Morgunblaðið - 30.09.2017, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.09.2017, Blaðsíða 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2017 gær,“ segir Herzog til frekari áherslu á því hversu lengi hann hefur verið að, 56 ár eða þar um bil. – Þetta er langur starfsferill … „Ég hef aldrei átt mér starfsferil því starfsferill felur í sér ákveðið skipulag, að maður hafi stjórn á því sem maður er að gera en hana hef ég aldrei haft,“ svarar Herzog. Verk- efnin streymi til hans linnulaust. „Ég ætti núna að vera að skrifa handrit að kvikmynd eða þremur kvikmyndum en ég hef þann háttinn á að fylgja þeirri hugmynd sem sækir ákafast að mér.“ Gæti orðið dreki eða ljón Herzog hefur gert um 70 myndir á ferli sínum, auk þess að spreyta sig sem leikari í fjölda kvikmynda og segir hann glottandi að hann sé góð- ur í að leika illmenni. „Ég var reynd- ar að leika í mjög kostnaðarsamri Hollywood-mynd, einni af þessum ævintýramyndum sem kostar líklega um 200 milljónir dollara að framleiða. Ég fer með lítið hlutverk í henni,“ segir Herzog og að dulnefni myndar- innar sé Mary Lou. „Þetta er ein af þessum miklu vísindaskáldskapar- fantasíum,“ upplýsir hann en segist annars lítið mega tjá sig um mynd- ina. „Þetta var allt unnið með „mot- ion capture“ aðferðinni og ég gæti orðið dreki, ljón eða maður,“ segir hann kíminn og hreyfir handleggina líkt og hann sé kominn með vængi. Herzog segist hafa orðið heillaður af því að leika fyrir framan græn tjöld, klæddur sérstökum búningi, á móti ímynduðum leikurum sem léku sinn hluta atriðisins sex vikum fyrr. „Þetta er ný vídd fyrir mér,“ segir Herzog um þessa upplifun sína. – Leikreynslan hlýtur að koma sér vel þegar þú ert að stýra leikurum? „Það er gott eða auðvelt fyrir mig því ég skil hina hliðina en ástæðan fyrir því að ég geri svona lagað er einföld: ég ann öllu sem viðkemur kvikmyndum; að leikstýra, skrifa handrit, klippa, framleiða eða leika, nefndu það bara. Þetta er það sem ég geri.“ – Það hefur þá aldrei hvarflað að þér að gera eitthvað annað? „Nei, mér þætti gaman að geta leikið á selló en það er orðið of seint. Mér þætti gaman að vera stærðfræð- ingur en það er of seint því allar stór- kostlegar uppgötvanir í stærðfræði hafa ungir menn gert, á aldrinum 14 til 24 ára,“ svarar Herzog. Hver leikari hefur sínar þarfir – En talandi um leikara, heldurðu að þú hafir lagt mjög hart að þeim sem þú hefur leikstýrt? „Það fer eftir hverjum leikara fyrir sig, við hvern þeirra þarf að tala sér- stakt tungumál. Sumir hafa þurft á aga að halda og þrýstingi, aðrir hafa þurft að finna fyrir því að þeir væru í öruggum höndum og stundum er maður með tvo eða þrjá leikara í sama atriði sem eru með þrenns konar ólík viðhorf. “ – Þú þarft þá að vera hálfgerður sálfræðingur og leikstjóri í senn? „Nei, ég þoli ekki sálfræði,“ svarar Herzog og brúnin þyngist á honum. „En mér finnst ég stundum vera ljónatemjari hins óvænta,“ segir hann svo og brúnin léttist. – Christian Bale lék í kvikmynd þinni Rescue Dawn og sagði í viðtali að hann hefði eina stundina langað að drepa þig og þá næstu að faðma þig. „Það var nú afar sjaldan þannig. Við gerð þessarar myndar urðum við fórnarlömb svikahrappa og kl. 5 að morgni þurfti