Morgunblaðið - 30.09.2017, Blaðsíða 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2017
Hildur Loftsdóttir
hilo@mbl.is
Málþingið Barnabókin er svarið
verður haldið miðvikudaginn 4.
október kl. 14-17 í Ráðhúsi Reykja-
víkur.
Samtök íslenskra unglinga- og
barnabókahöfunda (SÍUNG),
Reykjavík Bókmenntaborg
UNESCO og Menntamálastofnun
standa fyrir málþinginu sem fjallar
um mikilvægi barnabóka í lestrar-
leikni barna.
Hver er framtíðarmyndin?
Rithöfundurinn Gunnar Helgason
er fundarstjóri málþingsins og segir
hann aðspurður að barnabókin sé
svarið við öllu.
„Það er bara þannig. Lilja Al-
freðsdóttir þingkona hefur fjallað
um vanda bóksölu og bókaútgáfu á
Íslandi og leggur til að afnema virð-
isaukaskattinn á bókum. Sem er frá-
bært, en það er bara eitt púsl í risa-
stóru púsli sem snýst um hvaða
framtíðarmynd við viljum hafa af ís-
lenskri tungu, bókaútgáfu og náms-
árangri barnanna okkar. Það er allt-
af hlaupið upp til handa og fóta
þegar niðurstöður PISA-könnunar-
innar liggja fyrir og talað um að
börnin lesi ekki nógu mikið. Við
settumst því niður nokkrir barna-
bókahöfundar og ræddum af hverju-
aldrei er talað um barnabókina í
þessu samhengi. Það dettur engum í
hug að það þurfi að ræða hvað börn-
in eru að lesa,“ segir Gunnar.
„Við ákváðum að endurverkja SÍ-
UNG sem eru samtök innan Rithöf-
undasambandsins sem höfðu legið
niðri um tíma. Slagkrafturinn var
mikill og við ákváðum að ræða þetta
opinskátt, og taka viðtalið við
Menntamálastofnun og með henni.“
Grundvöllur barnabókútgáfu
Gunnar bendir á að mun stærri
þjóðir en Ísland, eins og Noregur og
Frakkland, skilgreini sín tungumál í
útrýmingarhættu og séu með áætl-
anir því til varnar.
„Norðmenn hafa ákveðið að þær
barnabækur sem þar koma út fara
inn á hvert einasta skólabókasafn
þar í landi og þar með skapast
grundvöllur fyrir barnabókaútgáfu.
Við þurfum líka að hlúa að barna-
bókinni og koma henni til lesenda.
Hér á landi hafa barnabókahöf-
undar lengi verið allra höfunda ólík-
legastir til að fá rithöfundalaun, en
undanfarið hefur orðið bragarbót
þar á. Hvað ef það yrði bara ákveðið
að bæta í rithöfundasjóðinn og
eyrnamerkja viðbótina barnabóka-
höfundum?
Barnabækur lifa með lesendanum
alla ævi. Ábyrgð okkar barna-
bókarithöfunda er miklu meiri en
þeirra sem skrifa fyrir fullorðna. Við
verðum að vanda okkur og skrifa
þannig bækur að þær meiði ekki.
Líka á ákveðnu máli sem börn skilja,
mál sem er ekki of flókið en samt
gott mál. Þetta er flókið.
Við barnabókahöfundar viljum að
við vinnum öll saman að þessu. Ég
ætla að nota tækifærið til að bjóða
Lilju, og þeim sem mæltu með frum-
varpinu hennar að koma og hlusta,
og taka þátt í umræðunum. Ef þeim
er virkilega umhugað um bókaút-
gáfu, íslenskuna og námsárangur
barnanna okkar,“ segir Gunnar að
lokum. „Þetta verða opnar og æs-
ingalausar samræður þrátt fyrir að
vera mikið hitamál.“
Morgunblaðið/Golli
Barnabókarithöfundur Gunnar Helgason les upp úr bók sinni Mömmu klikk.
Hvað lesa börn?
Málþingið Barnabókin er svarið
Íslensk tunga, bókaútgáfa og
námsárangur Mikið hitamál
Sýningin Nokkur þúsund augnablik eftir Ingu Sólveigu
Friðjónsdóttur verður opnuð í Ramskram í dag klukkan
17.
