Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Page 44
44 menning 4. maí 2018
Flóttinn mikli (e. On the Run)
Flótti Sindra Þórs Stefánssonar frá Sogni hefur allt sem til
þarf til að búa til kvikmynd sem malar gull. Sindri er ungur,
fluggáfaður og heillandi maður sem flæktist inn í alþjóðlegt
samsæri tölvuhakkara og eitt stærsta rán Íslandssögunnar.
Sindri er handtekinn, lokaður inni í fangelsi og allt bendir
til að hann einn muni axla ábyrgð á glæpnum. Innilokað-
ur fer hann að undirbúa flóttann. Sindri gerir sér upp veik-
indi, kemst í opið fangelsi og flýr að nóttu til út á flugvöll.
Síðan flýgur hann úr landi í sömu vél og forsætisráðherra
landsins.
Það eina sem vantar í söguna er örlítið meiri dramatík.
Sindri á konu og börn sem nota mætti til að Hollywood-
krydda handritið enn frekar. Það eru þó vissulega dá-
lítil vonbrigði að þessi nýjasti „óskasonur“ þjóðarinnar
hafi látið handtaka sig í Amsterdam í stað þess að setj-
ast að í Mexíkó líkt og Andy Dufresne gerði í Shawshank
Redemption. Þá þyrftu erlendir mafíósar að fá fyrir ferðina
með einhverjum hætti. Sindri yrði leikinn af Leonardo
DiCaprio, sem sló í gegn í ekki ósvipuðu hlutverki í Catch
Me If You Can. Peter Dinklage, sem gert hefur garðinn
frægan í Game of Thrones, myndi síðan rúlla upp hlutverki
Ólafs Helga Kjartanssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum.
Vopn úr lofti (e. Weapons from Clear Sky)
Saga íslenska vopnasalans Lofts Jóhannessonar er
lyginni líkust. Ungur maður frá lítilli eyju í Atlants-
hafi notar ástríðu sína fyrir flugi til að græða milljarða
á vopnasölu til einsræðisherra um allan heim. Þetta
handrit skrifar sig sjálft. Nálgunin gæti verið í anda
Martin Scorsese, en líkt og komið hefur fram í fjöl-
miðlum er talið að Loftur hafi auðgast ævintýralega á
vopnasölu í samstarfi við erlendar leyniþjónustur, með-
al annars CIA og Stasi. Hápunktur myndarinnar verður
sjálfsagt þegar Loftur flytur skriðdreka til Írak og sel-
ur Sadam Hussein morðtólin, sem gerðist víst í raun
og veru. Í raunveruleikanum hefur Loftur komist upp
með voðaverk sín og nýtur lífsins, vellauðugur, á karab-
ískri paradísareyju. Það er ekki útilokað að Hollywood-
framleiðendur myndu fara fram á fall söguhetjunnar og
makleg málagjöld. Hvar er hinn íslenski Scorsese til að
taka að sér verkefnið?
Sannar íslenskar
sögur sem gætu
orðið stórmyndir
K
vikmyndin Vargur var frumsýnd í vikunni og hef-
ur leikstjórinn Börkur Sigþórsson greint frá því
að myndin sé innblásin af sönnum atburðum
úr íslensku undirheimunum. Horfði Börkur þá
helst til líkfundarmálsins, en í því voru Grét ar Sigurðar-
son, Jón as Ingi Ragnarsson og Thom as Malakauskas
ákærðir fyrir að standa á bakvið innflutning á 223,67
grömmum af amfetamíni sem maður að nafni Vai das
Jucevicius flutti innvortis til lands ins. Jucevicius náði
ekki að skila af sér öllu efninu, veiktist og lést. Grétar og
Jónas vöfðu líkið inn í teppi, skutluðu því í skottið á bíl
og óku austur á firði þar sem þeir sökktu líkinu í sjó við
Neskaupstað.
Í tilefni af frumsýningu Vargs ákvað DV að varpa
fram hugmyndum um hvaða aðrir atburðir í Íslands-
sögunni gætu veitt kvikmyndagerðarmönnum inn-
blástur og orðið að stórmyndum, með hæfilegu magni
af skáldaleyfi að sjálfsögðu.
tomas@dv.is