ég að útvega flutninga- bíla því enginn í taílenska flutninga- fyrirtækinu sem vann fyrir okkur hafði fengið greidd laun og þeir yf- irgáfu svæðið. Við áttum ekki einu sinni peninga fyrir bensíni og þegar þú ert leikari og vilt komast á töku- stað kl. 7.30 getur auðvitað komið upp ágreiningur. En okkur Bale gekk mjög vel að vinna saman og þær vikur sem við vorum við tökur í Taílandi lenti okkur aðeins tvisvar saman og það örstutt,“ svarar Herzog. Mýtur á netinu – Fyrst þú minnist á þetta þá verða oft til á netinu gróusögur um stirð sambönd leikara og leikstjóra … „Já og maður getur ekkert gert við þeim. Í eitt sinn öskraði Bale á ljósa- mann sem var fyrir honum á meðan hann var að leika, var að setja upp einhvern ljósabúnað. Upptaka af þessu reiðikasti Bale fór á netið, um 60 sekúndna löng. Árum saman, kvik- mynd eftir kvikmynd, hefur hann ver- ið hið mesta ljúfmenni í tökum, fag- mannlegur og velviljaður, örlátur og tiginmannlegur en netið og almenn- ingur býr til svona mýtur og maður getur ekki breytt því eða forðast þær. Mér er alveg sama um þær og sé þær ekki því ég á t.d. ekki farsíma.“ –Nú gerðir þú heimildarmynd um netið en þú átt ekki farsíma og notar ekki netið, skv. minni eftirgrennslan. „Jú, ég nota netið. Ég nota tölvu- póst á netinu, vinn varla neitt lengur á pappír og stundum tala ég við nána ættingja á Skype því ég er oft mörg- um tímabeltum frá þeim,“ segir Her- zog. Þá noti hann netið til að afla sér lítilvægra upplýsinga en í flóknari rannsóknum nýti hann aðra miðla. Ein vika er nóg – Af síðustu myndum þínum að dæma virðist þú vera að kanna hvaða merkingu það hefur að vera mennskur, frummennskuna, t.d. þeirri sem þú gerðir um elstu hella- málverk sem fundist hafa á jörðinni. „Það hef ég alltaf gert. Alltaf. Sú mynd fjallar um vakningu mannssál- arinnar fyrir 30 eða 40 þúsund árum og í myndunum mínum um dauða- refsingu lít ég inn í myrkustu hyldýpi mannssálarinnar. Allt sem ég hef gert, t.d. kvikmyndin um Kaspar Hauser, allar myndirnar sem ég hef gert, eru eins að þessu leyti.“ – Mig langar að ræða við þig um kvikmyndaskólann sem þú stofnaðir, Rogue Film School, fjögurra daga námskeið með fyrirlestrum sem þú heldur. Nú fer fólk í margra ára nám í kvikmyndagerð, telur þú það nauð- synlegt? „Nei, á einni viku getur þú lært allt sem þú þarft að læra til að geta gert kvikmynd. Restina getur enginn kennt þér og jafnvel í Rogue Film School kenni ég ekki, að því undan- skildu að kenna fólki að dirka upp lása og falsa skjöl. Ég lýk því á fyrstu klukkustundinni og það sem eftir er fjalla ég um að mikilvægi sjálfs- trausts, ákveðinn lífsstíl og leið til að búa til kvikmyndir og þetta snýst um ljóðlist. Þess vegna eru Eddukvæðin skyldulesning á námskeiðinu.“ Leiðarvísir fyrir ráðvillta „Með þessum skóla er ég að reyna að svara, með skipulegum hætti, mik- illi eftirspurn ungra kvikmyndagerð- armanna eftir leiðsögn frá mér,“ heldur Herzog áfram. „Þú getur ekki ímyndað þér hversu margir þeir eru og mér fannst mér bera skylda til þess að verða við þeim óskum á skipulagðan hátt. Og vel á minnst, Rogue Film School er ekki eina svar- ið því ég hef gefið út 500 blaðsíðna bók sem heitir A Guide for the Perp- lexed (Leiðarvísir fyrir ráðvillta, þýð- ing blaðamanns) en titlinum stal ég frá miðaldaheimspekingnum Mai- monides,“ segir Herzog og hlær inni- lega. „Þetta er svo fallegur titill! Og það má líka sækja masterclass- námskeið hjá mér á netinu, á vegum fyrirtækis sem er með fjölda slíkra námskeiða. Þú getur t.d. lært tennis af Serenu Williams,“ bætir hann við. „Þetta er sex klukkustunda námskeið og það er ekkert bull, frá fyrstu sek- úndu til þeirrar síðustu.