Þar verða verk hennar frá Kúbu og öngstrætum í Aust-
urlöndum sett fram á kaótískan hátt eins og minningar.
Frá því að Inga Sólveig var barn hefur hana dreymt um
að ferðast til fjarlægra landa og það gefur henni mikið að
upplifa aðra menningu, fólk, byggingar og andrúmsloft.
Hún útskrifaðist frá San Francisco Art Institute 1987 og
heldur í heiðri aðferðum gömlu meistaranna og vinnur
mest með svarthvítt, handmálar stundum með olíu og bæt-
ir inn teikningum.
Nokkur þúsund augnablik í Ramskram
Inga Sólveig
Friðjónsdóttir
Sýningin Tittlingaskítur eftir Guð-
mund Thoroddsen verður opnuð í
Hverfisgalleríi í dag, laugardag
klukkan 16, en þetta er fyrsta einka-
sýning Guðmundar í galleríinu.
Að sögn Guðmundar sýna klippi-
myndirnar „karlfífl að gera eitthvað
sem þeir halda að sé merkilegt en er
bara helvítis vitleysa og runk,“ og
þótt í verkunum sé gamansemi er
ómögulegt annað en að sjá í þeim
vissa samfélagsgagnrýni.
Tittlingaskítur í Hverfisgalleríi í dag
Guðmundur Thoroddsen
The Square
Christian er virtur sýning-
arstjóri í nútímalistasafni í
Svíþjóð. The Square er inn-
setning sem er næst á sýn-
ingardagskrá safnsins
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 74/100
IMDb 8,0/10
Bíó Paradís 17.15, 22.30
Ég man þig 16
Ungt fólk sem er að gera
upp hús á Hesteyri um miðj-
an vetur fer að gruna að þau
séu ekki einu gestirnir í
þessu eyðiþorpi.
Morgunblaðiðbbbbn
IMDb 7,6/10
Bíó Paradís 22.00
Stella í orlofi
Bíó Paradís 18.00
Good Time 16
Metacritic 80/100
IMDb 8,0/10
Bíó Paradís 18.00, 20.00
The Big Sick Metacritic 86/100
IMDb 8,1/10
Bíó Paradís 22.30
Vetrarbræður
Bíó Paradís 18.00
Með allt á hreinu
Sing Along
Bíó Paradís 20.00
It 16
Sjö vinir í bænum Derry í
Bandaríkjunum komast á
snoðir um að í holræsum
bæjarins er á kreiki óvættur.
Metacritic 70/100
IMDb 8,0/10
Sambíóin Álfabakka 17.10,
20.00, 22.50
Sambíóin Egilshöll 17.15,
20.00, 22.45
Sambíóin Kringlunni
20.00, 23.00
Sambíóin Akureyri 19.30,
22.20
Sambíóin Keflavík 22.10
Flatliners 16
Eftir að hafa valdið bílslysi
sem varð systur hennar að
bana fær Courtney fjóra
aðra læknanema með sér í
lið til þess að gera áhættu-
samar tilraunir á dauðanum.
IMDb 5,7/10
Laugarásbíó 20.00, 22.20
Smárabíó 20.00, 22.20
Borgarbíó Akureyri 17.50,
22.50
Mother! 16
Metacritic 74/100
IMDb 6,8/10
Sambíóin Álfabakka 20.00,
22.35
Sambíóin Egilshöll 20.00,
22.30
Sambíóin Kringlunni 22.50
The Hitman’s
Bodyguard 16
Besti lífvörður í heimi fær
nýjan viðskiptavin, leigu-
morðingja sem þarf að bera
vitni hjá alþjóða glæpadóm-
stólnum.
Metacritic 47/100
IMDb 7,0/10
Sambíóin Álfabakka 22.10
American Assassin 16
Fjölskylduharmleikur leiðir
Mitch Rapp í raðir þeirra
bestu sem berjast gegn
hryðjuverkaógnum.
Metacritic 45/100
IMDb 6,7/10
Smárabíó 19.50
Everything,
Everything
Madeline hefur ekki farið út
fyrir hússins dyr í sautján ár.
