Morgunblaðið - 30.09.2017, Blaðsíða 30
Ég get ekki látið hjá
líða að tjá mig um
grein í Fréttablaðinu
nú fyrir skemmstu þar
sem biskup okkar, frú
Agnes M. Sigurðar-
dóttir ræðir ásökun á
hendur sóknarpresti í
Grensáskirkju.
Greindi biskup frá því
að hún hefði leyst séra
Ólaf Jóhannsson tíma-
bundið frá störfum vegna ásökunar
konu, (sem ekki kemur fram undir
nafni a.m.k. í þessari blaðagrein) um
ósæmilega framkomu prestsins í
hennar garð.
Mér fannst orðalag frú Agnesar
ekki nógu skýrt þar sem hún segir:
„Ég líð ekki svona nokkuð á minni
vakt.“ Hvort áttu þessi
orð að lýsa ósæmilegri
framkomu prestsins,
sem ekki er búið að
sanna eða fullreyna, eða
var þeim beint til um-
ræddrar konu sem trú-
lega hefur ekki vitni að
atvikinu sem kom henni
úr jafnvægi.
Undirrituð tekur
óhrædd upp hanskann
fyrir sóknarprest sinn,
séra Ólaf. Hef sóst eftir
aðkomu hans í þágu
eldra fólksins í húsinu þar sem ég
bý. Sjálf fól ég honum að jarðsyngja
eiginmann minn og nánasta vin og
hef gert áætlun um mína eigin útför,
á sömu forsendum.
Stundum hefur mér flogið í hug að
konur, sem eru svo fljótar að snúa
vinsemd og hlýlegu viðmóti upp í
andhverfu sína, séu einmitt að sækj-
ast eftir athygli og njóti þess að tek-
ið sé eftir þeim.
Mér þykir ekki ósennilegt að
menn sem hafa hlýjan persónuleika
fari frekar í guðfræði og vígist síðar
til prests, heldur en harðir og kald-
rifjaðir menn. Ætlast fólk til að þeir
kasti fyrir róða sínum bestu eigin-
leikum þegar þeir eru komnir í emb-
ætti og gerist kaldir spýtukarlar?
Hvert stefnir í þessum málum?
Eru Íslendingar hættir að gera
greinarmun á vinsemd og hlýju við-
móti og annarlegum tilburðum milli
kynja. Hvar eru kennarar í leik-
skólum eða í yngri bekkjum barna-
skólanna staddir, ef þeir mega ekki
taka barn í fangið og hugga það eftir
slys eða áreitni annarra af ótta við
að það sé túlkað sem kynferðislegt
athæfi. Ég held að landinn sé búinn
að horfa of mikið á sorann sem birt-
ist í kvikmyndum og á öðrum sam-
félagsmiðlum. (Sérlega óheppilegt
fyrir börn og ómótaða unglinga.)
Svona orti föðursystir mín, Oddný
Kristjánsdóttir, en henni auðnaðist
að gefa út tvær ljóðabækur, þá
seinni á níræðisafmælinu sínu.
Enginn kann á öllu skil
ýmislegt þó lærist.
Þar sem engin ást er til
engin gleði bærist.
Ertu að misskilja vináttuna?
Eftir Maríu Krist-
ínu Einarsdóttur »Hvernig sýnum við
vináttu nema með
hlýju faðmlagi og
kannski kossi á kinn.
María K. Einarsdóttir
Höfundur er eldri borgari og hefur
fengist við ljóðagerð og ýmsar aðrar
listgreinar.
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2017
Flestir munu
þekkja að vandi sauð-
fjárbúskapar í landinu
er meiri en lengi hefur
verið. Forsendubrest-
ur er orðinn hjá mörg-
um sauðfjárbændum
vegna þess að
greiðslur afurðastöðva
til bænda á þessu
hausti hafa lækkað um
tugi prósenta. Lands-
samtök sauðfjárbænda (LS) blésu til
aukafundar í ágúst sem síðan var
frestað til 19. september. Þar krufðu
fulltrúar þeirra vandann í málefna-
legum umræðum, en ljóst er að
stjórnmálaástand í landinu er slíkt í
augnablikinu að aðkomu stjórnvalda
er ekki að vænta á næstunni að þeim
djúpstæða vanda sem þarna er við
að kljást.
