Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Qupperneq 31
Grillsumarið 4. maí 2018 KYNNINGARBLAÐ Prima er mest selda kryddið á Íslandi og grillkryddin frá Prima eiga eftir að koma við sögu í óteljandi máltíðum og grillveisl- um sem eru fram undan á næstu mánuðum. Margir halda að Prima sé innflutt krydd en svo er aldeilis ekki, hér er um að ræða alíslenska fram- leiðslu frá hinu rótgróna fyrirtæki Vilko, sem stofnað var í Kópavogi árið 1969 en hefur allt frá árinu 1986 ver- ið starfandi á Blönduósi. Nýlega urðu tímamót í starfseminni er Vilko flutti sig um set innan Blönduóss: „Við fórum úr 600 fermetrum í 1.400 fermetra og við það sköpuð- ust nýir möguleikar,“ segir Gunnar Tryggvi Halldórsson, gæðastjóri Vilko, en framleiðsluvélar fyrirtæk- isins hafa verið endurnýjaðar: „Nýja framleiðslulínan okkar er hraðvirkari og afkastameiri og gefur til dæm- is möguleika á að þróa innri og ytri innsigli á umbúðum, þannig að núna getum við auk innsiglis á tappanum sjálfum haft hulsu utan um tappann á grillglösunum,“ segir Gunnar og bætir því við að Vilko hafi nú fengið lífræna vottun á framleiðslulínunni: „Þetta gefur okkur meiri möguleika á að framleiða lífrænar vörur og við erum að vinna í því að koma frá okkur nýrri línu af Prima-kryddum sem verður að fullu lífræn.“ Nýjar hugmyndir fæðast á samfélagsmiðlunum „Við fáum mikla svörun á samfélags- miðlum, til dæmis eru snapparar duglegir að prófa sig áfram með vörurnar og gefa þeim umsagnir,“ segir Gunnar en þekkt dæmi eru um að nýj- ungar hafi orðið til í þessari gerj- un hjá snöppur- unum. Eitt dæmi er notkun á Prima steikar- og grill- kryddi með hvít- lauk sem er mjög vinsælt í grillsósur og ídýfur. Annað skemmtilegt dæmi snertir hið þekkta Vilko vöffludeig en sú hugmynd að grilla vöfflurnar varð til á snappinu og hefur síðan orðið mjög útbreidd. „Samfélagsmiðlarnir veita okk- ur gott aðhald og við tökum öllum ábendingum fagnandi. Facebook- síðan okkar er með 4.000 fylgjendur sem eru ófeimnir við að segja okkur frá því ef tiltekn- ar vörur vantar í einhverjar búðir, hvort þeim líkar eða líkar ekki tiltekið krydd og svo fram- vegis. Við bregðumst vel við öllum ábendingum og Facebook-síðan er eiginlega meira þjónustuvettvangur en aug- lýsingatæki. Eitt afar skemmtilegt dæmi um þessa grósku er þegar við spurðum á Facebook-síðunni hvaða krydd fólk notaði á samlokur og við fengum 300 svör. Þarna fengum við 300 uppskriftir að samlokum,“ segir Gunnar. Veljum íslenskt Sem fyrr segir er Prima-kryddið íslensk framleiðsla frá a til ö, framleitt í fyrirtæki á landsbyggðinni, en keypt og notað um allt land. Nánari upplýs- ingar er að finna á vefsíðunni prima. is (eða vilko.is) og Facebook-síðunni www.facebook.com/Primakrydd PriMA Er KlárT Í GrillSuMArið: Mest selda krydd á Íslandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.