Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Page 39
fólk - viðtal 394. maí 2018
af fáum í skóla sem hafði gaman
af Íslendingasögunum. Gísli Súrs-
son er svona ædolið mitt og Grett-
ir Ásmundarson,“ segir Sveinn.
„Ég var ljóshærður hnokki og með
blá augu. Ég var mjög vinsæll hjá
svörtum börnum amerískra her-
manna og var oft beðinn um að
sitja fyrir á myndum. Ég man
alltaf eftir því hvað mér fannst
þetta vinalegt, en svo þegar mað-
ur elst upp sem barn er talað um
negra. Ég var búinn að kynnast
blökkumanninum og mér fannst
þetta ekkert mál og þótti vænt um
krakkana sem ég kynntist. Þess
vegna þykir mér það oft sérstakt
þegar margir stimpla mig sem ein-
hvern rasista.“
Alkóhólismi litaði heimilislífið
„Ég ólst upp við alkóhólisma. Fað-
ir minn var alkóhólisti og starf-
aði sem lögreglumaður og seinna
meir sem forvarnarfulltrúi en
alkóhólisminn var alltaf til staðar
og það var erfitt að horfast í augu
við hann. Pabba tókst að halda
sér án áfengis oft í lengri tíma en
féll svo og neyslan hafði djúpstæð
áhrif á heimilislífið.“
Sveinn bætir við að þó hinum
veika takist að halda sig frá áfengi,
þá geti sjúkdómurinn engu að síð-
ur litað heimilislífið.
„Það er ákveðin barátta ef menn
taka þetta á hnefanum, löngun-
in verður svo erfið,“ segir Sveinn.
„Það var ekkert rætt um þetta áður
fyrr. Konur voru ekkert að leita að-
stoðar eða neitt. Þetta var erfitt oft
og tíðum.“
Sveinn ber sterkar tilfinningar
til föður síns og gerir sér grein fyrir
að hann átti við veikindi að stríða.
Sjúkdóminn fékk Sveinn svo í arf
en hann hefur verið án áfengis í
sex ár.
„Pabbi var ofsalega góður vin-
ur minn. Hann var fyrirmynd mín
og ég var stundum farinn að halda
að þetta væri einhvers konar með-
virkni en það var ekki þannig. Við
áttum rosalega margt sameigin-
legt.
Margir segja í dag að ég sé mjög
líkur pabba mínum, bæði gleðst ég
yfir því og óttast það. Pabbi gekk í
gegnum mikil veikindi og gríðar-
lega sigra í lífinu, en mér finnst
alltaf svo gott að leyfa hinum látna
að vera með þá minningu sem
hann hefur. Það sem var, það var
og það sem er, það er.“
Sveinn hefur unnið í sjálfum
sér og fyrir margt löngu skilið eft-
ir allan beiskleika og biturð. Hann
telur mikilvægt að vera þakklátur,
þakka fyrir sig og leyfa sér að vera
þakklátur.
„Lífið er ferðalag, og eins og
ég segi stundum: steinar lífsins
eru hálir, við dettum. Það er bara
spurning hvenær. Sumir flýta sér
yfir ána og detta en mikilvægast er
að standa upp strax aftur og halda
áfram,“ segir Sveinn ákveðinn,
þagnar um stund en heldur svo
áfram: „Það er eins og Guð hafi
lagt fyrir mann ákveðnar raunir.
Ég trúi að hann setji aldrei of mik-
ið og hann ætlast til þess að mað-
ur læri af því. Ég gæti í raun og
veru lýst þessu þannig að það er
göngumaður sem er að ganga upp
á tindinn og horfir til baka, þá sér
hann og hugsar: þarna hrasaði ég,
þarna sneri ég ökklann, þarna var
ég næstum hættur við, þarna gafst
ég upp en með örlítilli birtu ákvað
ég að halda áfram. Það er fullt af
ósigrum, en líka sigrum. Þeir þurfa
ekki endilega að vera stórir, en þeir
eru hvatning til að halda áfram.“
Þú talar um Guð. Hvaða Guð er
þetta sem þú trúir á?
„Guð er þannig í mínum huga
að hann er eitthvað æðra sem ég
leita til og treysti, en hvort þetta er
barnatrúin veit ég ekki. Ég hef al-
veg yfirgefið Guð, bara í reiði. Ég
hef ýtt honum í burtu þegar ég hef
verið við það að bugast.“
Sveinn Hjörtur sagði sig úr
Þjóðkirkjunni þegar Ólafur Skúla-
son var sakaður um kynferðisbrot.
„Ég fer með bænir og sé Jesúm
Krist sem leiðtoga, en ég sé hann
með allt öðrum hætti en margir
aðrir. Mín túlkun á Jesú Krist er
sú að hann hefur verið til á sínum
tíma; heimspekilegur ungur mað-
ur sem var á undan sinni samtíð
og hafði margt fram að færa. Hann
gerði hluti sem sumir segja að
séu bara sögusagnir og voru ekki
til, en fyrir mér var hann bara fé-
lagi minn, hann gæti verið mótor-
hjólafélagi minn eða hver sem er.
Þannig trú hef ég. Hvort sem það
endar þannig að við erum öll á
sama stað eftir Paradís hef ég ekk-
ert velt fyrir mér. Ég lifi í núinu.