Eftir að hafa setið þennan fund og
hlýtt á umræður þar eru tvö atriði
sem mér eru öðru ofar í huga. Vil ég
aðeins gera þau hér að umtalsefni.
Tel ég mig jafnvel gjaldgengan í þá
umræðu þar sem ég hef unnið að
málum greinarinnar á fimmta ára-
tug. Ég tel mig einnig þekkja það
umhverfi í samningum
við ríkið um sauðfjár-
framleiðsluna sem verið
hefur frá árinu 1985.
Kom ég meira og minna
að samningum nokkuð
framyfir aldamót og
vann þó enn meira hjá
stofnunum landbún-
aðarins að útfærslu
þeirra. Þá starfaði ég
með tugi nefnda sem á
þessum árum unnu að
greiningu á vanda sauð-
fjárframleiðslunnar
sem flestum var þá ljós og liggur
fjöldi slíkra úttekta frá þeim tíma
fyrir sem einhverjir gætu haft gagn
af að skoða. Síðan hef ég reynt að
fylgjast með gangi þessara mála.
Síðasta áratuginn er ekkert álag í
öllu falli að vera allvel heima í því
sem unnið hefur verið af hendi BÍ og
LS í þessum málum. Það er einfald-
lega ekkert.
Fyrra atriðið sem ég held að
menn verði að velta fyrir sér, er að
mér virðist að jafnvel bæði ríki og
fulltrúum bænda sé ekki lengur al-
veg ljóst um hvað er verið að semja í
ríkisstuðningi við sauðfjár-
framleiðsluna. Þegar ég kom fyrst
að þessum málum var ljóst að verið
var að semja um vissan stuðning við
framleiðslu til að mæta þörfum
markaðarins hér á landi. Sumir
ræddu þá jafnvel líka um stuðning
við byggðarlög þar sem framleiðslan
fór fram. Því miður náðist aldrei
nein víðtæk samstaða á þeim tíma
með þjóðinni og bændum um stefnu
í þessum málum. Á þeim áratugum
sem eru liðnir síðan hafa öll stuðn-
ingskerfi við landbúnaðarfram-
leiðslu bæði hér á landi og erlendis
gerbreyst og orðið miklu víðtækari
en áður var. Formaður BÍ hélt því
fram við síðasta búvörusamning að
hann væri að gera slíkan víðtækan
samning fyrir landbúnaðinn. Það
held ég að hvorki bændur né aðrir
þegnar þjóðarinnar hafi sannfærst
um. Þvert á móti þveröfugt eins og
ég hef margoft bent á í greinum frá
því samningarnir birtust. Því miður
held ég að það séu alltof margir sem
hafa ekki lengur yfirsýn um þetta
aðalatriði. Þar á meðal margir af for-
ystumönnum BÍ. Hluti vandans er
einnig sá að stærstu vandamálin
sem ræða þarf hafa menn ætíð
hlaupist undan að ræða. Bendi ég
þar á greiningu sem ég birti á
Stundinni.
Í hnotskurn er vandinn sem snýr
að sauðfjárbúskap í dag í megin-
atriðum þessi: Greinin er að hluta
háð ríkisstuðningi eins og í nánast
öllum löndum Evrópu. Væri svo ekki
mundu fáir ræða þetta sem vanda-
mál. Vandinn er aftur á móti sá að
útilokað er til frambúðar að nema
viss hluti þeirra sem fá slíkan stuðn-
ing í dag geti áfram notið hans ef
markmiðið á að vera að þróa sjálf-
bæra atvinnugrein. Það vona ég að
sé framtíðarstefna. Hvernig taka á á
þessum vanda, hluti greinarinnar
með stuðning, aðrir án hans. Skipt-
ing í innanlandsmarkað og mögu-
legan útflutning, sem menn hafa
verið að missa úr höndum sér á síð-
ustu árum. Þannig má áfram telja
verkefnin sem blasir við bændum
sjálfum að ræða sig til lausnar á. Ég
hélt að markmiðið væri að reyna að
beina stuðningi að sjálfbærri fram-
leiðslu, bættri umgengni við vist-
kerfi landsins, sem hagkvæmastri
framleiðslu, ákveðnum byggða-
stuðningi og þannig mætti áfram
telja. Í raun er þetta einfaldara en
kann að virðast, og við vitum sem
þekkjum greinina, vegna þess að
þetta fer yfirleitt saman á sömu bú-
um. Hafi síðasti sauðfjársamningur
átt að vera stefnumótandi þá gekk
hann því miður þvert á nánast allt
þetta.
