Morgunblaðið - 30.09.2017, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.09.2017, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2017 ÚR BÆJARLÍFINU Ómar Garðarsson Vestmannaeyjum Það var mikið í hlegið í Einars- stofu í Safnahúsi Vestmannaeyja fyrir skömmu þar sem þær frænk- ur, Anna Óskarsdóttir og Guðrún Einarsdóttir og Katrín Theódórs- dóttir, Guðrún Garðarsdóttir og Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir rifjuðu upp æskuárin í Vest- mannaeyjum upp úr miðri síðustu öld. Hvert sæti var skipað eins og venjulega og engin þreyta komin í dagskrána sem nú var haldin í sjötta skiptið.    Og í fyrsta sinn voru það kon- urnar sem áttu sviðið. Vest- mannaeyjar á þessum árum voru einstakur staður þar sem flestir deildu kjörum sem hjá flestum voru knöpp og þröngt var búið. En heimurinn var ekki stór. Anna og Guðrún áttu sinn Faxastíg þar sem var pláss fyrir öll trúarbrögð og skoðanir.    Miðbærinn var svæðið hennar Katrínar þar sem rúnturinn var miðpunktur heimsins. Ingibjörg ólst upp í 19 manna stórfjölskyldu að Kirkjubæjarbraut 4 og var Austurbærinn hennar festa í lífinu. Guðrún í Þorlaugargerði sýndi ótví- rætt að fólk ofan girðingar er og verður með sín sérkennilegheit og sérvisku eða kannski frekar visku.    Eins og alltaf er það hlýja og væntumþykja sem skín í gegn þeg- ar æskuárin í Eyjum eru rifjuð upp. Og Eyjahjartað hefur sýnt hvað við eigum mikið sameiginlegt og þegar upp er staðið eru það Vestmannaeyjar og það mannlíf sem hér þrífst sem gerir okkur öll að Eyjamönnum. Sama hvar við búum.    Svo lengi sem elstu menn muna hafa börn og unglingar í Vestmannaeyjum þyrpst út á kvöldin þegar von er á að pysj- urnar í fjöllunum í kringum bæinn fari að yfirgefa hreiðrin. Fljúga þær á ljósið og þegar best lét hér á árum áður gat afraksturinn verið á annað hundrað pysjur á nóttu. Þeim er safnað í kassa og sleppt út á sjó daginn eftir.    Pysjutíminn er nokkuð rokk- andi, getur verið frá lokum ágúst og út september. Undanfarin ár hefur lundastofninn í Eyjum verið í lægð en ef marka má fjölda pysja á þessu hausti gæti hann verið á uppleið á ný.    Í mörg ár hefur pysjuvaktin verið starfandi í Eyjum í Sæheim- um. Þangað er komið með pysj- urnar og þær mældar og vigtaðar. Á heimasíðu Sæheima á fimmtu- daginn segir: –Alls komu 4808 pysjur inn á borð á Sæheimavigt- ina og ævintýrið alveg að klárast. Sú síðasta fannst um borð í Sig- urði VE inni í Friðarhöfn í vikunni og spurning hvort fleiri bætast við.    Í ár var leyft að veiða lunda í þrjá daga í Vestmannaeyjum og nær leyfið til heimalandsins og út- eyja þar sem veiðifélögin hafa komið sér upp myndarlegum hús- um með öllum nútíma þægindum. Ekki er vitað til þess að bjarg- veiðimenn hafi nýtt sér þessa glufu, vilja láta lundann njóta vaf- ans.    Það er því ekki Vestmanna- eyjalundi sem verður á borðum á Lundaballinu í Höllinni í kvöld. Löngu er uppselt í mat og skemmtun en í allt er gert ráð fyr- ir 450 manns í mat og skemmtun. Félög innan Bjargveiðimanna- félags Vestmannaeyja skiptast á um að halda Lundaballið og nú er komið að Suðureyingum sem stefna á að það verði það flottasta frá upphafi.    