Morgunblaðið - 30.09.2017, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.09.2017, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2017 ✝ GuðmundurBjörnsson, fyrrverandi flutn- ingabílstjóri á Hólmavík, fæddist á Kleppustöðum í Staðardal í Stein- grímsfirði f. 18. júlí 1931. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hólmavík 16. sept- ember 2017. Foreldrar Guðmundar voru hjónin Björn Sigurðsson frá Grænanesi og Elín Sigurðar- dóttir frá Geirmundarstöðum. Systkini Guðmundar eru: Sig- ríður, f. 1918, d. 2007, Ingólfur, f. 1920, d. 1965, Sigmundur, f. 1923, d. 1973, Þórdís, f. 1925, Guðbjörg Sigrún, f. 1927, Sigur- laug, f. 1929, Sigurður Kristján, 1956, kona hans er Guðrún Egg- ertsdóttir. Þau eiga fjögur börn og sjö barnabörn. 2) Jósteinn Gunnar, f. 1958, kona hans er Sigrún María Kolbeinsdóttir. Þau eiga fjögur börn og fimm barnabörn. 3) Haraldur, f. 1959. 4) Sigurður Björn, f. 1961, kona hans er Kristín Guðmundsóttir. Þau eiga fjóra syni og eitt barnabarn. 5) Margrét, f. 1963. Hún á einn son og þrjú barna- börn, eitt á lífi. 6) Elín, f. 1964, d. 3. apríl 1983. 7) Guðbjörg Ás- geirs, f. 1967, maður hennar er Hjalti Dagsson. Þau eiga þrjár dætur og eitt barnabarn. Guðmundur var bóndi á Stakkanesi en vann hann alltaf samhliða búskapnum, m.a. við vegagerð og snjómokstur. Sum- arið 1978 fluttu þau inn á Hólmavík og þá hóf hann eigin rekstur, stofnaði flutningafyr- irtæki, og starfaði hann við það þar til hann hætti störfum. Útför Guðmundar fer fram frá Hólmavíkurkirkju í dag, 30. september 2017, og hefst at- höfnin kl. 13. f. 1930, Ólöf Sess- elja, f. 1933, d. 2015, Arndís, f. 1934, Þuríður, f. 1938, d. 2016, Skúli, f. 1940, d. 2009. Eiginkona Guð- mundar er Sigríður Guðmundína Jó- steinsdóttir, f. 2. október 1935 í Birgisvík. Foreldr- ar hennar voru hjónin Jón Jósteinn Guðmundur Guðmundsson og Sumarlína Margrét Kristjánsdóttir. Guðmundur og Sigríður gengu í hjónaband hinn 13. jan- úar 1957. Þau hófu búskap á Stakkanesi í Steingrímsfirði og bjuggu þar til ársins 1978 er þau fluttu til Hólmavíkur. Börn þeirra eru 1) Kristján, f. Elsku pabbi minn, margar minningar á ég frá æsku minni um þig. Ég á minningar um grenjasögur sem þú sagðir. Oft þegar einhver hringdi og ég svaraði þá fór ég að segja grenjasögur sem ég var búin að læra utan að eftir þér. Þú komst stundum með yrðlinga heim sem mér fannst spennandi að fylgjast með. Þú hafðir gaman af að segja ísbjarnarsögur og hafðir óbilandi áhuga á þeim. Ef einhver þurfti hjálparhönd varst þú alltaf fyrstur á svæðið. Ég fór margar ferðir í flutn- ingabílnum með þér til Reykja- víkur. Þú sagðir manni öll bæj- arnöfn á leiðinni og þú mundir líka öll símanúmer hjá fólki og fyrirtækjum. Þegar þú komst heim úr ferðum og ég sá þig koma fyrir hornið á Hrófbergi þá passaði ég að það væri til ný- lagað kaffi þegar þú kæmir heim. Hvíl í friði, elsku pabbi minn, þín Guðbjörg (Gógó). Elsku afi, hvar á ég að byrja? Ég held að enginn viti nákvæm- lega hvar maður á að byrja kveðju. En minningar um þig eru alveg óendanlega margar enda varstu maður með sterkan persónuleika. Þegar ég var lítil var alltaf svo mikið sport að fá að fara suður með þér á flutn- ingabílnum og geta bara sofið í kojunni. Á leiðinni suður var alltaf sama áherslan, það var að kunna alla bæina inn sýslu. Það var nú ekkert lítið sport að geta fengið kakó úr kakóvél- inni sem þú varst með í