Aðalatriði: Það þarf að verða mun
skýrara en nú hvað þjóðin er að
styðja við með ríkistuðningi til
greinarinnar. Þar verða bændur að
hafa forystu í umræðunni og leita
sem víðtækastra sátta við þjóðina
(Alþingi). Einnig að ná sátt innan
greinarinnar um framkvæmd og er
það þyngsta þrautin.
Hitt atriðið sem mér er í huga er
að í ljósi þeirrar pólitísku upplausn-
ar sem er verður greinin að sýna
einhvern framfarahug fyrir sína
hönd. Í samanburði við bændafor-
ustu í nágrannalöndum hafa hér-
lendir aðilar aldrei verið flinkir að
auglýsa styrk sinn faglega og gildi
greinarinnar. Þar var þessi fundur
ekki undantekning. Hann auglýsti í
ályktunum sínum nær eingöngu
vandamál. Þannig er ekki blásið til
stórsóknar gagnvart nýjum fulltrú-
um á Alþingi. Ég vil því í lokin að-
eins minna á þá skoðun margra er-
lendra aðila sem þekkja
dilkakjötsframleiðslu um allan heim
að þeir eru sammála um það að frá
náttúrannar hendi er nær ekkert
land sem stendur okkur framar
nema Nýja-Sjáland að því leyti.
Að afstöðnum aukafundi LS
Eftir Jón Viðar
Jónmundsson » Greinin er að hluta
háð ríkisstuðningi
eins og í nánast öllum
löndum Evrópu.
Jón Viðar Jónmundsson
Höfundur er fv. starfsmaður BÍ og
margra annarra landbúnaðarstofnana.
jvj11@outlook.com
Ný glæsileg
heimasíða
acredo.is
Hátúni 6a Sími 577 7740
carat.is acredo.is
Trúlofunarhringir
Giftingarhringir
Demantsskartgripir
10%
afsláttur
Það er eðlilegt að al-
varlegir atburðir hreyfi
við okkur og það taki
einhvern tíma að jafna
sig. Þegar við stöndum
frammi fyrir ógn eða
hættu, upplifum við oft
mikla hræðslu, og jafn-
vel skelfingu, hrylling
eða vanmátt. Fara þá í
gang ferli í líkamanum
sem miða að því að
verjast eða forðast ógnina. Um er að
ræða frumviðbrögð sem hvetja okk-
ur annaðhvort til að berjast eða flýja.
Sterk tilfinningaviðbrögð eru því
eðlileg eftir alvarlega atburði en þau
einkenni eiga smám saman að
minnka. Þó að flestir jafni sig fljótt
eftir alvarlega atburði, er alltaf ein-
hver hópur fólks, mismunandi eftir
atburðum, sem þróar með sér áfalla-
streitueinkenni sem valdið geta veru-
legri vanlíðan og ef einkennin eru
mikil þá nær fólk greiningarvið-
miðum um áfallastreituröskun „post
traumatic stress disorder“. Meira en
mánuður þarf að líða frá atburði þar
til greiningu um áfallastreituröskun
er varpað fram. Það kemur einnig
fyrir að einkenni séu lítil í kjölfar at-
burðar og byrji ekki fyrr en árum
síðar og þá stundum í tengslum við
streituvaldandi aðstæður. Það hefur
þó sýnt sig að ekki allir sem þróa
röskunina með sér hafa upplifað
hættulegan atburð heldur frekar at-
burð sem ógnar öryggi
okkar eða vellíðan á
einhvern hátt. Skyndi-
legur dauði ættingja
getur, sem dæmi má
gefa, einnig valdið
áfallastreituröskun.
Röskunin þróast á
mismunandi hátt og
margir ná bata innan
fárra mánaða á meðan
aðrir eru að fást við
þetta árum saman.
