Morgunblaðið - 30.09.2017, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.09.2017, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2017 ✝ Freyja Ey-steinsdóttir fæddist á Húsavík 18. ágúst 1958. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Norður- lands á Húsavík 22. september 2017. Foreldrar henn- ar voru Álfheiður Eðvaldsdóttir, f. 4. nóvember 1918, d. 7. október 1997, og Eysteinn Gunnarsson, f. 15. október 1921, d. 30. apríl 1995. Bræður Freyju eru Kristján Gunnar Eysteinsson, f. 25. febr- úar 1945, Hreinn Jónsson, f. 16. desember 1946, og Sigfús Eð- vald Eysteinsson, f. 23. sept- ember 1962. Eiginmaður Freyju er Ing- ólfur Hilmar Árnason, f. 4. sept- ember 1956. Þau eiga þrjú börn: a) Helena Eydís Ingólfsdóttir, f. 15. júlí 1976. Sambýlismaður hennar er Hallbjörn Eðvarð Þórsson, f. 15. júní 1970. Barn þeirra er Arna Júlía, f. 10. apríl 2013. Börn Hallbjörns af fyrra sambandi eru: Ey- dís Agla, f. 28. mars 2002, d. 12. janúar 2015, og Hera Kar- ín, f. 3. október 2003. b) Sigmar Ingi Ingólfsson, f. 3. september 1981, eiginkona hans er Kiddý Hörn Ásgeirsdóttir, f. 18. desember 1985. Börn þeirra eru Fannar Ingi, f. 5. febrúar 2006, Karen Linda, f. 14. ágúst 2009, og Hall- grímur Freyr, f. 28. desember 2015. c) Arnar Vilberg, f. 1. apr- íl 1987. Sambýliskona hans er Karen Erludóttir, f. 2. ágúst 1993. Freyja verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju í dag, 30. sept- ember 2017, og hefst athöfnin klukkan 14. Allt hefur sinn tíma, að lifa hefur sinn tíma og að deyja hefur sinn tíma. Freyja tengdamóðir mín fékk allt of stuttan tíma. Ég kynntist Freyju fyrir tæp- um sjö árum þegar ég kom inn í fjölskyldu hennar og Inga. Þau hjónin tóku mér og dætrum mín- um afskaplega vel og strax við fyrstu kynni höfðu stelpurnar mínar eignast ömmu Freyju og afa Inga. Freyja var ekki aðeins tengda- móðir mín heldur tókst fljótt með okkur góður vinskapur og sann- arlega gerði hún flutning minn til Húsavíkur miklu auðveldari með því að láta mig finna hversu vel- kominn ég væri. Glaðværð Freyju fær mig til að hugsa til baka og ekki minnist ég annars en að hún hafi alltaf verið með bros á vör, þegar hún tók sinn síðasta andardrátt fór hógvært bros um andlit hennar. Freyja var stolt af uppruna sínum og ósjaldan rifjaði hún upp sögur af Flateyjardal og eyjunni hennar á Skjálfanda, sögur af harðduglegu fólki, og sannarlega var hún sjálf vitnisburður um dugnaðarfork sem lét til sín taka á hverjum þeim vettvangi sem hún léði krafta sína. Haustið 2012 þegar sauðfé fennti í kaf og björgunarsveitarmenn af öllu landinu komu norður til hjálpar, þá var Freyja eins og drottning í ríki sínu þegar hún dag eftir dag ásamt öðrum góðum eldaði ofan í stóran hóp af sársvöngum mönn- um sem komnir voru til aðstoðar, og þakklátir voru þeir. Seinna þetta sama haust veitti Freyja mér gríðarlegan stuðning þegar ég greindist með krabba- mein. Hún og Ingi óku ófáa kíló- metrana, jafnvel daglega, til að vera til staðar fyrir mig í veik- indum mínum. Þegar Eydís Agla dóttir mín dó voru Freyja og Ingi ómetanlegir bakhjarlar fyrir okkur í sorginni. Það fæ ég aldrei að fullu þakkað. Þrátt fyrir að ég minnist Freyju sem hins sterka bakhjarls sem hún var, þá er hlýja hennar og glaðværð minningin sem ég geymi sterkast um hana. Húm- orinn, stundum fast skotið (en heiðarlega), tengdi okkur sterk- um böndum og oft var hlegið. Freyja eignaðist þrjú börn og sex ömmubörn sem hún var svo stolt af og þau öll hænd að henni enda gaf hún sér alltaf tíma fyrir fólkið sitt, allir fengu tíma hjá ömmu Freyju. Mig langar að lokum að þakka Freyju fyrir samfylgdina, stuðn- inginn og vinskapinn sem aldrei bar skugga á, við hittumst seinna fyrir hinum megin og fáum okkur vel kæsta skötu. Blessuð sé minning Freyju