flutn- ingabílnum. Svo var alltaf stopp- að í Ferstiklu í Hvalfirði, randalína og kaffi var málið. Þú áttir líka til að svara svo skemmtilega, eins og þegar þú varst spurður: hvenær kemurðu, Guðmundur? Nú, ég kem þegar ég kem, og hvenær heldurðu að þú leggir af stað? Nú ég fer þeg- ar ég fer. Þér var mikið í mun að kenna mér að hnýta pelastikk og alltaf kom þessi spurning reglu- lega: Sissa, hvernig er hnútur- inn? Manstu ekki örugglega hvernig hann er? Jú, afi, ég man. Eins man ég þegar það fór að nálgast bíl- prófið hjá mér. Þig langaði nú að segja mér svolítið til eins og með gírana, Sissa, þetta er hálfi … en afi, þetta er vörubíll, það þarf varla að læra um hálfa gírinn í bíl- prófi? Þá var líka eitthvað við það að fara með þér og ömmu á kúlusúkkanum í berjamó, alltaf var amma með nestið á hreinu. Þið voruð alveg ótrúleg þegar kom að því að tína aðalbláber, alltaf voru tíndir fleiri fleiri lítr- ar af berjum. Þvílík forréttindi að fá á haustin allt upp í 10 lítra af hreinsuðum aðalbláberjum, það toppar það ekkert. Enda ekki allir sem geta montað sig af því að afi þeirra hafi tínt aðalbláber og fært forsetanum þau, sem hann fékk svo þakkarbréf fyrir frá honum. Kúlusúkkinn, þá sé ég fyrir mér páskana og þú og Eddi afi í fjallaferð, tveir alveg eins og kaffibrúsakallarnir (enda alltaf með kaffibrúsann og nesti), það máttu yfirleitt engir aðrir en þið Eddi afi vera í bílnum, þú og Eddi afi á kúlusúkkanum. Nú getið þið eflaust skroppið saman í fjallaferð hinumegin. Ég man að þegar Elín mín var skírð þá varstu svo stoltur, og þegar mamma spurði hneyksluð af hverju ég hefði bætt Ósk við nafnið hennar svar- aðir þú: veistu það ekki? … þetta var mín ósk. Já, það eru nú for- réttindi fyrir mín börn að getað sagt og munað eftir langafa Guð- mundi. Ekki bara afa heldur langafa. Ég kveð þig með sökn- uði, en ég veit að þú ert kominn á góðan stað og líður vel og ert ekki langt undan. Þín afastelpa, Sigríður Ella (Sissa). Ég kynntist Guðmundi Björnssyni fyrir rúmum 30 ár- um, ég þá nýkominn með meira- próf og ók flutningabíl á milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. Á þessum tíma var þjóðvegurinn vestur um Djúp nýkominn í gegnum Hólmavík um Stein- grímsfjarðarheiði. Og það var merkilegt hvað við gamli náðum vel saman frá fyrstu stund enda alltaf stutt í glens og gaman hjá honum, auk þess að vera hálf- gerður táningur í anda alla tíð. Af þessum meistara gat ég lært mikið um akstur við erfið skilyrði og hann var alltaf klár í að tala um vonda vegi, illa mok- aða vegi og illa hannaða vegi. Skyldi ekkert í þessum kján- um hjá Vegagerðinni að hafa þessa beygjuna svona krappa, eða hina brekkuna svona bratta, þegar miklu betri lausnir voru til að hans mati. Guðmundur lá aldrei á skoðunum sínum, tók þátt í alls konar umræðum um daginn og veginn, jafnt á kaffi- stofunni á Vöruflutningamið- stöðinni, í talstöðinni bíla á milli eða þegar hann hringdi sem oft- ast í Rás 2 og las mönnum pist- ilinn. Þessir gömlu flutningabíl- stjórar voru sko karlar í krapinu, allir miklir persónu- leikar og grjótharðir í alla staði. Man eftir nokkrum ferðum þar sem við guttarnir að vestan elt- um kallinn í hin ýmsu ævintýri upp á Holtavörðuheiði eða Ennisháls, enda var bíllinn hans með drif á öllum hjólum, eitthvað sem við hinir vildum gjarnan hafa við slíkar aðstæð- ur. Já, maður sleppir ekki góðu brasi ef það býðst. Góður