Morgunblaðið - 30.09.2017, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2017
✝ Árni ÁsgrímurBlöndal fædd-
ist á Sauðárkróki
31. maí 1929. Hann
lést á Heilbrigðis-
stofnun Norður-
lands á Sauðár-
króki 22. sept-
ember 2017.
Foreldrar hans
voru Jóhanna
Árnadóttir Blöndal
frá Geitaskarði í
Langadal, f. 18. september
1903, d. 29. júní 1988, og Jean
Valgard Blöndal kaupmaður, f.
2. júlí 1902, d. 2. nóvember
1965. Systkini Árna voru: 1)
Kristján Þórður Blöndal, f. 9.
september 1927, d. 22. sept-
ember 1956. 2) Hildur Sólveig
Blöndal, f. 27. ágúst 1932, d.
22. nóvember 1981. 3) Álfheið-
ur Boucher-Laufer Blöndal, f.
12. maí 1934, búsett í Flórída í
Bandaríkjunum. 4) Auðunn
Blöndal, f. 24. nóvember 1936,
d. 21. desember 2012.
Eftirlifandi eiginkona Árna
er María Kristín Sigríður Gísla-
dóttir, frá Eyhildarholti, f. 4.
ágúst 1932, en þau gengu í það
heilaga á nýársdegi 1957. For-
eldrar Maríu voru Gísli Magn-
ússon, f. 25. mars 1893, d. 17.
júlí 1981, og Guðrún Sveins-
dóttir, f. 29. júlí 1895, d. 13.
ágúst 1977. Árna og Maríu
varð ekki barna auðið en þau
tóku að sér bróðurson Árna,
Kristján Þórð Blöndal, sem
dvaldi hjá þeim á barna-
skólaárunum á Sauðárkróki,
Árni var mikill hugsjóna-
maður og gegndi fjölmörgum
trúnaðarstörfum í félagslífi
bæjarins. Hann hafði yndi af
lax- og silungsveiðum og starf-
aði lengi innan Stangveiðifélags
Sauðárkróks. Þar var hann
meðal stofnenda klakstöðvar á
sjöunda áratugnum, sem fram-
leiddi seiði til að sleppa í veiði-
ár í Skagafirði og víðar. Þá
beitti Árni sér fyrir því á sínum
tíma að Stangveiðifélagið leigði
Blöndu fyrir félagsmenn.
Árni var frímúrari og einn
brautryðjenda reglunnar á
Sauðárkróki. Þá var hann í
Rótarýklúbbi Sauðárkróks til
margra ára, sat þar í stjórn og
var forseti 1974-1975.
Að loknum starfsferli var
Árni virkur í Félagi eldri borg-
ara í Skagafirði og var í stjórn
félagsins um tíma. Þá söng
hann í Kór eldri borgara og var
formaður kórsins á árunum
1997-2006. Árni beitti sér fyrir
því ásamt fleiri að reist yrði
íbúðablokk fyrir eldri borgara
við Sauðármýri. Hafa þau
María búið í einni af þeim íbúð-
um frá upphafi og átti Árni
sæti í stjórn húsfélagsins í 11
ár.
Árni var mikill briddsáhuga-
maður allt frá unga aldri. Var
hann ásamt Maríu í spilaklúbbi
til margra ára og spilaði einnig
bridds með eldri borgurum síð-
ustu árin. Voru þau hjónin
mjög samhent í öllu sem þau
tóku sér fyrir hendur.
Árni hafði yndi af tónlist og
söng, var jafnframt vel hag-
yrtur og eftir hann liggur fjöldi
vísna, sem m.a. hafa birst í
Vísnahorni Morgunblaðsins.
Árni verður jarðsunginn frá
Sauðárkrókskirkju í dag, 30.
september 2017, klukkan 14.
allt til 13 ára ald-
urs.
Árni ólst upp á
Sauðárkróki og
gekk þar í barna-
skóla. Fór hann
síðan í Héraðsskól-
ann í Varmahlíð.
Um tvítugt starfaði
hann í nokkra
mánuði hjá Tré-
smiðju Gunnars
Snorrasonar í
Reykjavík og þá stundaði Árni
nám við Iðnskólann á Sauðár-
króki árið 1954.
