Morgunblaðið - 30.09.2017, Blaðsíða 1
Gjörólíkir en násaman í tónli ti
Hlýleg
ný lína
1. OKTÓBER 2017SUNNUDAGUR
94 ára og vinnurað nóttu sem degi
Ný lína Geysissækir innblásturí málverkGuðmuAndrés-dóttur
Hlátur-mild oghjartahlýSanita Brauna var móðirþriggja barna. Á Íslandi leiðhenni vel og var dáð afsamstarfsfólki. Hún saknaðibarnanna sinna í Lettlandiog talaði við þau alla daga 4 Jóhann Eyfells gerir skúlptúraá búgarði sínum í Texas 16
26
L A U G A R D A G U R 3 0. S E P T E M B E R 2 0 1 7
Stofnað 1913 230. tölublað 105. árgangur
LJÓNATEMJARI
HINS ÓVÆNTA
GESTUR Á RIFF
HVAÐ
LESA
BÖRN?
MÁLÞING UM BARNABÆKUR 46WERNER HERZOG 44
Baldur Arnarson
Arnar Þór Ingólfsson
Ný könnun Félagsvísindastofnunar
Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið
bendir til að tveir af fráfarandi
stjórnarflokkum, Viðreisn og Björt
framtíð, muni ekki ná manni á þing
í komandi þingkosningum. Þá mun
nýr flokkur Sigmundar Davíðs
Gunnlaugssonar, Miðflokkurinn,
heldur ekki fá þingsæti.
Líkt og í síðustu könnun Félags-
vísindastofnunar fyrr í þessum
mánuði mælist VG stærsti flokk-
urinn, með 28,8% fylgi. Sjálfstæðis-
flokkur kemur næstur með 24,3%
fylgi.
Mikil dreifing er á fylginu og eru
9 flokkar með marktækt fylgi.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
segir það „frábæra“ niðurstöðu að
framboð hans, Miðflokkurinn, skuli
mælast með 4,6% fylgi. Þá í ljósi
þess að könnunin hafi verið fram-
kvæmd að mestu áður en flokkurinn
var formlega stofnaður í fyrrdag.
Um 4% aðspurðra í könnuninni
töldu mjög líklegt að þau kysu Mið-
flokkinn.
Katrín Jakobsdóttir, formaður
VG, segir niðurstöðuna sýna að
kjósendur vilji stefnubreytingu í
landsmálum. Þeir vilji að áhersla
verði lögð á félagshyggju.
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, segist hafa
mikla trú á því að flokkurinn geti
sótt meiri stuðning. Sterka ríkis-
stjórn þurfi til að leiða landið áfram.
Um 84% aðspurðra sögðu mjög
líklegt að þau myndu kjósa og 9%
frekar líklegt.
Hvorki Viðreisn né Björt framtíð
myndu ná mönnum inn á þing
Viðreisn, Björt framtíð og Miðflokkurinn fá ekki þingmann samkvæmt könnun
VG áfram stærst Samfylking, Framsókn og Flokkur fólksins fá 5 menn hver
Um 4% kjósenda telja mjög líklegt að þau kjósi nýjan flokk Sigmundar Davíðs
Flokkur fólksins dalar
» Könnunin bendir til að
6,5% kjósenda styðji Flokk
fólksins, en fylgið mældist
9% í síðustu könnun Félags-
vísindastofnunar fyrir Morg-
unblaðið.
» Þetta fylgi skilar þó Flokki
fólksins áfram 5 þingmönn-
um.
A 4,3%
B 7,0%
C 4,8%
D 24,3%
F 6,5%
M 4,6%
P 11,6%
S 7,5%
V 28,8%
Fylgi flokkanna
0 5
0
18
508
5
22
Fjöldi
þingmanna
samkvæmt
könnun
Aðrir flokkar eða framboð 0,6%
MAfgerandi forysta hjá VG » 4
Thomas Fredrik Møller Olsen var
í gær dæmdur í nítján ára fangelsi
fyrir að hafa banað Birnu Brjáns-
dóttur 14. janúar sl. Einnig var
hann dæmdur fyrir stórfellt fíkni-
efnalagabrot, en hann hafði í fórum
sínum 23,424 kg af hassi sem hann
hugðist flytja til Grænlands.
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness,
segir að Thomas hafi með breyttum
framburði sínum freistað þess að
koma sök á skipsfélaga sinn. Var
þetta, meðal annarra atriða, metið
Thomasi til refsiþyngingar, en
fangelsisrefsing hans er ein sú
lengsta sem dæmd hefur verið hér
á landi. »2
Dómur fallinn í máli
Birnu Brjánsdóttur
Dómur Refsingin er fangelsi í nítján ár.
