Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Qupperneq 31
Grillsumarið 4. maí 2018 KYNNINGARBLAÐ
Prima er mest selda kryddið á Íslandi og grillkryddin frá Prima eiga eftir að koma við sögu
í óteljandi máltíðum og grillveisl-
um sem eru fram undan á næstu
mánuðum. Margir halda að Prima sé
innflutt krydd en svo er aldeilis ekki,
hér er um að ræða alíslenska fram-
leiðslu frá hinu rótgróna fyrirtæki
Vilko, sem stofnað var í Kópavogi árið
1969 en hefur allt frá árinu 1986 ver-
ið starfandi á Blönduósi. Nýlega urðu
tímamót í starfseminni er Vilko flutti
sig um set innan Blönduóss:
„Við fórum úr 600 fermetrum í
1.400 fermetra og við það sköpuð-
ust nýir möguleikar,“ segir Gunnar
Tryggvi Halldórsson, gæðastjóri
Vilko, en framleiðsluvélar fyrirtæk-
isins hafa verið endurnýjaðar: „Nýja
framleiðslulínan okkar er hraðvirkari
og afkastameiri og gefur til dæm-
is möguleika á að þróa innri og ytri
innsigli á umbúðum, þannig að núna
getum við auk innsiglis á tappanum
sjálfum haft hulsu utan um tappann
á grillglösunum,“ segir Gunnar og
bætir því við að Vilko hafi nú fengið
lífræna vottun á framleiðslulínunni:
„Þetta gefur okkur meiri möguleika
á að framleiða lífrænar vörur og við
erum að vinna í því að koma frá okkur
nýrri línu af Prima-kryddum sem
verður að fullu lífræn.“
Nýjar hugmyndir fæðast
á samfélagsmiðlunum
„Við fáum mikla svörun á samfélags-
miðlum, til dæmis eru snapparar
duglegir að prófa sig áfram með
vörurnar og gefa þeim umsagnir,“
segir Gunnar
en þekkt dæmi
eru um að nýj-
ungar hafi orðið
til í þessari gerj-
un hjá snöppur-
unum. Eitt dæmi
er notkun á Prima
steikar- og grill-
kryddi með hvít-
lauk sem er mjög
vinsælt í grillsósur
og ídýfur. Annað skemmtilegt dæmi
snertir hið þekkta Vilko vöffludeig en
sú hugmynd að grilla vöfflurnar varð
til á snappinu og hefur síðan orðið
mjög útbreidd.
„Samfélagsmiðlarnir veita okk-
ur gott aðhald og við tökum öllum
ábendingum fagnandi. Facebook-
síðan okkar er með 4.000 fylgjendur
sem eru ófeimnir við að segja okkur
frá því ef
tiltekn-
ar vörur
vantar í
einhverjar
búðir, hvort
þeim líkar
eða líkar
ekki tiltekið
krydd og
svo fram-
vegis. Við bregðumst vel
við öllum ábendingum og
Facebook-síðan er eiginlega
meira þjónustuvettvangur en aug-
lýsingatæki. Eitt afar skemmtilegt
dæmi um þessa grósku er þegar við
spurðum á Facebook-síðunni hvaða
krydd fólk notaði á samlokur og við
fengum 300 svör. Þarna fengum við
300 uppskriftir að samlokum,“ segir
Gunnar.
Veljum íslenskt
Sem fyrr segir er Prima-kryddið
íslensk framleiðsla frá a til ö, framleitt
í fyrirtæki á landsbyggðinni, en keypt
og notað um allt land. Nánari upplýs-
ingar er að finna á vefsíðunni prima.
is (eða vilko.is) og Facebook-síðunni
www.facebook.com/Primakrydd
PriMA Er KlárT Í GrillSuMArið:
Mest selda
krydd á Íslandi