Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Side 27
fólk - viðtal 274. maí 2018 „Krakkarnir sögðu að hann væri aumingi og myndi örugglega deyja“ þarf að einfalda kerfin og færa þjónustuna nær einstaklingun- um. Við hugum ekki að and- lega þættinum og hvað fólk er að ganga í gegnum.“ Kona sagði börn Heiðu með ljót nöfn Heiða hikar þegar hún er spurð hvað hafi reynst erfiðast á þessum tíma en segir loks: „Að stíga inn í þann veruleika að allir mega segja allt um mig. Ég er alls ekki viðkvæm fyrir gagn- rýni á mín verk eða skoðanir en þegar fólk úthrópar mig sem hálf- vita, fávita, þjóf og svo framvegis þá finnst mér það enn þá erfitt. Bæði fólk sem ég mæti á götunni, fólk sem skrifar á samfélagsmiðla og jafnvel innan borgarstjórnar. Það kom eitt sinn fyrir að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallaði okkur fasista. Við sem tökum það skref að taka þátt í stjórnmálum erum venjulegir íbúar og þetta breytir okkur ekki sem manneskjum.“ Þetta var svo sem ekki nýtt fyrir fjölskyldunni því að Hrannar hafði starfað í stjórnmálum um nokkurt skeið og var til dæmis aðstoðar- maður Jóhönnu Sigurðardóttur í tíð hennar sem forsætisráðherra. Heiða og Hrannar ræddu sérstak- lega við börnin sín um þetta því að upphrópanirnar og rógurinn snerta þau einnig. „Í eitt skipti sá ég að kona var að básúna um það að börnin mín hétu ljótum nöfnum. Þau sjá svona athugasemdir á netinu og við verð- um að læra að takast á við þetta.“ Heiða segist hafa náð að brynja sig að einhverju leyti fyrir þessu og upphrópanir fái mismikið á hana. „Sérstaklega eftir #metoo- bylgjuna þar sem upp hafa vaknað gamlir draugar feðraveldisins sem eru á móti konum því að þeir telja að jafnrétti sé slæmt fyrir karla, af- staða sem ég skil engan veginn. Ég tek það ekki nærri mér. En við þurfum að breyta umræðunni til að gott og öflugt fólk sé viljugt til að taka það skref að stíga inn í stjórn- málin.“ #metoo fæddist á fimm dögum Heiða var kjörinn varaformaður í Samfylkingunni í febrúarmánuði árið 2017 en var þó enn tiltölulega lítið þekkt á landsvísu. Í nóvem- ber síðastliðnum var nafn hennar hins vegar á allra vörum þegar hún leiddi fyrstu #metoo-byltinguna þar sem konur í stjórnmálum sögðu sögur sínar af mismunun, áreitni og ofbeldi. Heiða fylgdist líkt og aðr- ir vel með frægum leikkon- um í Hollywood sem sögðu „Það var ekki til neinn peningur á heimilinu en við fengum lambakjöt frá ömmu og afa sem bjuggu í sveitinni og fisk frá frænda mínum“ m y n d ir H a n n a

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.