Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.10.2017, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.10.2017, Blaðsíða 16
Jóhann Eyfells fæddist álengsta degi ársins, 21. júní1923, og hefur gert lítinngreinarmun á degi og nóttu síðan. Orðinn 94 ára gamall er hann ennþá vakinn og sofinn yfir köllun sinni, listinni, og finnst hann ennþá eiga verk að vinna. Þegar ég spyr Jóhann Bjarna Kolbeinsson fréttamann, sem tengist Jóhanni fjölskylduböndum og heitir í höfuðið á honum, hvenær dagsins sé best að slá á þráðinn til gamla mannsins vestur í Texas fæ ég eftirfarandi svar: „Það er hægt að ná í hann nán- ast hvenær sem er. Hann er oft að vinna um miðja nótt. Ef hann svarar ekki, þá er hann úti að vinna.“ Það er magnað að fylgjast með Jó- hanni í nýrri heimildarmynd, Jó- hann Eyfells: A Force in Nature, sem verður Íslandsfrumsýnd í sal 1 í Háskólabíói á RIFF á morgun, sunnudag, kl. 14.30. Hann býr einn á stórum búgarði í Texas og stikar stórum skrefum í moldugum jakka- fötunum um landareignina sem er óðum að fyllast af risastórum högg- myndum eftir hann sjálfan. Á milli þess sem hann heggur, smíðar, log- sýður og spjallar við steina, vippar Jóhann sér upp í forláta Bobcat-vél, sem muna má sinn fífil fegri. Það fer ekkert á milli mála að maðurinn hugsar stórt og framkvæmir stórt. Annars er Jóhann ekki að sækjast eftir klappi á bakið, eins og fram kemur í myndinni, ekkert frekar en fuglinn fljúgandi. „Á að mæra fugl- inn fyrir það eitt að geta flogið? Þetta er bara mitt eðli.“ Enginn má sköpum renna Sumir menn eru þeirrar gerðar, að þeir verða stærri en lífið sjálft. Auð- velt er að ímynda sér að Jóhann Ey- fells sé einn af þeim. Maðurinn heitir nú einu sinni í höfuðið á sjálfum Eyjafjöllum og kveðst geta gosið á hverri stundu eins og nafni hans, jökullinn. Hann hélt ungur til náms í Bandaríkjunum og það skyldi vera hagnýtt, krafðist móðir hans, sem reyndi markvisst að halda lista- manninum í syni sínum niðri. Jó- hann valdi arkitektúr enda komst það nám næst listnáminu sem hann þráði að leggja stund á sjálfur. En enginn má sköpum renna og eftir að hafa teiknað eitt hús, sem stendur við Selvogsgrunn í Reykjavík, sneri Jóhann sér alfarið að listinni. Nældi sér í gráðu og bjó lengst af og starf- aði í Orlando, bæði sem prófessor í myndlist við háskóla borgarinnar og sem myndhöggvari. Eftir að eigin- kona hans, Kristín Eyfells, sem líka var myndlistarmaður, lést árið 2002 settist Jóhann að í Texas. Þá var hann orðinn aðþrengdur og þurfti meira pláss fyrir listsköpun sína. Það er freistandi að lýsa Jóhanni sem víkingi og eflaust gera ein- hverjir það vestra en satt best að segja minnir hann meira á aldinn og djúpspakan índíánahöfðingja, þar sem heimspekin rennur upp úr hon- um í myndinni. Höfundur hennar er Texasbúinn Hayden de M. Yates sem heillaðist af Jóhanni og fylgdi honum eftir árum saman, auk þess að ræða við nokkra samferðarmenn hans. Þess má geta að Yates verður viðstaddur frumsýninguna og að sýningu lokinni verður hægt að spyrja hann spjörunum úr. Í myndinni talar Jóhann ensku en þegar ég næ tali af honum í síma í vikunni bregður hann gömlu góðu ís- lenskunni fyrir sig og það er ekki að heyra að maðurinn hafi búið áratug- um saman í Bandaríkjunum. Ekki vottar fyrir hreim; ég gæti allt eins verið að tala við mann á Hornafirði eða í Búðardal. Nokkurs konar gimsteinn „Ertu að hringja út af Vörðunni?“ spyr Jóhann strax og heldur áfram áður en ég kemst að. „Hún er nokk- urs konar gimsteinn og tákn fyrir hina stórfenglegu íslensku náttúru. Sjálfur lít ég bara á mig sem milli- stykki. Það er ósýnilegt afl sem stýrir mér í listinni. Hugsanlega verður það afl að vísindagrein í framtíðinni. Varðan er ósvikin og var gerð af miklum hita frá minni hálfu; tók inn í sig alla þá þekkingu og skynsemi sem ég hafði til að bera í þá daga. Hún hefur að mínu mati náð því stigi að hægt sé að kalla hana meistaraverk.