bíl- stjóri, beitti bílnum ætíð til fullnustu, ekkert verið að spara takkana og „vinkilsplittunin“ óspart notuð. Á milli túra stökk hann upp í „Súkkann“ sinn og fór upp á heiði í jeppaleik með strákunum. Alltaf viljugur að hjálpa til ef menn lentu í vandræðum og var t.d. snöggur að kippa í „Pálínu“ þegar ég velti henni við Sævang er við strákarnir ætluðum aðeins að kíkja á ball með Bítlavina- félaginu. Var afar grobbinn með vin sinn í rallinu hér í den, sér- staklega er keppnir voru haldn- ar nærri Hólmavík. Hann var litli maðurinn í rekstri í mikilli samkeppni við erkióvininn Kaupfélagið og við gátum alltaf áttað okkur á því hvort bíllinn var mikið lestaður eftir því hvað hann pantaði í kvöldmatinn í Brú í Hrútafirði. Pylsa ef lítið var að gera, en kótelettur ef mikið var að gera. Já, Guðmundur Björnsson er farinn í sinn síðasta túr, blessuð sé minning hans. Sendi fjöl- skyldunni allri og vinum hans mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Páll Halldór Halldórsson. Þegar fjölskylda mín flutti frá höfuðborgarsvæðinu norður á Strandir breyttist mjög margt. Sennilega vorum við í margra augum algjörir kjánar úr borg- inni sem vissum ekkert hvað við værum að fara út í, sem senni- lega var að mörgu leyti alveg rétt. Sem betur fer kynntumst við góðu fólki sem ráðlagði, leiðrétti, bjargaði okkur úr klípum, redd- aði málum og sagði okkur sögur. Guðmundur Björnsson var einn af þeim, hann keyrði til okkar byggingavörur, matvörur og allt annað á milli himins og jarðar. Hann hafði um árabil sinnt flutningi á vörum frá Reykjavík yfir Holtavörðuheiði, norður Hrútafjörð sem leið lá til Hólmavíkur og þaðan norður í nyrstu byggð á Ströndum, Ár- neshrepp. Guðmundur var góður í að segja okkur sögur um menn og málefni, en var raunar sjálfur orðinn eins konar þjóðsagnaper- sóna. Það komumst við að raun um eftir því sem við kynntumst honum betur. Við heyrðum líka ýmsar sögur af svaðilförum hans á yngri ár- um og reyndar var hann sko ekkert af baki dottinn þótt ár- unum hefði fjölgað. Hann var alltaf tilbúinn að taka á sig áhættusamar ferðir í vafasömu veðri og hann bauð veðurguð- unum byrginn þegar á þurfti að halda. Ég mun aldrei gleyma þeirri upplifun að verða vitni að því fyrsta haustið okkar hérna í Djúpavík þegar Guðmund bar að garði og var í það sinn að flytja heila fjölskyldu á brott úr sveit- inni. Þetta var seint í október og hafði snjóað heilmikið. Hann var sem sagt með alla búslóðina í flutningabílnum, en svo var fjöl- skyldan sem í hlut átti, á sínum fjölskyldubíl. Ferðin hafði alls ekki gengið vel, til þess var of mikill snjór, það hafði jú snjóað látlaust nánast allan daginn á meðan verið var að hlaða bílinn. Það var komið myrkur og ekki eftir neinu að bíða, svo Guð- mundur tók það ráð að keðja bíl sinn og binda bara spotta í minni bílinn og halda þannig áfram yfir hinn torfæra Veiði- leysuháls. Ég, borgarbarnið, var full af undrun og aðdáun þegar ég horfði á afturljós bílanna hverfa fyrir síðustu beygjuna. En ég var ósköp feg- in að vera ekki í fólksbílnum sem dansaði á eftir flutninga- bílnum út í nóttina. Lífið varð pínulítið fátæk- legra þegar Guðmundur hætti að keyra norður í Árneshrepp eftir áratuga þjónustu við íbúana. En það var þó til bóta að hann hringdi nokkuð oft til okkar og þá var nú spjallað mikið. Hann fylgdist með okkur ef veður voru slæm, vitandi að samgöngurnar til okkar voru nokkuð verri en víðast hvar í sveitinni. Nú að leiðarlokum þökkum við Guðmundi fyrir okkur hérna í Djúpavík, ég leyfi mér enn- fremur að þakka honum fyrir hönd íbúa Árneshrepps. Við sendum Sissu konu hans og allri fjölskyldunni innilegar samúð- arkveðjur. Minning hans mun lifa á meðal okkar á meðan góð saga er sögð í góðra vina hópi. Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, Djúpavík. „Þú verður að koma heim í kaffi. Það tefur þig ekkert. Sissa frænka þín á von á þér.“ Hann sótti þetta af kappi og ekkert annað en að þiggja gott boð. Innan stundar var setið við rjúkandi kaffibollann og góð- gerðir í stofu þeirra hjóna. „Ég vissi að það myndi koma einhver frá Asparvík. Ég var vakinn upp klukkan sjö í morg- un við að barið var á dyrnar. Ég hljóp niður en þá var þar eng- inn. Ég bað Sissu að fara að baka pönnukökur því það kæmu bráðlega gestir.“ Ég kynntist Guðmundi á síð- ari árum er hann var hættur í fastri vinnu. Sum augnablik á lífsleiðinni verða manni dýr- mætari en önnur. Mér er afar minnisstæð heimsókn til þeirra hjóna fyrir nokkrum árum. Við sátum í stofunni og rifjuðum upp gamla og nýja tíma. Lítill dóttursonur með í för kunni afar vel að meta móttökurnar og var leystur al- sæll út með gjöfum, skreyttum steinum og skeljum. Nokkru síðar var ég í pönnu- kökukaffi með öðrum afastrák. „Þetta er eitt skemmtilegasta heimili sem ég hef komið á,“ sagði sá stutti eftir að hafa hrúg- að í sig bakkelsinu. Guðmundur spjallaði um heima og geima, hafði skoðanir, deildi þeim og hlustaði. Hann átti svo gott með að halda uppi samræðum hvort sem viðmælendur voru háir eða lágir í loftinu. Þannig kynntist ég Guðmundi sem einstaklega hlýj- um manni, brennandi í andanum og gestrisnum. Það var gott að eiga Guðmund að vin. „Ég segi alltaf það sem ég meina beint út og hverjum sem er,“ sagði Guðmundur með ljúfu brosi. Eftirminnileg er barátta hans fyrir veginum um Arnkötludal eða Þröskulda. Brýndi hann oft okkur þingmennina til dáða: „Það sér hver heilvita maður þó hann hafi ekki nema annað aug- að opið hversu hagkvæmt þetta verk er,“ sagði Guðmundur í blaðaviðtali 2004. Spurður um hvort hann óttaðist ekki vond veður á Arnkötludal var svarið einfalt: „Ég hef ekki enn komið á þann stað þar sem ekki getur gert vont veður. Eiga menn að hætta að fara undir Hafnarfjall eða um Kjalarnes af því að þar getur gert vont veður?“ Guðmundur hafði kynnst ýmsu um dagana sem einyrkja- bílstjóri í áratugi með flutninga milli Stranda og Reykjavíkur, oft í ófærð og um lélega vegi. Á efri árum mátti hann horfa á húsið sitt brenna ásamt aleig- unni. Þá fóru erfiðir tímar í hönd. En sama hverju gekk á þá stóð Guðmundur keikur, bar- áttuglaður, bjartsýnn og hvatti aðra til dáða. Nýja húsið reis og þau hjónin fluttu inn. Því miður fékk Guð- mundur ekki að njóta hússins eins lengi og skyldi því heilsunni hrakaði. Nú er Guðmundur kominn á víða velli handan fljótsins mikla. Hann mun örugglega benda þar á hvar vantar nýja brú eða fylla þarf í holur á vegi. Við þökkum athafnamanninum Guðmundi Björnssyni fyrir samfylgdina. Hann setti svo sannarlega sterkan svip á samtíð sína og samfélag. Við minnumst þess hve vinnulúin hönd hans var hlý og handtakið þétt og fast. Því hlýja handtaki skilar Guðmund- ur til okkar sem eftir stöndum. Blessuð sé minningin um heiðursmanninn Guðmund Björnsson frá Stakkanesi. Sissu og fjölskyldunni sendum við einlægar samúðarkveðjur. Ingibjörg