Foreldrar Árna voru hótel-
haldarar á Villa Nova á Sauðár-
króki og ráku jafnframt Bóka-
verslun Kr. Blöndal. Vann Árni
á þessum stöðum frá unga aldri
og kom síðar að rekstrinum
með foreldrum sínum. Árið
1955 keypti hann bókabúðina
og rak hana ásamt Maríu sinni
allt til ársins 1982. Við andlát
Valgards Blöndal árið 1965 tók
Árni við starfi flugvallarvarðar
á Sauðárkróksflugvelli, sem
faðir hans hafði gegnt frá 1948,
og varð jafnframt umboðsmað-
ur Flugleiða og síðar Flug-
félags Íslands. Árni sinnti sömu
störfum áfram á nýjum flug-
velli, Alexandersflugvelli, sem
tekinn var í gagnið 1976. Sá
Árni um flugstjórn og radíó-
sendingar á þessum flugvöllum
allt til ársins 1996, þegar hann
fór á eftirlaun. Samhliða störf-
um kringum flugið var Árni um
árabil umboðsmaður Úrvals-
Útsýnar á Sauðárkróki.
Frændi minn og vinur, Árni
Blöndal, er látinn. Við kynnt-
umst á aðventu 1959 er ég kom
fyrsta sinn til Sauðárkróks.
Prestakallið var laust og ég
kom til að skoða aðstæður. Ég
vissi, að ég átti þarna frænd-
fólk, sem ég hafði þó ekki
kynnst. Valgard Blöndal, faðir
Árna, var þar á meðal. Hann og
kona hans Jóhanna Blöndal frá
Geitaskarði tóku mér nánast
eins og væri ég sonur þeirra og
hvöttu mig til að sækja. Ég
dvaldi hjá þeim meðan ég vann
að kosningu minni. Þau hjón,
Árni sonur þeirra og María
kona hans voru ásamt fleira úr-
valsfólki í forystusveit fylgis-
manna minna. Fyrir þeirra
starf og vinsældir varð mér
auðveldara að ná kjöri. Á Sauð-
árkróki áttum við hjón og börn
okkar svo heimili og starfsvett-
vang hálft tólfta ár. Við höfum
oft sagt, að þau hafi verið okk-
ar bestu ár. Starfsvettvangur-
inn var hæfilega stór. Svo var
vinahópurinn svo náinn og
traustur. Sjúkrahúslæknishjón-
in Ólafur og Ásta, dýralækn-
ishjónin Steini og Tóta, Siggi
og Hobba í Stóru-Gröf og síð-
ast en ekki síst Addi og Maja.
Þetta var sterkur og kærleiks-
ríkur hópur, hvort sem tekist
var á við samfélagsmálin, setið
við skál heima eða á böllum í
Bifröst. Við aðkomufólkið hrif-
umst af skagfirsku mannlífi
sem nærðist af bjartsýni og
bróðerni, af trú á Guð og hið
góða í manninum, af gleðinni
yfir að njóta lífsins og ekki síst
tónlistarinnar þegar skein við
sólu Skagafjörður. Þau Árni og
Maja og heimili þeirra í
„Bambusgerði“ voru gjarnan
miðpunktur og hreyfiafl í þessu
yndislega samfélagi.
Böndin sem þarna voru
bundin hafa aldrei brostið. Vin-
áttan hefur verið rækt á báða
bóga og símtölin hafa stundum
verið vikulega, er Árni fór af
stakri snilld að ráða gáturnar í
Vísnahorni Halldórs Blöndal í
Morgunblaðinu.
Jóhanna Blöndal var lipur
við ljóðagerð á sínum yngri ár-
um. Þá varð þetta til:
Látum ekkert okkur buga
áfram höldum setta braut,
þá mun vorið vaka í huga
og viljinn hjálpa að sigra þraut,
þá mun gleði og gæfa skína
í gegnum okkar hversdagsstörf,
þá mun aldrei auður dvína
ef við rækjum störfin þörf.
Því birti ég þetta ljóð að það
er eins og lífsstefna Árna sonar
hennar kristallist í því. Þannig
var hugur hans í starfi hvort
sem var í bókabúðinni eða flug-
afgreiðslunni, eins þegar hann
kastaði fyrir fisk eða söng í
góðra vina hópi.
Þannig var hann einnig, er
hann lét gott af sér leiða í Rot-
aryklúbbnum og Frímúrara-
reglunni eða þegar hann var að
styrkja æskulýðsstarfið og ann-
að sem ég vann að í Safnaðar-
heimilinu.
Það er svo dýrmætt að eiga
slíkan vin, mann sem skapar
þannig minningar, en dýrmæt-
ast þó að vita, að við eigum
hann áfram og munum mæta
honum á ný. Í þeim hug bæti
ég hér við síðasta erindinu úr
ljóði heimasætunnar á Geita-
skarði:
Láttu Drottinn ljós þitt skína,
lýstu oss dimmum vegi á.
Ef við eigum aðstoð þína,
ekkert getur brugðist þá.
