Morgunblaðið - 30.09.2017, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.09.2017, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2017 ÁMön fer fram þess dag-ana fram sterkasta opnamót ársins og þar semefsti flokkurinn er opinn skákmönnum sem eru með 2.100- elo stig og meira fannst mér alveg tilvalið að Skákskóli Íslands byði nokkrum nemendum sínum upp á ferð á þetta mót þar sem þátt taka margir af snjöllustu skákmönnum heims með heimsmeistarann Magnús Carlsen í broddi fylk- ingar. Svo skemmtilega vildi til að Bárður Örn Birkisson dróst á móti heimsmeistaranum í fyrstu umferð en í þeirri umferð var sú undan- tekning gerð frá viðurkenndri „pörn“ að parað var óháð elo- stigum samkvæmt slembireglu og þannig vildi til að Kramnik og Caruana mættust og lauk viður- eigninni með sigri þess síðar- nefnda og Kramnik tapaði svo aft- ur í 3. umferð fyrir 65 gömlum Bandaríkjamanni, James Tarjan. Í höfuðstaðnum Douglas þar sem mótið fer fram er teflt í gömlu leikhúsi og þar eru aðstæður með besta móti, hátt til lofts og vítt til veggja. Íslensku skákmennirnir eru ellefu talsins, átta í efsta flokki og þrír í neðri flokkunum. Að tefla í slíku móti er mikil reynsla og mörg góð úrslit geta fengist. Heimsmeistarinn Magnús Carl- sen er vitanlega miðpunktur at- hyglinnar en framganga og tafl- mennska ljómar bókstaflega af sjálfstrausti og sigurvilja. Hann gerir sér fara um að sneiða hjá þekktum byrjunarleiðum, í skákum hans á Mön sjást byrjunarleikir með svörtu eins 1. e4 g6 , 1. e4 Rc6 eða 1. Rf3 b6. Nú er það ekk- ert nýtt að skákmenn vilji koma andstæðingnum „út út teóríunni,“ eins og það er stundum orðað en Magnús færir þessa stefnu upp á allt annað plan. Pavel Eljanov er einn sterkasti skákmaður heims, 1. borðsmaður Úkraínu á stundum og hann tapar yfirleitt ekki oft með hvítu. Hann virtist sleginn út af laginu þegar Magnús dró upp úr hattinum byrjun sem sjaldan sést tefld. Eftir 29 leiki var hann búinn að fá nóg og gafst upp. Við það komst norski heimsmeistarinn einn í efsta sætið og teflir næst við lítt þekktan en geysiöflugan indversk- an skákmann, Vidit: Pavel Eljanov – Magnús Carl- sen Owens-byrjun 1. Rf3 b6 2. e4 Bb7 3. Rc3 Það er talið heppilegra fyrir hvítan að hafa riddarann á d2 í þessu afbrigði en það var ekki svo auðvelt að koma því við. 3. … e6 4. d4 Bb4 5. Bd3 Rf6 6. De2 d5 7. exd5 Dxd5 8. 0-0 Bxc3 9. bxc3 Rbd7 10. c4 Dh5 11. Bf4 Hc8 12. a4 a5 13. Hab1 0-0 14. Hb5 c5 15. dxc5? Þessi uppskipti veikja stöðu hvíts. Eftir 15. c3 er staðan í jafn- vægi en sennilega hefur Eljanov ekki viljað sætta sig við að tefla stöðuna peði undir eftir 15. … Bc6 16. Hb1 Bxa4 o.s.frv. ) 15. … Hxc5 16. Bd6 Hxb5 17. cxb5 Hc8 18. c4 Rc5 19. Bc2 Rce4! Eins og hendi séð veifað hefur Eljanov ratað í nær óyfirstígan- lega erfiðleika. 20. Bf4 Rc3 21. Dd3 Dg4! Hótar biskupinum og hefur c4- peðið í skotmáli, 22. Dxc3 hefði verið svarað með 22. … Rd5 o.s.frv. ( STÖÐUMYND ) 22. Be5 Dxc4 23. Dxc4 Hxc4 24. Bd3 Hc8 25. Ha1 Rfd5 26. Rd2 f6 27. Bd6 Rb4 28. Bc4 Bd5 29. Bf1 Rba2 – og Eljanov gafst upp. Hann tapar a-peðinu til viðbótar og eftir það er frekari barátta vonlaus. Staðan efstu mann þegar þrjár umferðir eru eftir: 1. Magnús Carlsen 5½ v. (af 6) 2. Vidit 5 v. Síðan kom 15 skákmenn með 4½ vinning þar af nokkur kunnugleg nöfn Anand, Caruana, og Nakam- ura. Mótinu lýkur á morgun sunnudag. Magnús Carlsen efstur á sterkasta opna móti ársins Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Mætti heimsmeistara Bárður Örn Birkisson mætti Magnúsi Carlsen í fyrstu umferð mótsins á Mön.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.