Metacritic 52/100
IMDb 6,4/10
Sambíóin Álfabakka 20.00
American Made 12
Frásögn af ævi Barry Seal,
fyrrverandi flugstjóra sem
gerist smyglari fyrir glæpa-
klíkur Suður-Ameríku,
Metacritic 63/100
IMDb 7,3/10
Smárabíó 22.20
Dunkirk 12
Myndin fjallar um Operation
Dynamo árið 1940. þegar
340 þúsund hermenn
bandamanna voru frelsaðir
úr sjálfheldu.
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 94/100
IMDb 8,4/10
Sambíóin Kringlunni 17.40
Emojimyndin Gene býr ásamt aragrúa
broskarla á milli appanna í
símanum.
Metacritic 12/100
IMDb 2,1/10
Sambíóin Keflavík 15.50
Smárabíó 13.10, 15.25,
17.45
The Lego Ninjago
Movie
Sex ungar ninjur fá það verk-
efni að verja eyjuna sína,
Ninjago. Á kvöldin eru þau
flottir stríðsmenn en á dag-
inn eru þau hins vegar venju-
legir unglingar í miðskóla.
Metacritic 55/100
IMDb 6,5/10
Sambíóin Álfabakka 11.10,
12.20, 13.00, 14.40, 15.20,
17.40
Sambíóin Egilshöll 13.00,
14.00, 15.15, 17.30
Sambíóin Kringlunni 13.00,
14.00, 15.20, 16.20, 17.40
Sambíóin Akureyri 13.10,
14.00, 15.30, 16.20
Sambíóin Keflavík 13.00,
15.20, 17.40
Smárabíó 12.50, 15.15,
17.40
Skrímslafjölskyldan
IMDb 5,2/10
Sambíóin Álfabakka 11.30,
13.30, 15.00, 15.40, 17.50
Sambíóin Egilshöll 13.00,
15.00
Sambíóin Kringlunni 13.00
Sambíóin Keflavík 13.40
Sonur Stórfótar
IMDb 6,1/10
Laugarásbíó 14.00, 16.00,
18.00
Smárabíó 13.10, 15.30
Storkurinn Rikki
IMDb 6,0/10
Sambíóin Álfabakka 13.40
Bílar 3
Sambíóin Álfabakka 12.40
Aulinn ég 3
Smárabíó 12.45, 14.50
Þegar höfuðstöðvar Kingsman eru lagðar í rúst
komast Eggsy og Merlin að því að til eru leynileg
njósnasamtök í sem stofnuð voru á sama degi og
Kingsman.
Metacritic 50/100
IMDb 7,6/10
Laugarásbíó 22.00
Sambíóin Álfabakka 12.00, 15.00, 17.00, 20.00, 22.10, 22.50
Sambíóin Egilshöll 15.00, 17.00, 19.50, 22.40
Sambíóin Keflavík 22.10
Smárabíó 17.00, 19.10, 19.45, 22.10, 22.45
Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.10
Kingsman: The Golden
Circle 16
Undir trénu 12
Atli flytur inn á foreldra sína sem
eiga í deilu við fólkið í næsta húsi.
Stórt og fagurt tré sem stendur í
garði foreldranna skyggir á garð
nágrannanna, sem eru orðnir
þreyttir á að fá ekki sól á pallinn.
Morgunblaðið bbbbn
IMDb 6,9/10
Laugarásbíó 16.00, 18.00, 20.00
Smárabíó 14.00, 16.40, 17.35, 20.00, 22.10
Borgarbíó Akureyri 17.50, 20.00
Sambíóin Keflavík 20.00
Kvikmyndir
bíóhúsannambl.is/bio
Home Again
Líf einstæðrar móður í Los Ang-
eles tekur óvænta stefnu þegar
hún leyfir þremur ungum
mönnum að flytja inn til sín.
Metacritic 41/100
IMDb 5,7/10
Sambíóin Álfabakka 15.40, 17.50, 20.00, 22.10
Sambíóin Egilshöll 17.50, 20.00, 22.10
Sambíóin Kringlunni 18.40, 20.00, 20.50, 22.20
Sambíóin Akureyri 18.00, 20.10, 22.20
Sambíóin Keflavík 17.50, 20.00
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna