar sinnum dóm í fang- elsi. „Í raun var Himmi mein- laus en agalega vegvilltur. Ég ætla ekki að reyna að út- skýra líðan móður þegar hún horfir á eftir ástkæru barni í fangelsi í fyrsta sinn. Ég var svo ónýt, ég var sár og reið, fannst ég hafa brugðist, vildi ekki vera mamma neins og var bara ómöguleg. Þetta er svo ekki eitt- hvað sem maður tekur til umræðu í fjölskylduboðum, ég fór bara ekki meðal fólks. Mín leið en ekki endilega rétt leið.“ Í maí 2007 var gert Hilm- ari að sitja inni í þrjá mánuði, vegna ofsaaksturs. Hann sagði við mömmu sína að hann hefði ekki þorað að stoppa fyrir löggunni af því að hann var viss um að hann hefði drukkið of mikið. Hann fór inn á Hraunið í júní en þar sem að þetta var hans þriðja afplánun var hann vistaður á hinum svokallaða lávarðagangi á Hrauninu, innan um dæmda morðingja og ofbeldismenn. Það gagnrýnir Ragnheiður harðlega. „Þarna taka þeir þessa ungu stráka og hreinlega murka úr þeim lífið. Hann var þarna 21 árs gam- all og þar að auki misþroska og því mikið eftir á sumum sviðum. Ungur og áhrifagjarn strákur inn- an um alla þessa sterabolta, hann verður auðvitað bara að engu.“ Hilmar hitti aldrei sálfræðing eða geðlækni á meðan hann sat í fangelsi. Nokkrum mánuðum eft- ir dauðsfall hans ritaði Ragnheið- ur á bloggið: „Ég hef sagt ykkur að Hilmar var góðhjartaður, hann var stundum einum of góðhjartaður. Ef ég hefði til dæmis sagt honum að Jói Jóns væri vondur við mig og skuldaði mér aura þá hefði Hilmar brugðist við. Hann hefði ekki lamið Jóa en hann hefði farið og sótt eitthvað af eigum hans í bætur. Hálfgerður Hrói Höttur, á skakkan máta. Í fyrra varð hann var við að syst- ir hans var eitthvað blönk. Hann sendi vinkonur sínar með aura og keypti af henni bílinn. Hann bjargaði málum þar. Þá sat hann inni og fékk einmitt viðbótardóm meðan hann sat inni. Það fannst honum erfitt þá. Það sama var að gerast nú, núna gat hann það ekki og gafst upp. Ragnheiður segir engan hafa séð fyrir að Hilmar myndi binda enda á líf sitt í fangelsinu. Á þeim tíma hafði hann afplánað sex vik- ur af tólf. „Ég segi alltaf að hann hafi gef- ist upp. Ég heyrði í honum stuttu áður og fann að það var eitt- hvað að, hann var svo niðurdreg- inn. Venjulega var hann kátur og hress. En þetta grunaði engan.“ Greint var frá and- láti Hilmars í frétta- miðlum undir fyrir- sögninni: „Fangi svipti sig lífi á Litla-Hrauni.“ En Ragnheiður óskaði þess að Hilmars væri minnst fyrir annað en það eitt að vera fangi. Í sorgarferlinu tók Ragn- heiður upp á því að halda úti bloggsíðu þar sem hún opnaði sig um reynslu sína. Skrifin reyndust vera hennar haldreipi og viðbrögð- in létu ekki á sér standa; aðrir aðstandendur settu sig í samband við hana og deildu svipaðri upplifun. „Þarna sat ég uppi með tvö tabú. Ann- að var sjálfsvíg og hitt var það að vera móðir fanga. En um leið og prestur- inn hafði kvatt okkur þá ákvað ég að núna ætl- aði ég ekki lengur að fela þetta, ég ætlaði að sýna fólki hvernig þetta er.“ Allra hagur að menn komi bættir út Ragnheiður hefur skýra sýn á það sem betur má fara varðandi sál- gæslu í fangelsum, eða öllu heldur skort á henni. „Fyrst og fremst þarf að bæta þjónustuna við fangana. Að þeir fái þessa sálfræðiþjónustu, að það sé hægt að greina þá og komast að rót vandans. Það vantar úrræði og sveigjanlega. Þessi hugsun, að loka þessa stráka bara inni og henda lyklinum, hún virkar ekki og það sjá allir. Þá koma þeir bara nákvæmlega eins út. Það hlýtur að vera okkur öllum til góða að þeir komi út sem betri menn og nýt- ir þjóðfélagsþegnar.Þess vegna er bráðnausðynlegt að hafa sér- fræðinga, geðlækni og sálfræðinga til staðar inni í fangelsunum.