Lundinn sem á borðum verður var m.a. veiddur í Grímsey sem nú er ein af úteyjum Vestmannaeyja. Koma gestir þaðan og líka 70 manns frá Götu í Færeyjum sem líka tilheyra Vestmannaeyjaklas- anum. Það verður því mikið um dýrðir á Lundaballinu og fullyrða Suðureyingar að þar verði toppn- um náð. Morgunblaðið/Ómar Garðarsson Fulltrúar Eyjahjartans Kári Bjarnason, Guðrún Einarsdóttir, Guðrún Garðarsdóttir, Þuríður Bernódusdóttir, Atli Ásmundsson, Katrín Theódórsdóttir, Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir, Einar Gylfi Jónsson og Anna Einarsdóttir. Lundinn er ljúfastur fugla Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Kostnaður Sjúkratrygginga Ís- lands (SÍ) vegna innanlandsflugs sjúklinga var 176,2 milljónir á síð- asta ári, sem er um 3 milljóna króna hækkun frá árinu 2015. Ferðum fjölgaði á sama tímabili úr 6.384 ferðum í 6.677 ferðir en með- alkostnaður á hverja ferð lækkaði hins vegar úr 27.146 kr. í 26.396 kr. Kostnaður SÍ vegna flugferða innanlands hefur farið hækkandi á síðustu árum en árið 2010 var kostnaður um 105 milljónir króna, fjöldi ferða var 5.365 og meðal- kostnaður var 19.555 kr. Ferða- kostnaður vegna innanlandsflugs tekur til sjúklinga sem ferðast með almennu flugi til að nota heilbrigð- isþjónustu. Kostnaðurinn er greiddur sem ferðakostnaður og er sjúkraflug ekki með í kostnaðartöl- unum hér að ofan. Berglind Ýr Karlsdóttir, deildarstjóri slysa- og sjúkratryggingasviðs SÍ, segir að oft sé um að ræða ferðakostnað þegar fólk þarf að komast til sér- fræðinga á sjúkrahúsum í Reykja- vík. „Langoftast er þetta fólk hvað- anæva af landinu, þar sem ekki er hægt að fá ákveðna sérfræðiþjón- ustu. Það á þá rétt á að fá ákveðið margar ferðir á ári til að sækja sér þjónustuna. Þetta er ekki bráð- veikt fólk sem þarf sjúkraflug, heldur kaupir það flugmiðana sjálft og fær svo endurgreitt,“ segir Berglind. Skráning SÍ er ekki með þeim hætti að ávallt sé ljóst hvort kostn- aður vegna ferðar fram og til baka sé vegna tveggja flugferða eða einnar. Því er ómögulegt að áætla meðalverð á greiddum flugmiða og því er stuðst við meðalkostnað á hverja ferð fyrir sig. 842 flugmiðar til útlanda Ferðakostnaður SÍ árið 2016 vegna flugferða til útlanda var 84,1 milljón króna vegna 842 flugmiða, sem er að meðaltali 99,9 þúsund fyrir hvern miða. Ferðakostnaður sjúklinga sem fljúga utan flokkast ekki sem sjúkraflug heldur sem hluti af liðnum „brýn meðferð er- lendis“ í skráingum SÍ. Á árunum 2010 til 2015 voru keyptir um 3.000 flugmiðar vegna sjúklinga og fylgdarmanna erlendis en á því tímabili voru flestar ferðirnar til Kaupmannahafnar, (PET, hjart- veik börn sem fara til Lundar í Sví- þjóð fljúga á Kastrup), Gautaborg- ar (líffæraþegar) og til Stokkhólms vegna samninga við Karólínska sjúkrahúsið (beinmergsskipti o.fl.). Allt sjúkraflug til Svíþjóðar Á árinu 2016 var farið 18 sinnum í sjúkraflug. Sjúkraflug er þær ferðir þar sem ekki var hægt að nota áætlunarferðir heldur var nauðsynlegt að fá sérstakt sjúkra- flug. Allar 18 ferðirnar voru til Sví- þjóðar og langflestar vegna líf- færaígræðslu. Kostnaður fyrir sjúkraflug til og frá Íslandi var 69,7 milljónir króna árið 2016. Ferðakostnað- ur