Morgunblaðið - 30.09.2017, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2017
Skoðanakannanir um fylgi flokkaeru áhugaverðar og segja sína
sögu um stemninguna í þjóðfélaginu
þegar þær eru gerðar, en segja svo
sem ekki mikið meira
en það. Þær segja til
að mynda ekki fyrir
um úrslit kosninga, en
fara stundum nærri
um þau.
Í vikunni fyrir þingkosningarnar ífyrra var Pírötum spáð 21,2%
fylgi, en þeir enduðu með 14,5%.
Sjálfstæðisflokknum var spáð 22,5%fylgi, en fékk 29% í kosning-
unum.
Þetta þarf ekki að þýða að könn-unin hafi verið röng, en það get-
ur margt gerst á fáum dögum. Og í
fyrra leist kjósendum skiljanlega ekk-
ert á þegar stefndi í vinstri stjórn og
færðu sig til.
Könnun Félagsvísindastofnunarfyrir Morgunblaðið, sem birt er í
dag, er athyglisverð þó að henni verði
að taka með hefðbundnum fyrir-
vörum.
Hún segir að tveir stjórnarflokk-anna missi alla þingmenn sína
og er óhætt að segja að það yrði sögu-
legt afhroð ef þeir ólánsflokkar
hrykkju báðir af þingi eftir að hafa
misst fótanna og oltið út úr ríkis-
stjórn.
En könnunin sem Morgunblaðiðbirtir í dag segir sennilega um-
fram annað að enn er margt mjög
óljóst um hvert stefnir í kosningunum.
Í það minnsta fjögur framboð mæl-ast á mörkum þess að ná inn
manni og það ásamt öðrum hrær-
ingum gerir kosningarnar vissulega
áhugaverðar.
Falla tveir
stjórnarflokkar?
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 29.9., kl. 18.00
Reykjavík 10 skýjað
Bolungarvík 6 súld
Akureyri 8 rigning
Nuuk 2 rigning
Þórshöfn 13 rigning
Ósló 13 skýjað
Kaupmannahöfn 14 heiðskírt
Stokkhólmur 12 skýjað
Helsinki 11 heiðskírt
Lúxemborg 21 léttskýjað
Brussel 22 léttskýjað
Dublin 14 léttskýjað
Glasgow 15 rigning
London 15 rigning
París 22 skýjað
Amsterdam 20 skúrir
Hamborg 20 skýjað
Berlín 18 heiðskírt
Vín 17 léttskýjað
Moskva 6 alskýjað
Algarve 24 heiðskírt
Madríd 16 heiðskírt
Barcelona 24 léttskýjað
Mallorca 24 léttskýjað
Róm 22 heiðskírt
Aþena 19 skýjað
Winnipeg 12 léttskýjað
Montreal 12 léttskýjað
New York 17 léttskýjað
Chicago 18 léttskýjað
Orlando 29 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
30. september Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:35 19:01
ÍSAFJÖRÐUR 7:42 19:04
SIGLUFJÖRÐUR 7:25 18:47
DJÚPIVOGUR 7:05 18:30
Allt um sjávarútveg
Styrkir úr Lýðheilsusjóði 2018
Lýðheilsusjóður óskar eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum til
heilsueflingar og forvarna á sviði geðræktar, næringar, hreyfingar og
tannverndar auk áfengis-, vímu- og tóbaksvarna.
Áhersla er lögð á eftirfarandi:
Aðgerðir sem miða að því að efla geðheilsu.
Árangursríkar áfengis, vímu- og tóbaksvarnir.
Árangursríkar forvarnir sem tengjast kynheilbrigði.
Aðgerðir sem miða að heilbrigðu mataræði svefni og hreyfingu.
Verkefni sem beinast að minnihlutahópum til að stuðla að jöfnuði til heilsu.
Verkefni sem tengjast nýsköpun á sviði forvarna og heilsueflingar.
Við úthlutun verður tekið mið af lýðheilsustefnu velferðarráðuneytisins, sbr. skjalið
Lýðheilsustefna og aðgerðir sem stuðla að heilsueflandi samfélagi –
með sérstakri áherslu á börn og ungmenni að 18 ára aldri. (Útg. 2016)
Verkefni sem uppfylla eftirtalin skilyrði hafa forgang:
- Verkefni sem unnin eru í víðtæku samstarfi hagsmunaaðila í samfélaginu.
- Verkefni með eigin fjármögnun og/eða aðra fjármögnun.
Verkefnin eiga að byggja á faglegum grunni og hafa raunhæf og skýr markmið.
Gera þarf grein fyrir því hvernig árangur verkefnis verður metinn og skal skila
framvinduskýrslu að verkefni loknu.
Umsóknarfrestur er til og með 1. nóvember 2017 og skal sótt um á vefsvæði
Lýðheilsusjóðs, http://lydheilsusjodur.sidan.is/pages/.
Nánari upplýsingar í síma 510 1900 eða á vef Embættis landlæknis.
Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum í gegnum vefsvæði sjóðsins.
Embætti landlæknis - Barónsstíg 47 - 101 Reykjavík - Sími 5101900 - lydheilsusjodur@landlaeknir.is - www.landlaeknir.is
Laufásvegur 49-51 hefur nú verið
auglýstur til sölu en það er eitt
reisulegasta húsið í Þingholtunum.
Er þar í raun um tvö hús að ræða
með tengibyggingu. Voru húsin reist
af bræðrunum Sturlu og Friðriki
Jónssonum og er byggingarárið
1924. Einar Erlendsson bygginga-
meistari teiknaði þau bæði. Saman-
lagt eru húsin 786 fm og þau standa
á 1.442 fm lóð. Fasteignamat þeirra
árið 2018 verður rúmar 248 milljónir
króna.
Sögufræg hús í miðborginni
Íslenska auglýsingastofan hefur
um langt árabil haft starfsemi sína í
húsunum, en breska sendiráðið
leigði húsin áður í um fjörutíu ár. Í
þorskastríðum Íslands og Bretlands
kom nokkrum sinnum til mótmæla
við sendiráðið. Við útfærslu fisk-
veiðilögsögunnar í 200 mílur enduðu
mótmæli með því að nær allar rúður
hússins voru brotnar.
Fasteignasölurnar Ásbyrgi og
Eignamiðlun hafa eignirnar til sölu
og eru þær í auglýsingu sagðar nýt-
ast hvort sem er saman eða hvor í
sínu lagi. Í hvoru húsi eru tvær hæð-
ir og kjallari, en þeim fylgir einnig
nítján fm bílskúr. Í bók Guðjóns
Friðrikssonar, „Indæla Reykjavík“,
segir að húsin séu „stórfenglegustu
einbýlishús“ borgarinnar.
Til sölu Íslenska auglýsingastofan
er nú til húsa við Laufásveg 49-51.
Söguleg
hús til sölu í
miðbænum
Sturluhallir frá
1924 auglýstar í dag