Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Qupperneq 22
22 umræða 4. maí 2018 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur Suðurlandsbraut 14 2. hæð 108 Reykjavík fréttaskot 512 7070 abending@dv.is Þ að er óhætt að segja að við búum í dag við offram- boð frétta og skilin á milli þeirra og afþreyingarefn- is eru sífellt að verða óljósari. Ein stærsta ástæðan er sú að virkni samfélagsmiðla er slík að radd- ir fólks, sem aldrei heyrðust áður, komast nú greiðlega til skila. Það sést vel á lestrartölum að lesendur okkar miðils hafa áhuga á sögum fólks og þá ekki síður sögum al- mennings heldur en þjóðþekktra Íslendinga. Sögur af sigrum, sorg- um og skemmtilegum uppákom- um. Við höfum áhuga á fólki. Það er þó ábyrgðarhluti fjöl- miðla að fara vel með þessar sög- ur. Þegar þjóðþekktir einstak- lingar opna sig eða tjá skoðanir sínar á mönnum og málefnum þá eru umsvifalaust búnar til frétt- ir, að því gefnu að skilaboðin séu fréttnæm. Það er þó ekki einhlítt heldur er oft hringt í viðkomandi og leitað eftir viðbótarupplýsing- um. Þegar um almenna borgara er að ræða þá eiga blaðamenn undantekningarlaust að spyrja um leyfi. Í vikunni birti söngkonan geð- þekka, Salka Sól Eyfeld, áhrifa- mikla færslu á Twitter-síðu sinni. Færslan snerist um viðkvæmt persónulegt málefni sem margir Íslendingar tengja við. Það er alltaf virðingarvert þegar þjóð- þekkt fólk opnar sig um erfiða reynslu og ég hef trú á því að það hjálpi oft öðrum sem eru í svip- aðri stöðu. Í lok færslunnar tiltók söngkonan sérstaklega að fjöl- miðlar hefðu ekki leyfi til þess að búa til fréttir upp úr færslunni. Það er að mörgu leyti kómískt í ljósi þess að Salka Sól er með 10 þúsund fylgjendur á samfélags- miðlunum, auk þess sem hver sem er, sem á annað borð hef- ur Twitter-reikning, getur dreift skilaboðum hennar með eigin athugasemdum. Þannig má segja að hún hafi birt skilaboðin á ein- um stærsta fjölmiðli heims og erfitt er að sjá muninn á því hvort efnið birtist þar eða á hefðbundn- um fréttamiðli. Hins vegar er leitt að sjá að Salka Sól beri ekki það traust til fjölmiðla að þeir fari vel með viðkvæm skilaboðin. Annað slíkt mál kom upp á dögunum þegar kona ein svar- aði spjallþræði í Facebook-hópi sem snerist um geðræn málefni. Greindi konan frá því í óspurð- um fréttum að maki hennar væri greindur með siðblindu. Í hópn- um voru um 5.000 einstaklingar meðlimir, þar á meðal nokkr- ir blaðamenn DV. Einum kollega þótti málefnið áhugavert og sendi konunni persónuleg skilaboð. Þar spurði hann með varfærnum hætti hvort konan gæti hugsað sér að ræða þetta málefni á opinber- um vettvangi. Konan tók fyrirspurninni illa og í kjölfarið varð uppi fótur og fit í umræddum hóp þar sem með- limir hans voru sakaðir um trún- aðarbrest og að hafa lekið við- kvæmum upplýsingum í blöðin. Blaðamenn miðilsins fylgdust undrandi með fjargviðrinu, sér- staklega í ljósi þess að hópurinn fjölmenni var stofnaður til þess að svipta hulunni af andlegum veik- indum og ræða þau opinskátt. n Trúnaður á samfélagsmiðlum„Í lok færslunnar tiltók söngkonan sérstaklega að fjölmiðlar hefðu ekki leyfi til þess að búa til fréttir upp úr færslunni. Leiðari Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Spurning vikunnar Í hvaða sæti lendir Ari í Eurovision? „Ég held að hann komist ekki einu sinni inn.“ Hulda Gestsdóttir „Svona 35. sæti, ef það eru það mörg lönd í keppninni.“ Loftur Loftsson „Ég er ekki viss um að hann komist í lokakeppnina en ef hann kemst verður hann í neðstu 10.“ Sigrún Pálsdóttir „24. sæti.“ Óli Jónsson A ð undanförnu hefur farið fram hatrömm umræða í þjóðfélaginu um mál sem á sér marga snertifleti: Barn- aníð, aðkomu stofnana að slík- um málum, samskiptum þeirra á milli, aðkomu eftirlits- og aðhalds- aðila, leka úr stjórnsýslunni, póli- tíska ábyrgð ráðherra, hvað telja má siðlegt og ósiðlegt í umfjöll- un fjölmiðla, aðkomu Alþingis og einstakra alþingismanna. Málið varðar ágreining sem uppi hefur verið frá því á síðasta ári eft- ir að félagsmálaráðuneyti bárust kvartanir barnaverndarnefnda í Reykjavík og Hafnarfirði yfir afskipt- um og aðfinnslum frá hendi Barna- verndarstofu og þá einkum forstjóra þeirrar stofnunar við vinnubrögð barnaverndarnefnda