Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Síða 32
Grillsumarið 4. maí 2018KYNNINGARBLAÐ Þetta virkar mjög vel á grillið með því að nota Scaldia hreingern-ingarsvamp, sem flestir kann- ast við og er til á nær öllum heimilum, hann er oftast gulur öðrum megin og grænn hinum megin. Þú úðar yfir grillið og lætur standa í dálítinn tíma. Síðan nuddar þú með mýkri hlið svampsins yfir og þá fara burtu öll óhreinindi, ryðið og liturinn. Síðan er bara þurrkað yfir með hreinum klút. Þetta kemur í veg fyrir að grillið ryðgi yfirhöfuð, það falli á það og þess háttar. Takkarnir verða ekki fastir, en það er vandamál sem flestir grill- eigendur hafa margir kynnst, því takkar á gasgrillum festast oft.“ Þetta segir Smári Hólm, umboðsaðili fyrir Prolan á Íslandi, en Prolan Medi- um er sannkallaði undraefni á útigrill og stuðlar að því að grillið heldur upp- haflegu útliti sínu og er áfram prýði á veröndinni eða svölunum, í stað þess að verða að ljótum, ryðguðum klumpi eins og því miður er alltof al- gengt. „Það er óhætt að segja að Prolan Medium sparar eigendum útigrilla mikil vandræði og vesen,“ segir Smári. Hann tekur hins vegar fram að Prolan Medium hentar ekki til að þrífa sjálfa grindina undir matnum, þar skal beita hefðbundnum aðferðum. Smári Hólm er einn helsti sérfræðingur landsins í ryð- vörnum og rekur ryðvarna- verkstæði að Rauðhellu 1 þar sem hann ryðver bíla eftir kúnstarinnar reglum. Í gegn- um þetta starf kynntist hann undraefninu Prolan sem hefur gífurlega sterk forvarn- aráhrif á þá fleti sem það er borið á. Prolan-vörurnar eru fjölbreyttar, allt eftir því á hvers konar hluti þær eru notaðar, en eins og fyrr segir er varan sem notuð er á úti- grillin Prolan Medium, sem er í úðaformi. Auðvelt er að úða vökv- anum úr brúsanum og hann dreifist vel. Fyrir utan að henta vel á útigrillin virkar varan vel sem smurefni fyrir verkfæri og ýmsa hreyfanlega hluti. Á vefsíðunni prolan.is er að finna ítarlegar upplýsingar um Prolan, sér- staklega undir efnisflokknum Vörur. Prolan er selt mjög víða en á prolan.is undir efnisflokknum Sölustaðir/Pant- anir er ítarlegt yfirlit yfir alla söluaðila Prolan. Undraefnið Prolan Medium heldur grillinu hreinu og ryðlausu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.