Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.10.2017, Blaðsíða 34
LESBÓK Vandræðaskáldin Sesselía Ólafsdóttir og Vilhjálmur B. Bragasonkoma fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í dag laugardag, 30. sept.,
kl. 21. Þau munu vega fólk og meta, vopnuð kolsvörtum húmor.
Vandræðskáld vega fólk
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.10. 2017
Í
skáldsögunni Heimför segir ganísk-
bandaríski rithöfundurinn Yaa Gyasi
frá systrunum Effiu og Esi, sem fæðast
í Afríku á átjándu öld. Þær ná aldrei að
hittast því önnur þeirra verður eigin-
kona þrælakaupmanns, hin er seld til Am-
eríku. Gyasi rekur sögu þeirra og afkomenda
þeirra allt fram á okkar daga en hún ætlaði í
raun að segja aðra sögu.
„Vissi ekkert um hvað
ég ætti að skrifa“
Yaa Gyasi segist hafa haldið til Gana 2009 í
rannsóknarleiðangur til að sanka að sér upp-
lýsingum fyrir bók sem hún var með í huga. Í
þeirri ferð kom hún í kastalann alræmda í
Cape Coast á suðurströnd Gana sem Bretar
gerðu að bústað landstjórans á átjándu öld, en
undir glæsilegan vistarverum hans geymdu
menn þræla sem seldir voru vestur um haf.
„Þegar ég fór til Gana sá ég fyrir mér bók
um móður og dóttur hennar og því fór ég og
heimsótti þorpið þaðan sem móðir mín er ætt-
uð. Þegar þangað var komið missti ég áhugann
á þeirri sögu en það kom ekkert í staðinn, ég
vissi ekkert um hvað ég ætti að skrifa. Þá bar
það við að vinur minn kom í heimsókn og
spurði hvort ég væri ekki til í að koma að skoða
kastalann í Cape Coast. Leiðsögumaður í kast-
alanum sagði okkur svo frá því að breskir her-
menn sem bjuggu í kastalanum hefðu stundum
gifst innfæddum konum og þegar við fórum að
skoða dýflissuna reyndi ég að sjá það fyrir mér
hvernig hægt væri að vera frjáls Ganabúi og
vita af því að undir fótum manns væru landar
manns sem hnepptir hefðu verið í þrældóm. Þá
kom kveikjan.“
– Bókin er eins og sagnasveigur, safn af
smásögum sem segja saman stærri sögu.
Sástu það fyrir þér að hún yrði þannig þegar
þú byrjaðir á verkinu?
„Hún þróaðist á þann veg, Upphaflega ætl-
aði ég að skrifa tvo hluta, einn sem gerðist í
Gana á átjándu öld og svo annan sem gerðist í
nútímanum og þá með innskotum úr kastala-
sögunni, en eftir því sem ég skrifaði meira í þá
veru áttaði ég mig á því að ég myndi þá glata
sýninni yfir aldirnar og því breytti ég skipulagi
bókarinnar á þann veg sem varð að endanlegri
útgáfu hennar.“
Skelfilegt að lesa um það
sem kom fyrir fólk
– Sagan sem þú ert að segja byggist á atburð-
um sem eru eiginlega of hryllilegir til að hægt
sé að koma orðum að þeim.
„Vissulega og það var miklu erfiðara að lesa
mér til um aðstæður og atburði á þessum tíma
en að skrifa sjálfa bókina. Þegar maður er að
skrifa um voðaatburði getur maður huggað sig
við að maður sé að skálda, en það var skelfilegt
að lesa um það sem kom fyrir fólk í raun og
veru.“
– Annað forvitnilegt atriði sem kemur fram í
bókinni er að ýmis ríki Afríku og þjóðflokkar
áttu sinn þátt í þrælasölunni, rændu fólki og
seldu það í hendur Evrópumanna og héldu líka
þræla sjálfir.
„Það er mikilvægur hluti samtalsins um
þrælasölu og þrælahald og þar komum við að
því hvaða mynd Vesturlandabúar hafa haft af
Afríku. Þegar grannt er skoðað kviknar spurn-
ingin hvernig verslun með þræla gat haldið
áfram eins lengi og raun bar vitni ef ekki hefðu
komið til afrískir samverkamenn.
Það er líka hluti af ranghugmyndum um
Afríku að á Vesturlöndum tala menn gjarnan
um Gullströndina eða Gana sem eitt samfellt
ríki, en Gana er bara til vegna þess að breska
nýlendustjórnin dró línur á korti og þjóð-
flokkar sem fannst þeir ekki eiga neitt sameig-
inlegt og höfðu jafnvel átt í blóðugum erjum
urðu allt í einu ein þjóð.“
Ekki bara systrasaga
– Þetta er ekki bara saga systranna Effiu og
Esi og afkomenda þeirra heldur líka saga kyn-
þáttafordóma sem ná til dagsins í dag. Fyrir
átta árum létu margir sem kjör Obama þýddi
að kynþáttafordómar væru fyrir bí vestan
hafs, en annað kom á daginn, erfðasynd þræla-
haldsins setur enn svip sin á bandarískt sam-
félag.
„Vissulega héldu margir að kjör Obama
þýddi að kynþáttahatur væri þar með úr sög-
unni, en þeir sem þar búa þekkja það vel að
kynþáttahyggjan er ekki bara á yfirborðinu,
kynþáttahatur er stofnanavætt. Kannski átta
ekki allir sig á hvað það þýðir en í stofnana-
væðingunni felst að Bandaríkin voru byggð á
kynþáttahatri og vegna þess að menn kusu
að horfast ekki í augu við þessa erfðasynd
eftir þrælastríðið tóku við hundrað ár af kyn-
þáttamismunun og ofbeldi, Jim Crow-
tímaskeiðið. Við gerðum ekkert til að glíma
við vandann og hann hætti ekki að vera til
staðar þegar komið var fram á sjöunda ára-
tug síðustu aldar. Það má líka ekki gleyma
því að það er í raun ekki svo langt síðan, það
eru ekki nema rúm sextíu ár síðan rétt-
indabarátta litra Bandaríkjamanna hófst og
það er í raun bara augnablik í mannkynssög-
unni.
Þegar ég skrifaði Heimkomuna var ég ekki
síst að draga það fram að hundrað ár eru í
raun örskotsstund og mikið verk er óunnið. Öll
þau kynþáttavandamál sem við sjáum í
Bandaríkjum nútímans eiga sér rætur í því
sem á undan er komið.“
Ganísk-bandaríski
rithöfundurinn
Yaa Gyasi.
Morgunblaðið/Eggert
Öld er augnablik
Skáldsaga Yaa Gyasi af systrunum Effiu og Esi og afkomendum þeirra hefur notið hylli víða um heim. Gyasi segist þó ekki
bara vera að segja sögu af systrum heldur líka sögu af því hvernig erfðasynd þrælahaldsins hefur litað sögu Bandaríkjanna.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
’ Þegar maður er að skrifaum voðaatburði getur maður huggað sig við að maður sé að skálda, en það var
skelfilegt að lesa um það sem
kom fyrir fólk í raun og veru.