Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Síða 13
4. maí 2018 fréttir 13
Hallgrímur Helgason
Á einn beittasta pennann í bransanum
sem stingur svo auðveldlega á graftarkýl-
um samfélagsins. Mætti alveg fara að brýna
hann betur.
Heimir Hallgrímsson
fékk íslenska knattspyrnumenn til að
hlusta og gera eins og hann segir og lands-
liðið tapar varla leik.
Helgi Seljan
Ef Helgi situr fyrir framan þig og spyr þig
ágengra spurninga þá eru allar líkur á því
að þú sért með allt niðrum þig.
Hildur Lilliendahl
Holdgervingur femínismans
á Íslandi, jafnvel öfgafemín-
isma segja sumir. Umdeild,
elskuð og hötuð.
Jón Viðar gagnrýnandi
Af honum má læra að vera óhrædd að tjá
skoðanir okkar, mýktina og taktinn verðum
að sækja annað. Ómissandi fyrir íslenskt
samfélag. Þorir þegar aðrir þegja.
Katrín Jakobsdóttir
Hefur áru sem pólitíkusar myndu drepa
fyrir að hafa. Hún getur verið
í stjórn, stjórnarandstöðu,
ráðherra, þingmaður eða
stigavörður í spurningar-
leik, það getur eng-
um verið illa við hana,
nema kannski þeir sem
hrópuðu húh undir
orðum VG þegar sendi
átti Sjálfstæðisflokk-
inn í útlegð. Í staðinn
giftist Katrín honum
Bjarna sínum. Sonur
þeirra er ættleiddur og
heitir Þórólfur Gísla-
son og hann á barn
sem heitir Sigurður
Ingi. Hún kennir okk-
ur, sem við vissum, að
ekkert er að marka
það sem sagt er í að-
draganda kosninga.
Kári Stefánsson
Væri uppáhald allra ef hann væri ekki
svona geðstirður. Er reyndar uppáhald
sumra einmitt vegna þess.
Kolbrún Bergþórsdóttir
Drottning bókagagnrýnenda. Þó
hún sé sanngjörn og kurteis þá
viltu síður gefa út bók sem hún
er ekki ánægð með. Nokkur
vel valin orð frá Kollu og bók-
in deyr í hillunni eða lesendur
mynda röð.
Logi Bergmann Eiðsson
Bendir okkur á hluti sem við vit-
um en vorum ekkert að pæla í.
Og predikar og stendur við sína
jákvæðu möntru, að vera alltaf
léttur. Jafnvel þegar maður er í
lögbanni.
Illugi Jökulsson
Ef Illugi veit ekki svarið veit það enginn.
Hefur mótað útvarp og fjölmiðla.
Magnús Tumi Guðmundsson
segir okkur hvort það sé farið að gjósa
og hvað við eigum að gera ef svo er. Og
við hlustum og hlýðum og jafnvel hlaup-
um. Hann getur sett okkur algjörlega út
af laginu, svo við jafnvel leggjum á flótta
þegar geðveikir miðlar spá jarð-
skjálfta í Grindavík.
Páll Óskar
Hjálmtýsson
Jákvæði diskókóngurinn
sem hjálpaði til að gera
samfélagið þannig að
allir eigi rétt á að vera
með.
Rut Káradóttir
Þú getur verið nokk-
uð öruggur um að fólki
mun finnast heimilið
þitt spennandi ef Rut
hefur hannað það eða
raðað því upp. Það gæti
jafnvel dugað að segja
bara að hún hafi
gert það.
Sema Erla Serdar
Sú sem berst fyrir litla manninn sem á að
sparka úr landi þar sem ætti að vera nægt
pláss fyrir alla. Fær holskelfu hótana en
heldur áfram. Við erum ein fjölskylda.
Steinunn Ólína
Þorsteinsdóttir
Hún kennir okkur að láta
draumana rætast en þessi
merka kona stofnaði Kvenna-
blaðið og gefur ekkert eftir.
Hún er einn okkar fremsti lista-
maður og kletturinn sem eigin-
maðurinn styður sig við þegar hann
þarf að kasta mæðinni.
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Maðurinn getur ekki
fengið sér kökubita án
þess að vera annaðhvort
úthúðað eða hrósað í
hástert fyrir vikið. Hefur
fengið og fær eflaust enn
fullt af góðum hugmynd-
um fyrir land og þjóð. Á í smá
basli með framsetninguna.
Skúli Mogensen
Er eða verður fyrirmynd og áhrifavaldur
þeirra viðskiptamanna sem taka
stórt upp í sig og leggja mikið
undir. Eða hvað?
Sólrún Diego
er í leiðtogasætinu
í baráttunni við
óhreinindin. Sú
eina sem getur
þrifið vatn með
vatni og þrif-
ið það vatn
með ed-
iki.
Tara Margrét
Vilhjálmsdóttir
Það er í fínu lagi að vera feitur og fólk með
spik þarf ekkert að skammast sín. Það eru
þeir sem finnst það ekki í lagi sem eiga að
skammast sín. Tara kennir Íslendingum
vera óhræddir við að koma fram nákvæm-
lega eins og þeir eru.
Vigdís Finn-
bogadóttir
Hún gæti sagt
okkur að ganga
fram af bjargi
og við myndum
þramma af stað.
Væri dýrlingur ef við
værum kaþólsk.
Þorgrímur Þráinsson
Menn mega gantast með tóbaks-
Togga, en reykingar hafa snarminnk-
að. Hann dælir út bókum með
jákvæðum boðskap til barna og ung-
linga. Gott karma, nema þegar hann
gagnrýnir konur fyrir að hanga á Face-
book og horfa ekki í augu barna sinna á
meðan þær gefa þeim brjóstamjólk.
Þau stjórna því hvernig þú hugsar