Kolka og Jón Bjarnason. Guðmundur Björnsson Högni Skaftason, skipstjóri frá Fá- skrúðsfirði, er lát- inn eftir erfið veik- indi. Högni fæddist á Fáskrúðs- firði 30. mars 1946, hans ævi- starf var sjómennska, sem hann stundaði mestallan sinn starfsferil. Hann lauk meira fiskimannaprófi frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík 1965. Högni var skipstjóri á skut- togaranum Hoffelli SU 80 frá árinu 1977 þar til skipið var selt 1996 eða 19 ár. Áður hafði hann verið 1. stýrimaður á Högni Skaftason ✝ Högni Skafta-son fæddist 30. mars 1946. Hann lést 7. september 2017. Högni var jarð- sunginn 16. sept- ember 2017. togaranum Ljósa- felli SU 70 syst- urskipi Hoffells SU og þar áður skipstjóri á eldra Hoffelli 180 lesta skipi. Skuttogarinn Hoffell SU 80 var mikið happaskip undir stjórn Högna Skaftason- ar og ávallt í hópi mestu aflaskipa á Austurlandi. Ég kynntist Högna þegar hann hætti tímabundið sjó- mennsku og hóf störf sem skipaskoðunarmaður hjá Sigl- ingastofnun á Fáskrúðsfirði ár- ið 1997. Við náðum góðu vináttusam- bandi sem ég kunni vel að meta. Það var alltaf skemmti- legt að tala við Högna bæði þegar við hittumst og tókum bryggjurúnt í bænum og þegar við stundum áttum löng og skemmtileg símtöl. Hann hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og var ófeiminn að segja skoð- anir sínar umbúðalaust. Við ræddum mest um sjó- mennsku, pólitík og ég held að við höfum sjaldan sleppt því að ræða um mat, enda báðir áhugasamir um matargerð. Við vorum oftast sammála í pólitíkinni, báðir flokkaflæking- ar eins og við kölluðum það, en stundum kom það fyrir að við vorum ekki sammála um flokk. Þá sagði hann í gamni að ef ég kysi vitlausan flokk þá talaði hann ekki við mig meir og svo var hlegið. Högni hafði skemmtilegan húmor fyrir hlut- unum. Ég á eftir að sakna þeirra mörgu skemmtilegu samtala sem við Högni áttum saman. Seinustu árin gerði hann út sinn eigin bát, Sæberg SU 112, á strandveiðar og má segja að það hafi verið hans líf og yndi. Hann var búinn að útbúa bát- inn vel, setja í hann nýja vél og endurnýja öll tæki þegar hann veiktist, þannig að báturinn var tilbúinn á strandveiðar síðasta vor. Hann vildi alltaf hafa Sæ- bergið í góðu lagi þegar hann færi á sjó, allan öryggisbúnað og allt snyrtilegt, hann eyddi því drjúgum tíma í að halda bátnum í góðu standi. Högni sagði að það væri ekk- ert skemmtilegra en að vera á sjó á Sæbergi SU í góðu veðri á færum og veiða fisk. En því miður naut hann þess ekki að vera á bátnum sínum sl. sumar vegna alvarlegra veikinda sem leiddu til þess að hann lést 7. september 2017. Högni kvæntist eftirlifandi konu sinni Ingeborgu Eide Hansdóttur 12. september 1971, þau eignuðust fjögur börn þau eru: Kristín, Elín, Hjörvar Sæberg og Katrín. Með þessum fátæklegu orð- um kveð ég minn góða vin Högna Skaftason, blessuð sé minning hans. Kæra Ingeborg og fjöl- skylda, við Kolbrún sendum ykkur innilegar samúðarkveðj- ur. Sigmar Þór Sveinbjörnsson. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG STELLA SIGURÐARDÓTTIR, til heimilis að Hæðarbyggð 13, Garðabæ, lést á líknardeild Landspítalans aðfaranótt 28. september. Sérstakar þakkir til Karitas hjúkrunarþjónustu. Útförin verður auglýst síðar. Pétur Jónsson Jón Pétursson Vala Steinunn Guðmundsd. Sigurður Pétursson Pétur Ingi Pétursson Marijana Stanarevic og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.