Gefðu oss að gleðin bjarta
geti létt vor þungu spor,
ef vér finnum innst í hjarta
ylríkt sælu og friðar vor.
Við hjónin þökkum bæði okk-
ar hlut og sendum Maríu okkar
hlýjustu samúðarkveðjur.
Þórir Stephensen.
Þegar ég hugsa til Árna
Blöndal, frænda míns og vinar,
þá kemur söngur og gleði fyrst
upp í hugann.
Árni og Maja, kona hans,
voru miklir vinir pabba og
mömmu svo langt ég man. Þær
voru ófáar ferðirnar sem þau
komu fram í Stóru-Gröf. Og þá
var mikið sungið. Ekki síður ef
vín var á glasi. Það voru líka
ófá skiptin sem pabbi og
mamma fóru út á Krók, jafnvel
með okkur öll krakkana, og
tóku hús á þeim hjónum, hvort
heldur um áramót eða í annan
tíma. Og þar var ekki á kot vís-
að. Þau hjón áttu ákaflega fal-
legt og notalegt heimili þar
sem veitt var af rausn í mat og
drykk. Þar ríkti gleði og söng-
urinn hljómaði.
Árni hafði ákveðnar skoðanir
á mönnum og málefnum og
hann var hreinn og beinn í
samskiptum við alla.
honum mislíkaði sagði hann
það umbúðalaust og dró ekki
undan. Hann barðist af ákafa
og einlægni fyrir því sem hann
taldi rétt. Og það munaði um
hann í liði.
Ég var svo lánsamur að öðl-
ast vináttu Árna. Hann tók mig
með í Blöndu í mína fyrstu
veiðiferð þangað og undir hans
handarjaðri landaði ég fyrsta
Blöndulaxinum.
Svoleiðis nokkuð gleymist
ekki! Árni kynnti mér Frímúr-
araregluna og þar naut ég sam-
fylgdar hans og leiðsagnar í
rúm 40 ár. Hann sagði mér líka
til syndanna þegar honum
fannst ástæða til. Fyrir það er
ég líka þakklátur því það var
ætíð gert af góðum hug og oft-
ar en ekki ástæða til.
Nú skilur leiðir um sinn.
Árni hefur lagt í þá vegferð
sem bíður okkar allra. Ég óska
honum góðrar ferðar. Hann á
góða heimkomu vísa.
Snorri Björn Sigurðsson.
Dánarfregn Árna frænda
míns Blöndals, bóksala á Sauð-
árkróki, kom mér á óvart. Ég
vissi að hann gekk með alvar-
legan sjúkdóm svo að við öllu
mátti búast. En það er ekki svo
langt síðan ég sótti hann heim
– mánuður eða svo. Og það var
í eina skiptið á ævinni sem ég
sá hann. Þau María tóku vel á
móti okkur Kristrúnu á þeirra
fallega heimili. Við áttum gott
spjall og ég var ráðinn í að ekki
yrði langt til næstu funda.
En það dróst að ég færi aft-
ur norður. Þessi stund er mér
dýrmæt í minningunni. Fyrir
mér var Árni einstakur maður
og ég náði að hitta hann augliti
til auglitis áður en hann féll
frá.
Og nú er eðlilegt að menn
spyrji: Hvernig getur vinátta af
þessu tagi orðið til? Skýringin
er sú að ég skrifa Vísnahorn
Morgunblaðsins og hvern laug-
ardag er þar vísnagáta.
Ég tók eftir því að Árni
Blöndal svaraði fljótt og vel, ég
þekkti ekki manninn en hafði
samband við hann. Við náðum
strax saman og kunnugleikinn
varð að vináttu.
Það er merkilegt að lesa svör
hans. Hann hafði góð tök á
vísnagerðinni og spreytti sig á
nýjum bragarháttum. Síðasta
svarið barst mér mánudaginn
18. september og birtist í síð-
asta Vísnahorni.
Þetta voru vissulega stutt
kynni. En verðgildi vináttunnar
er ekki mælt eftir lengd hennar
heldur dýptinni. Guð blessi
minningu Árna Blöndals.
Halldór Blöndal.
Árni Ásgrímur
Blöndal
✝ Pétur Erlings-son frá Reyni-
stað í Vestmanna-
eyjum fæddist 17.
mars 1972. Hann
lést á heimili sínu
13. september 2017.
Foreldar hans
eru Erlingur Pét-
ursson og Margrét
Sigurlásdóttir.
Systkini hans eru
Hafsteinn Gunn-
arsson og Aldís Erlingsdóttir.