SÍ hækkar  176 milljónir í innanlandsflug til að tryggja aðgang að heilbrigðisþjónustu Morgunblaðið/Kristján Innanlandsflug Meðalkostnaður ferða í fyrra var 26.396 krónur. Kostnaður SÍ vegna ferða sjúklinga 2016 » 176.247.119 krónur í innan- landsflug. » Fjöldi ferða var 6.677 á árinu. » Meðalkostnaður á hverja ferð er um 26.396 kr. » Ferðakostnaður erlendis var 84.123.135 kr. » 18 ferðir í sjúkraflugi til og frá Íslandi á árinu. » Kostnaður við sjúkraflug var 69.755.491 kr. Gunnlaugur Árnason Stykkishólmi Merk tímamót eru hjá leikskól- anum í Stykkishólmi um þessar mundir en 60 ár eru liðin frá því að leikskólinn tók til starfa. Það var í október 1957 sem St. Frans- iskussystur opnuðu leikskóla hér í Stykkishólmi. Tímamótanna verð- ur minnst með ýmsum hætti á næstunni. Í ljósi sögunnar er þetta mjög merkilegt þar sem á þessum tíma, eða árið 1960, voru 12 leikskólar í Reykjavík og enn liðu 20 ár þar til stofnaðir voru leikskólar í ná- grannasveitarfélögum okkar. Þær systurnar voru því mjög framfara- sinnaðar og þessi viðbót við heim- ilisuppeldi vel þegin því árið 1963 voru um 60 börn í leikskólanum. St. Fransiskussystur höfðu víð- tæk áhrif á bæjarbraginn í Stykk- ishólmi og létu margt gott af sér leiða. Afmælis leikskólans verður minnst á margvíslegan hátt í næstu viku með barnamenningar- hátíð. Formleg afmælishátíð verð- ur svo í Tónlistarskólanum laugar- daginn 7. október og hefst kl. 16. Sigrún Þórsteinsdóttir skólastjóri segir að vandað verði til undirbún- ings. Þar mun m.a. forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson mæta, ásamt Elízu Reed forsetafrú, og flytja ávarp á hátíðinni. Húsnæðið sprungið Nýr leikskóli í Stykkishólmi var vígður árið 2007 og var reiknað með að húsnæðið væri það stórt að ekki þyrfti að hafa áhyggjur af því næstu árin. Árið 2010 var byrjað að taka á móti eins árs gömlum börnum. Nú 10 árum seinna er leikskólinn orð- inn of lítill svo að ekki er hægt að taka á móti öllum börnum sem vilja koma. Margt ungt fólk hefur flutt í bæinn og það hefur sín áhrif. Í vor voru farnir að myndast biðlistar. Bæjaryfirvöld brugðust fljótt við til að mæta brýnni þörf á stærra húsnæði. Keypt var 60 fer- metra færanleg kennslustofa sem áður þjónaði sem kennslustofa fyr- ir Listaháskóla Íslands. Húsið var flutt vestur fyrir stuttu og staðsett við hlið leikskól- ans. Þar verða í skóla börn á aldr- inum eins til tveggja ára. Sigrún Þórsteinsdóttir er ánægð með hvernig til hefur tekist og segir að nýja húsnæðið muni nýt- ast vel. Hægt verði að taka á móti öllum sem þess óska og öll börn, eldri en eins árs, geti fengið skóla- vist. Í haustbyrjun eru nemendur 78 og hefur þeim fjölgað mikið á síð- ustu árum. Að sögn Sigrúnar hef- ur gengið vel að ráða starfsmenn. Nokkrir þeirra eru af erlendu bergi brotnir og hefur þeim gengið vel í starfi. Starfsmenn við skólann eru samtals 23. Leikskólinn fagnar 60 ára afmæli  Öll börn 12 mánaða og eldri komast að í leikskólanum í Stykkishólmi Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Stykkishólmur Sigrún Þórsteinsdóttir við nýja færanlega kennslustofu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.