“ – Og það er engin afsökun til fyrir því að gera ekki kvikmynd? „Hárrétt,“ svarar Herzog.. „Ég er ekki bara að segja frá heldur hef ég upplifað það sem ég er að tala um og þannig öðlast ákveðna stöðu og rétt til að tjá mig um hvað hægt er að gera og hvernig. Ég er ekki kennari en hef áunnið mér þessa stöðu.“ óvænta Átök Klaus Kinski í Fitzcarraldo. Kinski var mikill skapofsamaður og reifst oft heiftarlega við Herzog við tökur á kvikmyndinni. Þegar hann dó skyndilega í októ- ber árið 2003 fór sannleikurinn að koma í ljós. Það sem fáir vissu var að stór hluti lífs hans var upp- spuni. Into the Inferno/ Inngangur í helvíti Rannsókn Herzogs á virkum eld- fjöllum um allan heim en hann myndaði m.a. á Íslandi við Laka- gíga, árið 2015. Heimildarmynd frá árinu 2016. Lo and Behold, Reveries of the Con- nected World/Og sjá! Dagdraumar um hinn tengda heim Heimildarmynd frá árinu 2016. Könnun Werners Herzog á int- ernetinu og hinum tengda heimi. Myndin fjallar um tækni og int- ernetið, vélmenni og gervigreind, samband okkar við tæknina og hvernig börnin okkar munu – kannski – ekki þurfa á öðrum að halda eftir nokkrar kynslóðir af því þau hafa vélar. Sýningatíma myndanna og frek- ari upplýsingar um hátíðina má finna á vefsíðu hennar á slóðinni riff.is. Eldgos Úr Into the Inferno. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Elly (Stóra sviðið) Sun 1/10 kl. 20:00 16. s Lau 4/11 kl. 20:00 24. s Fös 24/11 kl. 20:00 31. s Fös 6/10 kl. 20:00 17. s Fös 10/11 kl. 20:00 25. s Mið 29/11 kl. 20:00 32. s Lau 7/10 kl. 20:00 18. s Sun 12/11 kl. 20:00 26. s Fös 1/12 kl. 20:00 33. s Sun 8/10 kl. 20:00 auk. Þri 14/11 kl. 20:00 auk. Sun 3/12 kl. 20:00 34. s Fös 13/10 kl. 20:00 19. s Fim 16/11 kl. 20:00 auk. Mið 6/12 kl. 20:00 35. s Sun 15/10 kl. 20:00 20. s Lau 18/11 kl. 20:00 27. s Lau 9/12 kl. 20:00 36. s Lau 21/10 kl. 20:00 21. s Sun 19/11 kl. 20:00 28. s Sun 10/12 kl. 20:00 37. s Sun 22/10 kl. 20:00 22. s Mið 22/11 kl. 20:00 29. s Fim 14/12 kl. 20:00 38. sýn Sun 29/10 kl. 20:00 23. s Fim 23/11 kl. 20:00 30. s Sýningin sem sló í gegn síðasta vor snýr aftur. 1984 (Nýja svið) Lau 30/9 kl. 20:00 8. sýn Fös 6/10 kl. 20:00 11. sýn Fim 12/10 kl. 20:00 14. sýn Sun 1/10 kl. 20:00 9. sýn Lau 7/10 kl. 20:00 12. sýn Fös 13/10 kl. 20:00 15. sýn Mið 4/10 kl. 20:00 10. sýn Sun 8/10 kl. 20:00 13. sýn Stóri bróðir fylgist með þér Úti að aka (Stóra svið) Lau 30/9 kl. 20:00 3. sýn Lau 14/10 kl. 20:00 4. sýn Lau 28/10 kl. 20:00 5. sýn Sprenghlægilegur farsi! Kartöfluæturnar (Litla svið) Fös 6/10 kl. 20:00 5. sýn Fös 13/10 kl. 20:00 7. sýn Sun 22/10 kl. 20:00 10. sýn Sun 8/10 kl. 20:00 6. sýn Sun 15/10 kl. 20:00 8. sýn Þri 10/10 kl. 20:00 aukas. Fös 20/10 kl. 20:00 9. sýn Fjölskyldukeppni í meðvirkni! Brot úr hjónabandi (Litli salur) Fös 10/11 