Lífið hefur kennt mér það að ef þú
ætlar að græja þig eitthvað langt
fram í tímann, sem oft þarf að
gera, þá gerir þú engin meistara-
plön því þau geta hrunið hálftíma
eftir á.“
Bróðurmissir
Sveinn Hjörtur hefur, eins og áður
segir, aldrei opnað sig opinberlega
um það þegar hann missti bróður
sinn. Það er ekki hjá því komist í
miðju viðtali að rekja þá atburða-
rás sem kollvarpaði heimsmynd
tíu ára saklauss drengs. Mánu-
daginn 7. janúar árið 1980 átti
sér stað harmleikur um borð í
varðskipinu Tý þegar tveir skip-
verjar voru stungnir til bana af
þeim þriðja sem talið var að hafi
í kjölfarið varpað sér frá borði.
Mennirnir sem stungnir voru hétu
Jóhannes Olsen háseti og Einar Óli
Guðfinnsson léttadrengur ,bróð-
ir Sveins Hjartar. Báðir voru þeir
um tvítugt, búsettir í Reykjavík og
ókvæntir. Maðurinn sem framdi
verknaðinn, Jón D. Guðmunds-
son, 32 ára, starfaði sem vélstjóri
um borð og var kvæntur tveggja
barna faðir en lík hans fannst
aldrei.
„Hann er brjálaður! Hann stakk
mig!“
Týr sigldi úr höfn föstudaginn
4. janúar og var að fylgjast með
loðnuveiði norðaustan við Kol-
beinsey þegar atburðurinn gerðist
að morgni mánudagsins. Klukkan
var níu um morgun og Jón hafði
nýlokið vakt þegar hann gekk inn í
eldhús skipsins þar sem Jóhannes
og Steinar M. Clausen bátsmaður
voru fyrir.
Jón tók stóran brauðhníf úr
rekka og eftir stutt orðaskipti rak
hann hnífinn fyrirvaralaust djúpt
í síðu Jóhannesar. Síðan dró hann
hnífinn úr sárinu og hljóp út úr
eldhúsinu og í átt að borðsaln-
um. Á ganginum var Einar, sem
hafði nýlokið við að taka niður
jólaskraut og var að ryksuga. Jón
hljóp að Einari og stakk hann í
brjóstið en enginn varð vitni að
þeirri árás. Einar náði að komast
inn í borðsalinn þar sem nokkrir
skipverjar sátu en þar hneig hann
niður. Jón var hins vegar á bak og
burt.
Eftir að Steinar varð vitni að
árásinni á Jóhannes hljóp hann
rakleiðis upp í brú til að segja
stýrimanninum sem var á vakt
hvað gerst hafði. Nokkrum sek-
úndum síðar kom Jóhannes sjálf-
ur upp, helsærður og öskraði:
„Hann er brjálaður! Hann stakk
mig!“ Jóhannes var lagður á gólf-
ið og skyrtu hans haldið að sárinu.
Hann var með fullri rænu en mjög
kvalinn og fékk morfínssprautu til
að lina þjáningarnar.
Opin hurð og blóðdropar
Skipverjum var mjög brugðið við
þetta og fóru þeir samstundis í það
verk að reyna að bjarga Jóhannesi
og Einari og var Jóhannes talinn í
meiri lífshættu. Bjarni Helgason
skipherra fyrirskipaði að Týr tæki
stefnuna að Grímsey og reyndi
að fá annaðhvort sjúkraflugvél
eða þyrlu á staðinn. En símtölin
við lækna og Landhelgisgæsluna
gengu treglega. Loks þegar átti að
ræsa sjúkraflugvél af stað var það
um seinan. Í miðju símtali lést Jó-
hannes af innvortis blæðingum og
Einar hálftíma síðar og vélin fór því
aldrei í loftið. Andlát Einars kom
skipverjunum verulega á óvart því
að þeir töldu meiðsli hans umtals-
vert minni en Jóhannesar. Endur-
lífgunartilraunir voru gerðar en
báru engan árangur.
Læstu sig inni í klefa
Eftir að búið var að hlúa að Jó-
hannesi og Einari eins og hægt
var hófst leitin að Jóni. Skipverj-
ar gripu kylfur og héldu af stað
nema þeir yngstu sem læstu sig
inni í klefum sínum. Tvisvar sinn-
um leituðu skipverjarnir í hverj-
um krók og kima en hvorki fannst
Jón né hnífurinn. Eftir klukkutíma,
þegar skipverjarnir höfðu leitað af
sér allan grun, töldu þeir öruggt
að Jón hefði stokkið útbyrðis. Þeir
sáu að hurð á þyrluskýli hafði ver-
ið opnuð og tveir blóðdropar þar
nálægt. Þótti þeim það líklegt að
Jón hefði farið þar út. Skipið var
þá komið svo langt frá staðnum
þar sem Jón sást síðast að útilok-
að var að finna hann á lífi í haf-
inu. Enginn maður lifir lengur en
12 mínútur í sjó á þessum slóðum
í janúar.
Þess í stað var Tý beint að Ak-
ureyrarhöfn og þar lagðist skip-
ið að bryggju klukkan sex um
Sorg er grátur, sorg er
hiti, blóm og kertaljós
n Bróðir Sveins Hjartar var myrtur í varðskipinu Tý n Ætlar að breyta borginni
n Jesús er leiðtoginn n Býður sig fram fyrir Miðflokkinn
Myndir: HAnnA
„Lífið er ferðalag og eins og ég segi stundum:
steinar lífsins eru hálir, við dettum. Það er bara
spurning hvenær. Sumir flýta sér yfir ána og detta en
mikilvægast er að standa upp strax aftur og halda
áfram.
„Sveinn minn,
hann Einar bróðir
þinn, hann er dáinn.
Sló í gegn í auglýsingahléi
Ofurskálarinnar.