Margir sem lent hafa í
áföllum fara í felur með
þá líðan sem fylgt getur í kjölfarið og
finna jafnvel til skammar yfir því að
„jafna sig ekki“ eins fljótt og margir
aðrir. Samansafn einkenna í hegðun,
hugsun eða tilfinningalífi okkar ræð-
ur úrslitum um hvort hægt er að
greina áfallastreituröskun. Það eru
einkenni eins og ágengar minningar,
martraðir, endurupplifun af atburð-
inum og sterkar tilfinningar og/eða
líkamleg viðbrögð þegar eitthvað
minnir okkur á atburðinn. Við höfum
tilhneigingu til að forðast að hugsa
og tala um eða upplifa tilfinningar
eða mæta aðstæðum og/eða fólki sem
minna á atburðinn. Forðunin leiðir
jafnvel til breytinga á venjum okkar
eða hegðun svo sem að vilja síður
setjast undir stýri eftir bílslys þrátt
fyrir að hafa alltaf viljað vera öku-
maðurinn fyrir slysið. Vangeta til að
muna mikilvægar upplýsingar um at-
burðinn getur verið til staðar, rang-
túlkun á því sem gerðist eða afleið-
ingum þess sem leiðir oft til
sjálfsásökunar eða ásökunar í garð
annarra. Einnig getur borið á áhuga-
leysi fyrir því sem áður var skemmti-
legt, sumir fjarlægjast eða detta úr
tengslum við fólk og tala um vangetu
til að upplifa jákvæðar tilfinningar
eða tilfinningadofa. Reiði og pirr-
ingur er algengur, óábyrg eða sjálfs-
eyðandi hegðun getur verið til stað-
ar, við erum stöðugt á varðbergi og
okkur bregður auðveldlega. Einbeit-
ingarörðugleikar og svefntruflanir
eru líka algengar. Þessi einkenni,
sérstaklega reiði og pirringur, geta
orðið til þess að okkur finnist erfitt
að vera í kringum aðra eða aðrir
forðast að vera í kringum okkur, sem
verður oft til þess að félagslegur
stuðningur minnkar. Áfallastreit-
uröskun verður því oft félagslegur
sjúkdómur sem áhrif getur haft á
nærumhverfi og fjölskyldu.
Eins og áður sagði reyna margir
að fela einkennin eða finna til
skammar yfir líðan sinni á meðan
margir þættir spila inn í hvort ein-
staklingur þrói með sér áfallastreitu-
röskun eða ekki. Að greinast með
áfallastreituröskun þýðir ekki að við
séum á einhvern hátt ekki jafn seig
og aðrir. Það skiptir til dæmis máli
hvort lífshætta var upplifuð, hvort
um líkamleg meiðsli hafi verið að
ræða, hvort við höfum góðan félags-
legan stuðning af nánasta umhverfi
eða hvort aðrir erfiðir atburðir eru að
gerast á sama tíma, s.s. alvarleg veik-
indi í fjölskyldu og hvort saga sé um
fleiri alvarleg áföll.
Sálfræðingar hafa náð góðum ár-
angri í meðhöndlun áfallastreitu-
röskunar og eru ákveðnar tegundir
hugrænnar atferlismeðferðar og þá
sérstaklega hugræn úrvinnslu-
meðferð mjög árangursríkar. Einnig
hefur EMDR (Eye Movement De-
sensitization Reprocessing) reynst
vel. Að leita sér sálfræðimeðferðar
sem fyrst, þegar ljóst er að einkenni
minnka ekki þegar frá líður, hefur
sýnt sig að dregur úr líkum á að þróa
með sér langvarandi áfallastreitu-
röskun. Auk þess hjálpar góð með-
ferð fólki að snúa fyrr til góðrar
virkni og/eða vinnu og dregur jafnvel
úr líkamlegum einkennum, s.s. krón-
ískum verkjum. Þegar áfallastreit-
uröskun er látin ómeðhöndluð getur
hún haldið áfram að leiða af sér mikla
vanlíðan, þunglyndi, félagslega ein-
angrun, samskipta- og tengslavanda
og jafnvel misnotkun á vímugjöfum.
Ef þú hefur lent í alvarlegum at-
burði og kannast við þessa líðan er
gott að leita sér aðstoðar sem fyrst til
að vinna gegn þeim áhrifum sem ein-
kennin eða röskunin getur haft á þig
og þá sem standa þér næst.
Hver fær áfallastreituröskun?
Eftir Sigríði
Björk Þormar » Áfallastreituröskun
verður oft félagsleg-
ur sjúkdómur sem áhrif
getur haft á nærum-
hverfi og fjölskyldu.
Sigríður Björk Þormar
Höfundur er doktor í áfallasálfræði
sirry@salfraedingarnir.is
Allt um
sjávarútveg