Eysteinsdóttur. Hallbjörn Eðvarð Þórsson. Fósturlandsins Freyja, fagra vanadís, móðir, kona, meyja, meðtak lof og prís. Blessað sé þitt blíða bros og gullið tár. Þú ert lands og lýða ljós í þúsund ár. (Matt. Joch.) Það er engin leið að lýsa því hvernig mér líður. Hjarta mitt hamast við að vera sorgmætt en ég finn að mestu bara þakklæti í staðinn. Ég veit að þú ert ánægð að heyra það elsku Freyja mín enda vaktir þú yfir mér með hlýju og ást þar til þú sjálf þurftir að berjast við öfl sem því miður var ekki ráðið við. Ég er svo þakklát fyrir þig! Þú ert engri lík. Þú ert í mínum huga fósturlandsins Freyja, nafngiftin fullkomin fyrir þá persónu sem þú hefur að geyma. Alltaf að at- huga með mig, hvort krakkana vantaði eitthvað og svo full af hlýju og væntumþykju til okkar. Þú veist að þessar sömu tilfinn- ingar eru endurgoldnar til þín. Þú veist að ég mun halda áfram að tala við þig þó að þú sért kom- in í aðra vídd núna. Ég mun áfram elska þig eins og þú elskar mig. Þú passar mig, litla Hildu tetrið og knúsaðu fólkið okkar frá mér. Elsku Freyja, þó að þú sért farin þá verður þú aldrei farin. Þú hefur fyllt hjörtun okkar með kærleika þínum um ókomna tíð og fyrir það er ég þakklát. Takk fyrir að vera besta föðursystir mín. Takk fyrir allt! Þín Hilda. „Ég segi nú allt gott,“ sagði Freyja í síðasta skipti sem við hittumst. Hún sagði það reyndar alltaf. Gaf alveg til kynna að hún vildi hvorki eyða tímanum í vol né víl. Við rifjuðum upp skemmti- lega ferð þar sem gengið var á Herðubreið með Björgunarsveit- inni Garðari. Hún stóð vaktina í „grunnbúðum“ eins og hún nefndi tjaldið sem reist var við rætur fjallsins. Þegar göngu- menn komu til baka biðu þeirra að sjálfsögðu krásir á borðum. Freyja var um nokkurra ára skeið í Slysavarnadeild kvenna á Húsavík og var þar ötull liðsmað- ur. Hún brást alltaf skjótt við þegar leysa þurfti einhver verk- efni. Ég á sérlega góðar minn- ingar frá súpugerð og sölu á Mærudögum, þar stóðum við vaktina langt fram á nótt. Freyja gekk til liðs við Björg- unarsveitina Garðar. Hún var alltaf til taks að elda ofan í liðs- menn sveitarinnar, hvort heldur sem var í útköllum eða fyrir skemmtanir. Þegar útkall var ut- an opnunartíma verslana var tínt til það sem hendi var næst og soðin saman einhver naglasúpa. Minningar um þetta bardús í kringum björgunarsveitina eru dýrmætar og í því naut Freyja sín mjög vel, hrókur alls fagn- aðar og gat veitt styrk og hlýju ef á þurfti að halda. Freyja lifði með reisn og hennar verður sárt saknað. Vertu sæl, kæra vinkona, og takk fyrir allar góðu minning- arnar sem þú skilur eftir. Ingólfur, Helena, Sigmar, Arnar og fjölskyldur, við sendum ykkur okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Fanney og Guðmundur. Þegar fréttin barst um að Freyja væri fallin frá eftir snarpa baráttu við illvígan sjúkdóm fór hugurinn að reika um liðna tíð. Efst er í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast Freyju í leik og í starfi. Freyja reyndist Björgunar- sveitinni Garðari afskaplega vel. Leiðir okkar lágu saman fyrst í gegnum samstarf á milli Slysa- varnadeildar kvenna og Björgun- arsveitarinnar Garðars en að öll- um ólöstuðum þá tengdi Freyja þessi tvö félög saman tryggðar- böndum svo eftir því var tekið á landsvísu. Freyja gekk svo skref- inu lengra og gerðist meðlimur í Garðari og það skipti ekki máli hvort útkallið var stórt eða smátt, alltaf mætti Freyja og hellti upp á kaffi, smurði brauð, eldaði súpu eða snaraði fram stórsteikum því það var henni kappsmál að enginn væri svang- ur í útkalli eða í frágangi eftir það. Freyja var kjarnakona og lá hún aldrei á skoðunum sínum og var það oft gaman að vera henni ekki sammála því þá færðist oft fjör í rökræðurnar og rómurinn hækkaði og svo þegar hún sá í gegnum þá stríðni var hlegið