Morgunblaðið - 30.09.2017, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.09.2017, Blaðsíða 47
Heiða Eiríksdóttir hefur verið giska iðin við kolann undanfarin misseri og alls hafa þrjár plötur litið dagsins ljós, í ýmsum formum, undir nafninu Heidatrubador. Tökum aðeins stöðuna á þessu sýsli hennar. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Heiða hefur komið að marg-víslegum tónlistarverk-efnum á löngum ferli, eða eins og segir í fréttatilkynningu vegna nýjustu plötunnar, Artist Cel- ery: „Heidatrubador er tónlistar- verkefni Heiðu Eiríksdóttur sem einnig er í hljómsveitinni Hellvar og Dys, var einu sinni í Heiðu og Heið- ingjunum, var fyrir langa-löngu í Unun og þar á undan í fullt af bíl- skúrssveitum með skemmtilegum nöfnum sem enginn man eftir en voru samt prýðileg bönd.“ Heidatrubador er tiltölulega nýlegt verkefni, nafnið gefur til kynna að hér sinni hún söngva- skáldageiranum en það er þó ekki rétt nema að hluta til. Tónlistin und- ir þessu heiti er orðin býsna mikil að vöxtum, bæði heilar plötur og stök lög, en fer ekki endilega í þær áttir sem fólk á von á. „Mér fannst fyndið að gera tónlist sem væri ekki hefð- bundin þjóðlagatónlist og nota samt nafn sem allir myndu halda að væri svona trúbadora-fólk-eitthvað,“ segir Heiða. „Mig langar í raun og veru aðeins að rugla í öllum. Ekki það að fólk sé ekki búið að átta sig á að ég er stundum soldið rugluð, en ég er kannski bara alveg sátt við það. Ég er svona að undirstrika ruglið mitt; staðfesta það sem fólk hefur grunað í mörg ár.“ Fyrsta útgáfa Heidatrubador var kassettan Third-eye-slide-show sem kom út hjá FALK-records árið 2016 í 50 eintökum (er einnig á Bandcamp-svæði FALK). Þar er á ferðinni tilraunatónlist að mestu, drungalegt og naumhyggjulegt „ambient“ og „industrial“ hljóð- lykkjur. Heiða hefur þá og skotið út lagi og lagi, hlaðið þeim upp á You- tube eða Bandcamp-setrið sitt en einnig gefið út í föstu formi, t.d. kom út ansi lagleg sjötomma í tak- mörkuðu upplagi í febrúar 2016, Dásamlega ruglandi Morgunblaðið/Ómar Nærandi Heiða Eiríksdóttir skapar af miklum móð nú um stundir. kallast hún Root og er tónlist á a- hliðinni en myndverk á b-hliðinni, undanfari trúbadúraplötunnar Fast sem kom svo út í apríl á þessu ári. Útgáfa Fast var á vínyl, geisladiski og rafrænu formi (heidatruba- dor.bandcamp.com). Á Fast er söng- rödd og gítar í forgrunni, lág- stemmd, melódísk og innileg stemning ræður ríkjum. Heiða hef- ur síðan dvalist í Berlín að undan- förnu og samið af kappi og eru tvær plötur tilbúnar. Sú fyrri var að koma út og kallast Artist Celery, kom fyrst út á Youtube en er og hægt að nálgast á Bandcamp. Hér stígur Heiða frá hljóðheimi Fast og fer nær þeim sem er að finna á Third-eye-slide-show. Sonic Youth-legur gítar, hávaðaveggir og bjögun. Tvö síðustu lögin eru glæsi- leg útfærsla á þessu, hvar skældur rafmagnsgítarinn spilar algjöra burðarrullu. Næsta plata kemur svo út á næsta ári, plata sem Heiða lýsir sem „kassagítarspoppi“. Það er því allt að gerast hjá Heiðu nú um stundir eins og sagt er. Þess má þá geta að Artist Celery er ýtt úr vör með myndbandi við lagið „Til vara“, sem Elvar Geir Sævarsson skaut og vann, en upptökur fóru fram í garði í hinni grænu Berlín. » Tvö síðustu lögineru glæsileg út- færsla á þessu, hvar skældur rafmagnsgítar- inn spilar algjöra burðarrullu. MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2017 Hið Íslenska Bókmenntafélag hefur nú flutt höfuðstöðvar sínar í hús- næði Hótels Sögu að Hagatorgi, en þær voru áður í Skeifunni. Opnun nýrra höfuðstöðva var fagnað á fimmtudag. Jón Sigurðsson, forseti félagsins, segir flutningana mikið framfara- skref fyrir félagið. „Þessi nýja stað- setning er mjög heppileg vegna ná- býlis við Háskólann og ýmsar menningarstofnanir sem honum tengjast. Nú hefur Bókmennta- félagið aðstöðu í miðjum klasa menningarstofnana á Melunum: Þjóðarbókhlaðan, Þjóðminjasafnið, Háskóli Íslands, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og senn Hús ís- lenskra fræða sem mun rísa við hlið Landsbókasafns. Hér finnst okkur Bókmenntafélagið eiga heima. Hér verðum við með dreifingu útgáfu rita okkar, bæði bókaversl- un og eins dreifingu á forlags- bókum okkar til bóksala annars staðar í bænum. Þetta sama gildir um Fornritafélagið, þ.e.a.s. Íslendingasögur, Eddu og fleira af því tagi sem við önnumst dreifingu á. Síðan höfum við í huga aukið samstarf við þessar stofnanir sem ég taldi upp áðan og munum áreið- anlega efna til funda og ráðstefna í þessu húsnæði okkar.“ Einnig nefnir Jón að Listasafn Háskóla Íslands hafi verið svo vin- samlegt að bjóða félagið velkomið á svæðið með því að setja upp sýn- ingu í nýjum húsakynnum þess á verkum úr safneign Listasafnsins. „Sýningin sem var sett upp í fyrra- dag sýnir nokkur verk Guðmundu Andrésdóttur og prýða þau sýning- arrými sem er meðfram norður- veggnum. Það er reyndar þannig gert að það er hægt að sjá þær í gegn um glerið, margar þessara mynda, næstum allar. Fólk sem gengur framhjá húsinu getur horft á þær,“ útskýrir hann. „Við erum mjög ánægð með að vera komin á þennan stað og von- umst til þess að það verði til þess að efla félagið í sinni viðleitni sem er náttúrulega fyrst og fremst að efla íslenska tungu og gefa út bækur og tímarit, ekki fyrst og fremst með hagnaðarmarkmiði heldur vegna þess menningar- og fræðagildis sem þær hafa,“ segir Jón að lokum. „Hér finnst okkur Bókmenntafélagið eiga heima“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Heppileg staðsetning Opnun nýrra höfuðstöðva Bókmenntafélagsins að Hagatorgi var fagnað á fimmtudag. Miðasala og nánari upplýsingar 5% SÝND KL. 10 SÝND KL. 2 SÝND KL. 2, 4, 6 SÝND KL. 4, 6, 8SÝND KL. 8, 10.20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.