Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Side 38
38 fólk - viðtal 4. maí 2018
S
veinn Hjörtur Guðfinnsson
er ennisbreiður, brúnamik-
ill, kjálkabreiður, hálsdig-
ur og herðamikill, hakan
breið. Harðleitur en augun opin
og góðleg en myrkvast þá hann
verður reiður. Granstæðið vítt og
skegg mikið og úlfgrátt. Sveinn er
allur vel í vexti. Röddin er sterk,
ákveðin en vinaleg. Engu líkara er
en að Sveinn Hjörtur hafi risið upp
af einni af blaðsíðum Íslendinga-
sagnanna. Það er því engin tilvilj-
un að kvikmyndaframleiðend-
ur og atvinnuljósmyndarar óska
reglulega eftir þjónustu hans til að
bregða sér í hlutverk víkinga. Síð-
ast birtist hann áhorfendum í aug-
lýsingahléi Ofurskálarinnar í febr-
úar síðastliðinn þar sem hann reri
víkingaskipi af miklum djöfulmóð
í auglýsingu Dodge Ram.
Sveinn Hjörtur er fæddur í maí
1971. Hann var búsettur lengi í
Keflavík. Þar starfaði Guðfinnur
faðir hans sem lögregluþjónn en
móðir hans var heimavinnandi.
Eignuðust hjónin sex börn, tvö
þeirra létust. Systir Sveins lést í
fæðingu en bróðir hans, Einar Óli,
var myrtur um borð í varðskipinu
Tý þann 7. janúar 1980, en Einar
Óli var aðeins 18 ára. Morðinginn,
Jón G. Guðmundsson, drap einnig
annan ungan mann, Jóhannes Ol-
sen að nafni, áður en hann kastaði
sér svo fyrir borð. Þessi harmleik-
ur skók íslenska þjóð og vakti mik-
inn óhug. Síðan tóku aðrar forsíð-
ufréttir við og fennti smám saman
yfir málið. Eftir sat fjölskylda
harmi slegin með ung börn sem
fékk enga áfallahjálp á þeim tíma.
Þetta var þegar fólk átti að harka
af sér og bera harm sinn í hljóði.
Fjölskyldan var brotin og sárin
greru aldrei að fullu.
Sveinn Hjörtur hefur aldrei
rætt áður opinberlega um þennan
mikla missi. Sveinn Hjörtur sam-
þykkti að ræða þennan sára missi
við blaðamenn DV ef það yrði til
þess að mögulega mætti draga
lærdóm af þessum harmleikl.
Sveinn var aðeins tíu ára þegar
fyrirmynd hans lést. Öllum þess-
um árum síðar snertir fortíðin,
harmleikurinn, viðkvæma strengi í
þessum stóra manni. Sveinn lærði
á erfiðasta hátt sem hugsast get-
ur hvað sorg er, og sorg er grátur,
sorg er hiti, blóm og kertaljós og
eitthvað sem enginn þorir að segja
eða tala um.
Kanasjónvarp og hasarblöð
Í gegnum starf föður síns kynntist
Sveinn hermönnum og börnum
þeirra á Keflavíkurflugvelli. Hann
varð vitni að því þegar þeir tóku
morgunhlaup eða marseruðu um
svæðið.
„Það var svo gaman að upplifa
það. Þetta var framandi heimur og
ég hafði aðgang að Bubble Double
tyggjógúmmíi og hasarblöðum.
Ég horfði á kanasjónvarpið og tók
þátt í Halloween og las um Kaftein
America, Hulk og Spider-Man
og allt það gengi,“ segir Sveinn.
„Herinn kom hingað með gríðar-
leg tækifæri og nýbreytni. Samfé-
lagið blandaðist og við tókumst á
við nýjar áskoranir, í samgöngum
og flugmálum sérstaklega. Þetta
breytti öllu alveg gríðarlega og
við tókum risastökk á örskömm-
um tíma inn í nýja framtíð. Með
hernum komu peningar, fyrir-
tæki byggðust upp sem því mið-
ur, eins og sagan segir, voru mis-
notuð af stjórnmálaflokkum, sem
er sorglegt. Það er eitthvað sem
við þurfum að læra af og má aldrei
gerast aftur.“
Hvernig varstu sem barn?
„Ég var svolítill grallari en
nokkuð hlédrægur, ég stamaði.
Pabbi heitinn stamaði, það var
ekkert mikið en ég var hlédræg-
ur og rólegur. Ég þótti svolítið sér-
stakur. Ég var að hlusta á Vilhjálm
Vilhjálmsson, Hauk Morthens,
Ragnar Bjarnason og Óðinn Valdi-
marsson. Ég var forn í öllu, einn
Sorg er grátur, sorg er
hiti, blóm og kertaljós
n Bróðir Sveins Hjartar var myrtur í varðskipinu Tý n Ætlar að breyta borginni
n Jesús er leiðtoginn n Býður sig fram fyrir Miðflokkinn
Kristjón Kormákur Guðjónsson
kristjon@dv.is
„Ég var forn í öllu, einn af fáum í skóla sem
hafði gaman af Íslendingasögunum. Gísli Súrs-
son er svona ædolið mitt og Grettir Ásmundarson.