Morgunblaðið - 30.09.2017, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.09.2017, Blaðsíða 10
Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Stjórnmálaflokkarnir eru þessa dagana að vinna að frágangi fram- boðslista sinna vegna þingkosning- anna þann 28. október nk. Þórður Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, segir að Reykjavíkurlistarnir í báð- um kjördæmunum verði kláraðir í dag. Listarnir verða óbreyttir frá því í prófkjörinu í fyrrahaust, nema hvað Brynjar Níelsson færist upp í fyrsta sæti í Reykjavík suður, og tekur þar með sæti Ólafar heitinnar Nordal. Listarnir í Suðurlands-, Norðvestur- og Norðausturkjör- dæmi verði frágengnir á morgun og listi flokksins í Suðvesturkjördæmi verði afgreiddur á mánudag. Þorgerður Jóhannsdóttir, starfs- maður Samfylkingarinnar, segir að flokkurinn gangi frá framboðslist- um sínum í Reykjavík á fundi á Hót- el Natura, kl. 10 í dag. Flokkurinn gangi frá lista sínum í Norðvestur- kjördæmi á morgun á kjördæmis- þingi sem hefst kl. 13, í Suðvest- urkjördæmi á þriðjudag, í Norð- austurkjördæmi á morgun kl. 14 og í Suðurkjördæmi á þriðjudagskvöld og hefst fundurinn kl. 20.00 Þorgerður segir að stillt verði upp listum í öllum kjördæmunum nema Norðvesturkjördæmi, þar sem aukið kjördæmisþing muni kjósa um fjögur efstu sætin. Forval í einu kjördæmi Björg Eva Erlendsdóttir, fram- kvæmdastjóri Vinstri hreyfingar- innar – græns framboðs, segir að einungis verði forval hjá flokknum í Suðvesturkjördæmi og fer það fram á mánudag, 1. október, vegna þess að þar eru þrír sem gefa kost á sér í annað sæti listans. Í öðrum kjördæmum sé meining- in að stilla upp listum. Uppstilling- arnefndir hafi tekið til starfa víðast hvar og muni svo bera sínar nið- urstöður undir fundi í kjördæmar- áðunum í næstu viku. Listi VG í Norðausturkjördæmi verði þó ekki frágenginn fyrr en eftir landsfund flokksins sem haldinn verði 6. til 8. október. Ástæðan sé sú að í því kjördæmi eru tveir frambjóðendur sem sækjast eftir því að verða vara- formaður flokksins, en varaformað- ur verður kosinn á landsfundinum. Sigurður Ingi Jóhannsson, for- maður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við mbl.is í gær að upp- röðun á lista Framsóknar væri í fullum gangi og gengi almennt nokkuð vel. Hjá Flokki fólksins fengust þær upplýsingar í gær, að frambjóðend- ur í efstu sætum listans í öllum kjördæmum yrðu kynntir til sög- unnar á fundi í Háskólabíói í dag. Fundurinn hefst kl. 14.00. Viðreisn er að stilla upp í öllum kjördæmum og búist er við að list- arnir verði kynntir í lok næstu viku. Björt framtíð mun ganga frá framboðslistum sínum í öllum kjör- dæmum á mánudaginn kemur, þann 1. október. Í dag lýkur prófkjöri hjá Pírötum í öllum kjördæmum og verða efstu menn á listum kynntir á fundi í Hörpu síðdegis í dag. Stjórnmálaflokkar að klára framboðslista sína  Listarnir verða líklega frágengnir um og eftir næstu helgi Morgunblaðið/Eggert Fundað Formenn stjórnmálaflokkanna funduðu stíft með forseta Alþingis síðustu dagana sem þing starfaði þar sem reynt var að ná sáttum um starfslok þingsins. Samkomulag um starfslok náðist að lokum, þótt með herkjum væri. 10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2017 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Gunnar Bragi Sveinsson, 2. þing- maður Framsóknarflokksins í Norð- vesturkjördæmi og fyrrverandi utanríkisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, lýsti því yfir í gær að hann væri hættur við að sækjast eftir að leiða lista framsókn- armanna í kjördæminu og að hann ætlaði að segja sig úr Framsóknar- flokknum. Gunnar Bragi gerði þetta með færslu á Facebooksíðu sinni. „Ég kveð flokkinn minn með mik- illi sorg en sáttur við framlag mitt til hans. Ég mun sakna alls þess frá- bæra