kl. 20:00 1. sýn Sun 19/11 kl. 20:00 6. sýn Fim 30/11 kl. 20:00 11. sýn Lau 11/11 kl. 20:00 2. sýn Mið 22/11 kl. 20:00 7. sýn Fös 1/12 kl. 20:00 12. sýn Sun 12/11 kl. 20:00 3. sýn Fim 23/11 kl. 20:00 8. sýn Lau 2/12 kl. 20:00 13. sýn Mið 15/11 kl. 20:00 4. sýn Fös 24/11 kl. 20:00 9. sýn Sun 3/12 kl. 20:00 14. sýn Lau 18/11 kl. 20:00 5. sýn Mið 29/11 kl. 20:00 10. sýn Fös 8/12 kl. 20:00 15. sýn Þú í mér og ég í þér Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Sun 29/10 kl. 13:00 48. sýn Sun 5/11 kl. 13:00 49. sýn Sun 12/11 kl. 13:00 50. sýn Fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið) Sun 1/10 kl. 20:00 Lokasýning Lokasýning í beinni útsendingu á RÚV. Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 8/10 kl. 13:00 Sun 22/10 kl. 13:00 Sun 15/10 kl. 13:00 Sun 29/10 kl. 13:00 Fjölskyldusöngleikur eftir Góa! Tímaþjófurinn (Kassinn) Sun 1/10 kl. 19:30 Mið 18/10 kl. 19:30 Sun 22/10 kl. 19:30 Lokasýning Sun 8/10 kl. 19:30 Fim 19/10 kl. 19:30 Sun 15/10 kl. 19:30 Fös 20/10 kl. 19:30 Fimm Grímutilnefningar! Eniga Meniga (Stóra sviðið) Lau 28/10 kl. 13:00 Lau 28/10 kl. 16:00 Fjölskyldutónleikar í Þjóðleikhúsinu með lögum Ólafs Hauks. Risaeðlurnar (Stóra sviðið) Fös 20/10 kl. 19:30 Frumsýning Fös 10/11 kl. 19:30 5.sýning Fim 23/11 kl. 19:30 9.sýning Fim 26/10 kl. 19:30 2.sýning Lau 11/11 kl. 19:30 6.sýning Fös 24/11 kl. 19:30 10.sýning Fös 27/10 kl. 19:30 3.sýning Fös 17/11 kl. 19:30 7.sýning Fös 3/11 kl. 19:30 4.sýning Lau 18/11 kl. 19:30 8.sýning Grátbroslegt og ágengt nýtt verk um litla þjóð í stórum heimi . Óvinur fólksins (Stóra sviðið) Lau 30/9 kl. 19:30 4.sýning Lau 7/10 kl. 19:30 6.sýning Fös 6/10 kl. 19:30 5.sýning Fös 13/10 kl. 19:30 7.sýning Eitt frægasta leikverk Henriks Ibsens í nýrri leikgerð Faðirinn (Kassinn) Fim 12/10 kl. 19:30 Frumsýning Fös 27/10 kl. 19:30 6.sýning Fös 24/11 kl. 19:30 11.sýning Fös 13/10 kl. 19:30 2.sýning Sun 29/10 kl. 19:30 7.sýning Lau 25/11 kl. 19:30 12.sýning Lau 14/10 kl. 19:30 3.sýning Fös 3/11 kl. 19:30 8.sýning Fim 30/11 kl. 19:30 13.sýning Lau 21/10 kl. 19:30 5.sýning Lau 4/11 kl. 19:30 9.sýning Fös 1/12 kl. 19:30 14.sýning Fim 26/10 kl. 19:30 4.sýning Fim 23/11 kl. 19:30 10.sýning Óvenjulegt og áhrifamikið nýtt verðlaunaverk. Smán (Kúlan) Lau 30/9 kl. 19:30 6.sýning Fös 6/10 kl. 20:00 7.sýning Lau 7/10 kl. 19:30 8.sýning Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 4/10 kl. 20:00 Mið 25/10 kl. 20:00 Mið 15/11 kl. 20:00 Mið 11/10 kl. 20:00 Mið 1/11 kl. 20:00 Mið 22/11 kl. 20:00 Mið 18/10 kl. 20:00 Mið 8/11 kl. 20:00 Mið 29/11 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Oddur og Siggi (Landsbyggðin) Þri 3/10 kl. 0:00 Ísafjörður Fim 12/10 kl. 0:00 Húsavík Mán 23/10 kl. 0:00 Ólafsfjörður Fim 5/10 kl. 0:00 Hólmavík Fös 13/10 kl. 0:00 Raufarhöfn Þri 31/10 kl. 0:00 Blönduósi Fös 6/10 kl. 0:00 Patreksfjörður Mán 16/10 kl. 0:00 Vopnafjörður Mið 1/11 kl. 0:00 Skagafjörður Mán 9/10 kl. 0:00 Akureyri Þri 17/10 kl. 0:00 Eskifjörður Mið 11/10 kl. 0:00 Mývatnssveit Mið 18/10 kl. 0:00 Egilsstaðir Skemmtileg, sorgleg og hjartnæm sýning leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Lifandi tónlist mbl.is/tonleikar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.