Pétur ólst upp í Vestmanna-
eyjum að undanskildum nokkr-
um mánuðum í gosinu en þá bjó
fjölskyldan í Reykjavík og síðar á
Hornafirði. Lengst af var heimili
fjölskyldunar á
Hilmisgötu 1 en síð-
ar við Kirkjubæjar-
braut 10 í Vest-
mannaeyjum. Eftir
grunnskólagöngu
kláraði Pétur nám í
Vélskóla Vest-
mannaeyja og út-
skrifaðist sem véla-
vörður. Starfaði
hann sem slíkur í
mörg ár á bátum frá
Vestmannaeyjum. Síðar starfaði
hann lengi hjá Skipalyftunni í
Vestmannaeyjum.
Útför Péturs fer fram frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum í
dag, 30. september 2017, kl. 14.
Kæri Pétur, stundum er
manni orðavant. Það er ein-
hvern veginn svo ótrúlegt að
átta sig á því að þinni lífsins
göngu sé lokið. Því miður áttir
þú ekki auðvelda ævi, veikindi
hrjáðu þig öll þín fullorðinsár.
Veikindi sem okkur sem þótti
vænt um þig réðum illa við þó
að við vildum gjarnan hjálpa og
létta þér lífið. Kannski var það
stolt, kannski voru það veikind-
in sjálf, kannski vorum við ekki
nógu ákveðin? Við fáum líklega
seint svör við þeim spurningum
sem á okkur sækja. Það þýðir
víst lítið að velta sér upp úr því.
Þetta voru þín örlög, þín
þrautaganga, þitt líf. Eftir
stendur minning um góðan
dreng. Dreng sem vildi hlífa
sínum nánustu fyrir þeim raun-
um sem hann var sjálfur að
ganga í gegnum. Drengur sem
átti skilið á að fá svo miklu
meira út úr lífinu en raun varð.
Þú áttir sérstakan stað í hjarta
Ernu heitinnar frænku þinnar
sem fékk þann heiður að taka á
móti þér í þennan heim. Við er-
um sannfærð um að hún tók
líka á móti þér þegar þú kvadd-
ir. Okkur langar til að kveðja
þig með ljóði, Missir, sem við
fundum á netinu og lýsir svo
sannarlega tilfinningum fjöl-
skyldunnar og þá sérstaklega
mömmu þinnar og pabba á
þessum sorgardegi.
Dagur er að kveldi kominn
komin er niðdimm nótt
enginn er á ferli
allir sofa rótt
En inni í húsi er kona ein
situr þar og grætur
hún grætur sinn yngri son
um dimmar einmanalegar nætur
Um sumarið hann dó
hann dó svo snöggt
enginn gat hann kvatt
á lífsneista hans var slökkt
Hans hlátur, hans bros og bragur
var öllum sem hann þekktu svo kær
hann var þeim einlægur vinur
og stóð þeim alltaf nær
Söknuðurinn er mikill
fyrir móður að bera
að missa son
þannig á það ei að vera
En áfram dagarnir líða
líkt og ekkert hafi gerst
að bera þennan söknuð
það er móður verst
Hún situr upp sína grímu
og reynir að brosa breitt
en ei er það auðvelt
því er ekki leynt
Allir hana styðja
og er það hið besta mál
en kvölin fer aldrei
hún mun ætíð herja hennar sál
Hún mun alltaf hafa í hjartastað
minningar um sinn kæra son
en ótrauð fer hún áfram lífsins veg
það er mín einlæg von
(Katrín Ruth 1979.)
Minning þín er ljós í lífi okk-
ar, hvíl í friði, kæri mágur,
bróðir og frændi.
Herdís Rós, Hafsteinn
og synir.
Pétur Erlingsson
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÚN SIGURGEIRSDÓTTIR,
Hrafnistu,
áður til heimilis að Flókagötu 12,
lést á Hrafnistu í Reykjavík, þriðjudaginn
26. september.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn
10. október klukkan 13.
Þórdís Ingvarsdóttir Sverrir Guðmundsson
Sigrún Sverrisdóttir Jón Óskar Sverrisson
Ingvar Þorsteinn Sverrisson Aðalsteinn Sverrisson
og barnabarnabörn
Ástkær fósturmóðir mín og frænka okkar,
GUÐNÝ JÓSEFSDÓTTIR
áður til heimilis að Mánagötu 3,
Keflavík,
lést á Hrafnistu, Hlévangi, þriðjudaginn
26. september.
Útför hennar fer fram frá Keflavíkurkirkju,
fimmtudaginn 5. október klukkan 13.
Sigvaldi Hólmgeirsson,
systkinabörn og fjölskyldur.