Morgunblaðið - 30.09.2017, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.09.2017, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2017 Með hverri pantaðri ferð hjá Hreyfli, styrkir þú Krabbameinsfélagið til stuðnings krabbameinsgreindum og aðstandendum þeirra. Af því tilefni höfum við sérmerkt bílana okkar enn á ný með bleikum taxaljósum. Taktu bleikan bíl næst þegar þú pantar leigubíl! Bleika slaufan” er til sölu í bílunum okkar frá 1. – 15. október. Hreyfill er styrktaraðili árvekniátaks Krabbameinsfélagsins í október og nóvember Styrkjum starfsemi Krabbameinsfélagsins Fögnum 10 ára samstarfi Hreyfils og Bleiku slaufunnar 2007 - 2017 Tökumbleikan bíl! Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Talsverður skortur er á starfsmönn- um í grunnskóla í Reykjavík. Frá þessu er greint á vef Reykjavíkur- borgar. Samkvæmt nýjustu talning- um er enn óráðið í 17 stöðugildi í grunnskólum: Vantar þar einn kenn- ara, 11 stuðningsfulltrúa, 3 skólaliða og 2 starfsmenn í mötuneyti. Enn fleiri starfsmenn vantar í stöður á leikskólum borgarinnar: 3 deildar- stjóra, 51 leikskólakennara, 14 stuðningsfulltrúa og 15 aðra starfs- menn. Aðeins 27 leikskólar eða 43% leikskóla í Reykjavík eru fullmann- aðir. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir tölurnar þó ekki segja alla söguna. Algengt sé um land allt að leiðbeinendur án til- settrar menntunar séu ráðnir í kenn- arastörf vegna skorts á framboði menntaðra kennara. Menntaðir kennarar leiti í miklum mæli í launa- hærri störf en grunnskólakennslu enda sé fólk með kennaramenntun eftirsótt í ýmsum öðrum starfsgrein- um. Ólafur telur að ómenntaðir leið- beinendur sem hafi verið ráðnir á landsvísu séu hátt í 300 talsins. Samkvæmt talningu undanþágu- nefndar grunnskóla hjá Mennta- málastofnun var sótt um 370 undan- þágur frá kröfum um kennara- menntun við ráðningar í grunnskóla um land allt á skólaárinu 2017-2018. Þar af voru 324 umsóknir samþykkt- ar, en það eru um 19% allra sam- þykktra starfsumsókna. Af veittum undanþágum voru 47 umsóknir frá skólastjórum grunnskóla í Reykja- vík. Aðspurður hvort hann telji ráðn- ingu leiðbeinenda án kennararétt- inda hafa slæm áhrif á menntun barna svarar Ólafur játandi. „Við verðum að ætla að menntaðir kenn- arar skili betri árangri en leiðbein- endur. Annars væri enginn tilgangur í kennaranámi.“ Fyllt í kennaraeyðurnar um land allt Morgunblaðið/Þorkell Ekla Mikill skortur er á kennurum.  Fjölmargir leiðbeinendur án kennaramenntunar ráðnir vegna skorts á menntuðum kennurum Evrópusamtök frjálslyndra stúd- enta og samtök frjálslyndra fram- haldsskólanema efna til ráðstefnu í stofu V101 í Háskólanum í Reykja- vík í dag, laugardag, klukkan 11 til 16. Meðal ræðumanna verður David D. Friedman prófessor, sonur hins kunna hagfræðings Miltons Fried- man. David Friedman telur ein- staklinga geta með frjálsum við- skiptum leyst úr flestum eða öllum málum, segir ma. í tilkynningu. Á ráðstefnunni ræðir dr. Daniel Michell rökin fyrir skattalækk- unum og Edward Stringham pró- fessor lýsir hlutverki frumkvöðla í frjálsu atvinnulífi. Þá munu nokkr- ir ræðumenn kynna hreyfingu frjálslyndra stúdenta. Ráðstefnan er öllum opin. David D. Friedman ræðumaður á ráð- stefnu frjálslyndra Hæstiréttur Íslands tilkynnti á fimmtudaginn að framvegis mundi rétturinn birta á vef sínum fréttir og tilkynningar svo sem um dóma, starfsmannabreytingar, heimsókn- ir og fleira sem fréttnæmt þykir. Fram til þessa hafa einungis birst á vef réttarins dómar og ýmsar upp- lýsingar um réttarhaldið. „Markmiðið með þessu er að auð- velda almenningi að fylgjast með starfsemi réttarins og dóms- úrlausnum hans. Er þetta í sam- ræmi við það sem þekkist hjá dóm- stólum annars staðar á Norður- löndum,“ segir í fyrstu fréttinni á vefnum. Ein fyrsta fréttin fjallaði um breytingar á starfsliði. Þar segir að hinn 31. ágúst sl. hafi Eiríkur Tóm- asson látið af störfum sem dómari við réttinn sökum aldurs. Þá féll skipun Ingveldar Einarsdóttir sem setts hæstaréttardómara niður 15. september sl. Starfaði hún í fjar- veru Páls Hreinssonar dómara við EFTA-dómstólinn en honum var veitt lausn frá embætti hæstarétt- ardómara sama dag. „Ekki verður skipað í stöður þeirra dómara sem nú hafa látið af störfum þar sem gert er ráð fyrir því að dómurum við réttinn fækki niður í sjö í tengslum við stofnun Landsréttar,“ segir í fréttinni á vef Hæstaréttar. sisi@mbl.is Fréttaþjón- usta hjá- Hæstarétti  Fordæmið frá Norðurlöndum Morgunblaðið/Ófeigur Hæstiréttur Framvegis er ætlunin að birta fréttir á vef réttarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.