fólks sem þar er en margir þeirra hafa verið mér samferða þennan tíma,“ segir Gunnar Bragi m.a. í færslu sinni. Hann kveðst ekki hafa ákveðið hvað hann geri nú. Í yfirlýsingunni sagði Gunnar Bragi jafnframt að hreinlyndi í flokknum væri á undanhaldi og grafið hefði verið skipulega undan sér. Ekki náðist í Gunnar Braga í gær, en hann sagði í yfirlýsingu sinni, að hann hygðist ekki ræða málið frekar við fjölmiðla næstu daga. Gunnar Bragi hefur verið oddviti Fram- sóknarflokksins í Norðvest- urkjördæmi frá því hann var kosinn á þing árið 2009. Hann sóttist áfram eftir oddvitasætinu í Norðvest- urkjördæmi, en fyrir nokkru lýsti Ásmundur Einar Daðason, fyrrver- andi þingmaður flokksins í Norð- vesturkjördæmi, því yfir að hann sæktist eftir oddvitasæti flokksins í kjördæminu. Gunnar Bragi yfir- gefur Framsókn  Segir að grafið hafi verið undan sér Morgunblaðið/Golli Kankvís Gunnar Bragi Sveinsson og Lilja Alfreðsdóttir á Alþingi. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokks- ins, sagði í samtali við mbl.is í gær að það væri eftirsjá að Gunnari Braga Sveinssyni sem öflugum samherja í pólitík. Orðrétt sagði Sigurður Ingi um ákvörðun Gunnars Braga: „Mér var kunnugt um að Gunnar Bragi vildi draga sig út úr baráttunni og hætta. Eins og ég hef sagt áður, þá er alltaf eftirsjá að öflugum samherjum úr póli- tík og ég óska honum bara hins besta á nýjum vett- vangi hver sem hann nú verður. “ Sigurður Ingi segir samstöðu ríkja meðal framsókn- armanna. „Ég hef verið á nokkrum fundum þessa vikuna, sem á hafa ver- ið staddir milli 80 og 100 manns, og það hefur verið gríðarlega jákvæður andi og samheldni.“ Menn séu tilbúnir að taka saman höndum og ná góð- um árangri í kosningunum. „Við teljum það vera landi og þjóð fyrir bestu,“ segir hann. Það sé mikilsvert að Framsóknarflokkurinn sé sterkur og öflugur flokkur. Eftirsjá að öflugum samherja FORMAÐUR FRAMSÓKNARFLOKKSINS Sigurður Ingi Jóhannsson KOSNINGAR 2017 Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Þjóðvegur 1 mun frá 1. nóvember ekki lengur liggja um Breiðdals- heiði heldur um Austfirði. Þetta til- kynnti Jón Gunnarsson samgöngu- ráðherra á aðal- fundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) á Breið- dalsvík í gær. „Þetta þarfn- ast auðvitað smá undirbún- ings hjá Vegagerðinni, en þeir hafa miðað við að þetta taki gildi 1. nóv- ember,“ segir Jón í samtali við Morgunblaðið. Að sögn Jóns byggist ákvörðunin á tillögum Vegagerðarinnar, sem sveitarfélög á Austurlandi hafi ályktað um að fara ætti eftir. „Um þetta líkt og margt annað eru skiptar skoðanir, en það hefur verið ályktað á þingum SSA að það bæri að fara eftir tillögum Vega- gerðarinnar,“ segir Jón. Leysir vanda ferðamanna Ferðamenn hafa ítrekað lent í vanda á Breiðdalsheiði að vetrarlagi og Jón segir tillögur Vegagerðar- innar sérstaklega hafa miðað að því að koma í veg fyrir það. „Það hefur verið mikið vandamál, sérstaklega á vetrum, að útlendingar sem eru með leiðsögutæki og eru með merktan þjóðveg 1 inn á Breiðdalsheiðina, þar sem er oft mikil ófærð, hafa ver- ið að festa sig. Þetta hefur verið mik- il vinna, bæði hjá björgunarsveitum og öðrum að fara þarna upp og hjálpa fólki sem hefur lent í vand- ræðum. Heilsársvegur um Öxi í forgang Jón segir að þessi ákvörðun rýri þó ekki mikilvægi þess að ráðast í gerð heilsársvegar um Öxi, sem ráð- herra telur rétt að setja í forgang, enda sé hann mjög mikilvæg sam- göngubót fyrir íbúa í fjórðungnum og mikilvægur fyrir ferðamennsku. „Ég tel að vegurinn yfir Öxi eigi að vera í forgangi. Það fer síðan eftir því fjármagni sem við höfum til ráð- stöfunar á hverju ári, hversu mikið verður hægt að gera.“ Þjóðvegur 1 liggi um Austfirði  Vegnúmerum breytt 1. nóvember Jón Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.