hátt og lengi. Freyja fylgdist vel með öllu sem gekk á hjá björgunarsveit- inni og hafði hún einstakt lag á því að þegar yfir okkur gekk ein- hver þreyta á starfinu þá barði hún okkur saman svo við urðum sterkari á eftir þegar hún hafði lokið máli sínu, slíkur var eld- móður hennar. Í björgunarsveit- ina er höggvið skarð, skarð sem ekki verður fyllt. Björgunarsveitin Garðar sendir aðstandendum sínar dýpstu samúðarkveðjur á þess- um erfiðu tímum. Minning Freyju mun lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Fyrir hönd Björgunarsveitar- innar Garðars, Eysteinn Heiðar Kristjánsson. Freyja Eysteinsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku besta amma. Takk fyrir að vera alltaf svona góð við mig. Þú hugsaðir alltaf vel um okkur af því að við erum fjölskylda og það er það sem maður gerir. Þín ömmustelpa Arna Júlía. Elsku amma, þú varst besta amma í heimi. Þú varst skemmtileg og það var mjög gaman að vera hjá þér. Það var svo gaman þeg- ar við fórum saman til Dan- merkur. Þegar ég kom til Húsa- víkur kom ég alltaf til þín og það var mjög gott að sjá þig. Þú varst mjög glöð þegar ég kom til ykkar. Það var gaman að vera hjá þér um jól og nýár og þegar ég átti afmæli. Eftir að Eydís systir dó hugsa ég oft um hana og ég á eftir að hugsa oft um þig líka. Ég elska þig svo mikið. Með bestu kveðju Hera. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Minningargreinar Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Útfararstofa kirkjugarðanna Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfarar- og lögfræðiþjónusta Við önnumst alla þætti undirbúnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánar- bússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Sigrún Óskarsdóttir, guðfræðingur Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur vináttu og hlýju við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, ÁSTU GUÐMUNDU ÁSGEIRSDÓTTUR, Skarðsbraut 19, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Akraness fyrir einstaka umhyggju og alúð. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Hlini Eyjólfsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRLAUGAR GUÐMUNDSDÓTTUR. Baldvin G. Heimisson Guðmundur Baldvinsson Guðbjörg Ósk Ragnarsdóttir Hrannar Baldvinsson Thelma Ólafsdóttir Baldvin Þór Baldvinsson Valgerður Ósk Steinbergsd. Arnar Baldvinsson Brynja Björgvinsdóttir Sif Guðmundsdóttir Ægir Blöndal barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, TÓMAS EINARSSON, Fögrubrekku 24, Kópavogi, lést á blóðlækningadeild Landspítalans föstudaginn 15. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug. Selma Tómasdóttir Jón Magnússon Sigurgeir Tómasson Bára Hjaltadóttir Guðrún Tómasdóttir Páll Ævar Pálsson barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, UNNAR GUÐJÓNSDÓTTUR frá Tóarseli, Breiðdal. Ragnhildur Pétursdóttir Oddur Guðjón Pétursson Ingunn Ása Bjarnadóttir og ömmubörnin Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og fallegar kveðjur við fráfall ástkærs eiginmanns míns, JÓNS HELGA EINARSSONAR, Borgarbraut 65a, Borgarnesi, Guðbjörg Andrésdóttir Hjartans þakkir til allra þeirra sem heiðruðu minningu föður okkar, bróður, tengda- föður og afa, JÓNS HILMARS RUNÓLFSSONAR endurskoðanda, Drápuhlíð 20, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við þeim sem af alúð og elskusemi önnuðust hann í veikindum hans, starfsmenn göngudeildar blóð- og krabbameinslækninga Landspítala háskólasjúkrahúss undir handleiðslu Friðbjarnar Sigurðssonar, öldrunardeildar Markar, aðhlynningar Karitasar heimahjúkrunar og öldrunardeildar Landspítala háskólasjúkrahúss. Guðný Jónsdóttir Hilmar Jónsson Runólfur Þór Jónsson Brynja Dís Runólfsdóttir tengdabörn og barnabörn HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.