Tveir leikmanna Íslandsmeist-
araliðs UMFK Esju í íshokkí féllu á
lyfjaprófi sem þeir voru boðaðir í á
æfingu liðsins snemma í þessum
mánuði. Um er að ræða tvo af lykil-
mönnum liðsins; íslensku landsliðs-
mennina Björn Róbert Sigurðarson
og Steindór Ingason.
Leikmennirnir urðu báðir upp-
vísir að steranotkun, samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins, og
hafa þegar gengist við sínu broti.
Það er svo í höndum dómstóls ÍSÍ
að dæma í málinu en hámarksrefs-
ing er fjögur ár. » Íþróttir
Tveir leikmenn Esju
féllu á lyfjaprófi
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Einangrun byggða á Mýrum og í
Suðursveit í Austur-Skaftafellssýslu
um landveg verður rofin, hugsan-
lega í dag og í síðasta lagi á morgun.
Unnið var í gær við að fylla í skörð í
vegi og varnargörðum við Hólmsá,
skammt fyrir vestan Höfn, og sér
fyrir endann á því verkefni og þá
ætti að verða fært inn á svæðið að
austan.
Loftbrú við Vatnajökul
Að vestan er lokað við Steinavötn,
en í vatnsflóðunum síðastliðinn mið-
vikudag gróf mikið undan einum af
fimm stöplum brúarinnar svo hún
skekktist og sprungur komu í gólf
hennar. Hugsanlegt er þó að hún
verði opnuð gangandi fólki fljótlega.
Strax í dag verður hafist handa við
að reisa bráðabirgðabrú yfir ána og
væntir Hreinn Haraldsson vega-
málastjóri þess að hún verði komin í
gagnið eftir viku. Þá er í skoðun að
smærri bílar verði ferjaðir með
trukkum yfir ána, líkt og gert var
þegar brúna yfir Múlakvísl á Mýr-
dalssandi tók af árið 2011. Ýmsar
öryggisráðstafanir þarf þó að gera,
áður en farið yrði að stað.
Þyrlur frá Landhelgisgæslunni
hafa frá því á fimmtudag haldið uppi
loftbrú inn á flóðasvæðið við Vatna-
jökul, hvar eru alls 16 sveitabæir. Í
fyrstu miðuðust aðgerðir hjálparliða
við að koma til dæmis ferðafólki út
af svæðinu, en í gær voru þyrlurnar
í alls sautján ferðum notaðar til
dæmis við að flytja nauðsynjar til
fólks, skólabörn til síns heima og
starfsmenn Vegagerðar og RARIK
sem þangað þurftu að komast.
Mikið tekjutap
Bjarni Benediktsson, forsætisráð-
herra, og fleiri ráðamenn voru
eystra í gær og kynntu sér aðstæður
á vettvangi með flugi um svæðið
með Gæsluþyrlu. „Flóðin ná yfir
mun víðfeðmara svæði en ég hafði
reiknað með. Hér sér maður líka að
þessar hamfarir snerta allt mannlíf
hér; búrekstur, ferðaþjónustu og
skólastarf. Allt fer úr skorðum,“
sagði Bjarni í samtali við Morgun-
blaðið þegar hann kom úr fluginu.
Hann segir enn óljóst hver skaðinn
af völdum þessara náttúruhamfara
sé og hver atbeini ríkisvaldsins við
uppbyggingu verði. Viðbúið sé þó til
dæmis að byggja þurfi nýja brú yfir
Steinavötnin.
Ferðaþjónustufólk á Horna-
fjarðarsvæðinu segir áhrifin af lok-
un hringvegarins mikil, enda séu
veitinga- og gististaðir á svæðinu
nánast tómir. Áætla megi að tekju-
tapið sé 50 milljónir króna á degi
hverjum og mikilvægt sé því að
samgöngur komist í lag aftur sem
fyrst.
Morgunblaðið/Eggert
Flóð Ár sem falla fram í Suðursveit og á Nesjum flæmast um aura og sanda. Vegir hafa farið í sundur svo
suðurleiðin austur á Hornafjörð er ófær. Það hefur valdið búsifjum þar og ferðaþjónustufólk sér fram á stórtap.
Sveitir eru einangraðar
Náttúruhamfarir við Vatnajökul Fyllt í skörð við Hólmsá og bráðabrigðabrú
yfir Steinavötn í Suðursveit Allt hefur farið úr skorðum, segir forsætisráðherra
MGrunnþjónustu púslað saman »6