í þessum sveitarfélögum. Tiltekin mál voru þar tilgreind. Við þessum kvörtun- um hafði ráðuneytið tekið en það á að hafa eftirlit með Barnaverndar- stofu sem aftur á móti á að sinna aðhaldshlutverki gagnvart barna- verndarnefndum sveitarfélaganna. Barnaverndarstofu ber að veita aðhald Málin sem deilurnar virðast vera sprottnar af eru annars vegar að- finnsla Barnaverndarstofu við framgöngu barnaverndarnefndar Reykjavíkur af máli sem var gerð skil í sjónvarpsþættinum Kveik ný- lega og hafði djúpstæð áhrif. Alla vega hefði mér þótt undarlegt ef ekki hefði komið fram mjög ein- dregin viðbrögð af hálfu Barna- verndarstofu, ef þá ekki áminning. Hafnarfjarðarmálið er öllu flóknara að sjá – og enn flóknara hefur það orðið eftir að ný gögn hafa komið fram; gögn sem ráðu- neytið virðist ekki hafa skoðað áður en komist var að niðurstöðu þar á bæ. Fyrrverandi ráðherra vill ekki rannsókn – á sér! Til að flækja málið enn frekar hef- ur forstjóri Barnaverndarstofu gert athugasemd við málsmeð- ferð ráðuneytisins, ekki síst í að- draganda rannsóknar. Aðkoma ráðuneytisins hafi verið óbilgjörn, stjórnsýslureglur ekki virtar, máls- gögnum verið lekið í fjölmiðla og Þorsteinn Víglundsson ráðherra tjáð sig opinberlega um efni máls- ins áður en rannsókn þess hafi raunverulega verið hafin. Ef til vill er því ekki undarlegt að Þorsteinn Víglundsson, fyrr- verandi félagsmálaráðherra, vilji nú ljúka málinu hið fyrsta. Hon- um hrýs líklega hugur við því að embættisfærsla hans verði undir í þeirri skoðun sem nú hefur verið ákveðið að efna til. Það ætti hins vegar að vera öll- um fagnaðarefni að fram skuli fara óháð rannsókn á aðkomu allra hlutaðeigandi aðila að þessum undarlega málatilbúnaði öllum. Enn eitt flækjustigið Er þá komið að því að kynna til leiks enn eitt flækjustigið. Umrædd- ur Bragi Guðbrandsson er í fram- boði til setu í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Sumir eru framboði hans mjög hlynntir – og er ég í þeim hópi. En einnig eru til þau sem eru þessu framboði andvíg. Þetta er skýringin á öllum þeim hauggreftri sem í gangi er til að finna ávirðingar á hendur Braga til að gera framboð hans tortryggi- legt. Í barnaverndarmálum er að finna marga sem telja sig ekki hafa notið réttar síns í íslenska barna- verndarkerfinu gegnum áratugina þótt hin séu líka mörg sem telja að þar hafi verið vörn að fá. Á báða bóga verða til bjargvættir og and- stæðingar. Undantekning en ekki regla En þrátt fyrir allar aðfinnslur þá er veruleikinn nokkuð annar en upp hefur verið dregin í fjölmiðl- um. Svo er að skilja að þegar á heildina er litið hafi samstarf milli þeirra aðila sem nú deila ver- ið með ágætum. Hér sé um að ræða undantekningar sem sanni þá reglu. Og ástæðan fyrir því að framboð Braga Guðbrandsson- ar til nefndar SÞ nýtur víðtæks stuðnings á alþjóðavettvangi er barátta hans fyrir réttindum barna og tilvísan í íslensku barnahúsin sem hafa verið sett á laggirnar að hans frumkvæði. Leki þá og leki nú Í umræðunni að undanförnu ægir öllu saman og mótsagnirn- ar himinhrópandi. Sömu aðil- ar og kvörtuðu yfir leka í Tony Omos-málinu um viðkvæmar persónuupplýsingar, skirrast ekki við að koma slíkum upplýsing- um á framfæri og birta kinnroða- laust. Lögð er að jöfnu málsmeð- ferð ráðherra í gerólíkum málum, alþingismenn slá fram órök- studdum upphrópunum um einstaklinga og viðkvæm málefni barna án þess að hafa kynnt sér málavöxtu, fjölmiðill, og er ég þar að vísa til Stundarinnar, sýnir til- burði til að sameina það í sínum verkum að gerast upplýsingamið- ill og síðan dómari á grundvelli til- viljanakenndra gagna. Og allir þykjast vera að gera þetta allt fyrir börn sem þurfi á vernd að halda! Treysti Ásmundi Einari Hvernig væri nú að skapa sam- stöðu um að taka allt þetta kerfi til gagngerrar endurskoðunar og uppstokkunar eftir atvikum. Þarna eru nefnilega ótal brotala- mir sem þarf að laga. Nákvæmlega þetta hafa verið skilaboð Ásmund- ar Einars Daðasonar félagsmála- ráðherra um að þurfi að gera. Ég trúi því að hann meini það og það sem meira er, ég treysti honum til þeirra verka. n Þörf á stórátaki í barnaverndarmálum! Aðsent Ögmundur Jónasson skrifar Þorsteinn Víglundsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.