“ Fyrir þá sem ekki vita er Varðan höggmynd eftir Jóhann sem staðið hefur á strandstígnum við Sæbraut- ina í Reykjavík frá árinu 2010. Því næst vendir Jóhann kvæði sínu í kross, í orðsins fyllstu merk- ingu. „Þekkirðu vísuna Nú er úti veður vott?“ – Já. „Ég er búinn að breyta henni. Núna er hún svona: Nú er úti veður vott, verður allt að núlli, ekki fær hann Grímur gott að gramsa í þessu dúlli. Er þetta ekki ágæt vísa?“ Heldur betur. „Ég tel verkið mitt fjalla um þetta ferli en í vísindalegu tilliti erum við á leið að verða að engu – núlli.“ Hægt að mæla list? Það mat kveðst hann byggja á 94 ára reynslu og spyr óvænt: „Sástu myndina The Imitation Game?“ – Já, ég gerði það. „Við erum í Imitation Game [hermileik]. Það er dúllið sem ég er að tala um. Dúllið er það besta sem frumvaldið getur komið á framfæri í efniskenndum skilningi. Á þessari öld verður hins vegar hægt að mæla margvíslegt óefniskennt með nýj- um tækjum. Vonandi verða lista- verk jafnvel í þeim flokki. Það er auðvelt að mæla falskar nótur og annað slíkt en erfiðara hefur reynst að mæla veraldleg form, ekki síst þegar þau hafa horfið af verald- legum vettvangi. Þessari öld er ætl- að að slást við þennan óefniskennda raunveruleika. Sá slagur hófst reyndar þegar John Bardeen, Leon Neil Cooper og John Robert Schrieffer fengu nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 1972. Þeir fundu út einhvern raunveruleika sem var óendanlegur og hafði enga mót- stöðu. Það er okkar tegund af eilífð en eins og við þekkjum er ekki hægt að afneita eilífðinni enda þótt hún hafi engar þekkjanlegar und- irstöður, nema þá helst þögn, kyrrð og myrkur. Um þetta fjallar verkið mitt í kirkjugarðinum í Reykholti, Triarchy II.“ Jóhann vinnur að list sinni á hverjum einasta degi og kveðst ennþá vera með allskonar nýjungar sem enginn skilur. „Auðvitað kemur að því að maður dofni upp en ég er ennþá að vinna að mínum bestu verkum. Þú varst stálheppinn að ég var ekki farinn út að vinna þegar þú hringdir,“ segir Jóhann en símtalið fór fram milli klukkan 8 og 9 að stað- artíma í Texas. „Engu verki er nokkurn tíma lokið og við öðlumst aldrei fullkomna þekkingu á nokkr- um hlut. Sagði ekki Schopenhauer: Þegar maður nálgast fullkomnun hverfur viljinn!“ Verðlagsstjóri á Vestfjörðum Eins og getið var um hér að framan var ekki sjálfgefið að Jóhann helgaði líf sitt listinni. „Ég átti að verða að- stoðargjaldkeri hjá Ísafold og móðir mín hafði líka mikið fyrir því að út- vega mér starf sem verðlagsstjóri á Vestfjörðum en það var ekki nokkur leið að gera mig að embættismanni. Samt er ég ennþá að berjast við Hann átti að verða verðlagsstjóri á Vestfjörðum en endaði sem myndhöggvari í Bandaríkjunum. Engan bilbug er á Jóhanni Eyfells að finna, þrátt fyrir að vera orðinn 94 ára vinnur hann að list sinni á degi hverjum á búgarði sínum í Texas. Það eina sem hefur breyst er að hann er hættur að gera langtímaplön. Ný heimildarmynd um Jóhann verður Íslandsfrumsýnd á RIFF um helgina. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Varðan, verk Jóhanns við Sæbrautina í Reykjavík. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Jóhann og eiginkona hans, Kristín heitin Eyfells. Það var hans mesta gæfa að hitta hana. Þegar maður nálgast fullkomnun hverfur viljinn! VIÐTAL 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.10. 2017

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.