“ Ég myndi vilja gjörbreyta inni í fangelsunum sjálfum með mikilli áherslu á að koma föngum í starf- hæft ástand með mjög markviss- um aðgerðum til að byggja þá upp. Fólk segir oft að fangar eigi ekkert gott skilið og það eigi bara ekki að eyða skattpeningunum í þá. Þessu er ég ósammála. Það er allra hag- ur að menn komi í góðu ástandi út úr fangelsum, þá eru mun minni líkur á að menn brjóti af sér aft- ur og fólk þyrfti kannski ekki eins mikið að óttast þá. Ég geri mér líka grein fyrir að ekki er unnt að koma öllum föngum á rétta braut en á meðan við sjáum svona um fang- ana þá er nánast engin von um að þeir komi betri út og þeir halda áfram að vera þessi ógn við lög- hlýðna borgara. „Ég veit um einn strák sem var búinn að vera inn og út af Hraun- inu en fékk að hitta geðlækni í síð- ustu afplánuninni sem gaf honum viðeigandi greiningu. Þessi strák- ur braut aldrei af sér eftir það. Það þurfti ekki annað en að setjast nið- ur með honum og finna hvað var að honum. Þessir strákar vilja ekki vera svona,“ segir Ragnheiður og bætir við að það hefði ekki þurft mikið til að hjálpa Hilmari. „Það hefði ekki verið mikið mál að koma honum fyrir á stað sem hentaði honum betur, þar sem hann hefði fengið einhverja að- stoð. Þó að það hefði ekki verið nema bara stutt spjall. Vel þjálf- aður sálfræðingur hefði ekki þurft að spjalla lengi við hann til að vita hvernig best væri að meðhöndla hann.“ Ragnheiður bendir jafnframt á að hluti vandans liggi í því að fangarnir komi að fyrra bragði og biðji um aðstoð. „Ég veit að þeir vilja fá hjálp en fá sig ekki til þess að biðja um hana. Vegna þess að það er veikleikamerki og það vilja þeir ekki sýna frammi fyrir hin- um föngunum. Þeir eru með svo svakalega mikinn front.“ Erfitt að losna við stimpilinn Hún tekur undir að blessunarlega hafi umræðan um sjálfsvíg náð að opnast örlítið á undanförnum árum. Lítið sem ekkert hefur þó þokast í málefnum fanga. Og enn- þá grassera fordómar í þeirra garð. Umræðan berst að viðhorfum fólks í garð „krimmanna“ á Hraun- inu. Óhreinu börnunum hennar Evu. „Um leið og þeir eru komnir inn þá fá þeir þennan stimpil, fangi. Þá eru þeir bara krimmar sem enginn vill skipta sér af. En sonur minn var meira en bara fangi, hann var allt mögulegt annað. Fyrir yngri systkinum sínum var hann ekki fangi, hann var Himmi stóri bróð- ir, svalasti náungi sem þau höfðu nokkurn tímann hitt. Þetta eru ekki skrímsli. Fólk sér ekki mann- legu hliðina á þeim.“ Hún segist þó ekki vera reið út í kerfið. „Ég hef aldrei verið reið út í neitt eða neinn. Ég sé bara enn- þá skýrar hvað hægt er að laga og hvar við þurfum að byrja. Fangelsi á að vera betrunarvist, ekki refsi- vist. Við hljótum að geta gert betur við þennan hóp. „Hann var strákurinn minn“ Haustið 2007 skrifaði Ragnheiður á bloggið: „Hilmar minn er eitt þeirra barna sem ekki pössuðu í norm- ið. Oftar en ekki var hann búinn að gera skammir af sér, hann virt- ist framkvæma hraðar en heil- inn vann. Oftast vissi hann vel að um afbrot var að ræða. Hann varð ótrúlega sár við sjálfan sig. Þegar hann lést í fyrra þá misstum við svo mikið, við misstum strák sem elskaði okkur öll með stóra hjart- anu sínu. Við elskuðum hann líka öll til baka. Annað var ekki hægt. Einn hans mesti kostur var hversu góður hann var, hann var mein- laus. Hann lenti í erfiðum aðil- um, sem vildu láta hann bæta tjón sem hann olli. Á því hafði hann sjaldnast möguleika nema þegar hann sat þá inni fyrir brot sín. Þeir hræddu hann. Þeir hræddu okkur, stundum í gegnum hann. Hann reyndist of meinlaus þegar upp var staðið, þeir brutu hann. En líti ég til baka á strákinn minn, þá sé ég meinlausa bangs- ann minn. Ég er stolt af því að hafa fengið að vera móðir hans. Ég hefði ekki viljað missa af hon- um fyrir nokkurn mun. Hann var strákurinn minn, stóri, glaði og káti strákurinn minn. Ég mun elska hann allt mitt líf. Ég mun líka vera honum þakklát allt mitt líf fyrir þá ást sem hann sýndi mér. Hvíldu þig, ástin mín, mamma elskar þig.“ n „Það hefði ekki ver- ið mikið mál að koma honum fyrir á stað sem hentaði honum bet- ur, þar sem hann hefði fengið einhverja aðstoð. Ragnheiður Hilmarsdóttir Kallar eftir breytingum varðandi sálgæslu fanga. Mynd HAnnA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.